Áralangur taprekstur af loðdýrarækt Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. mars 2019 10:36 Þrettán loðdýrabú eru nú starfrækt á Íslandi. Þau voru flest um 240 talsins á níunda áratug síðustu aldar. Vísir/Magnús Hlynur Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. Ef marka má úttekt Hagstofunnnar voru að jafnaði um 40 loðdýrabú í rekstri á árunum 2008 til 2014 og voru sameiginlegar rekstrarniðurstöður þeirra réttu megin við núllið á þessu tímabili. Þau hafa hins vegar verið rekin með tapi á árunum 2014 til 2017 og tap þeirra nam um 150 milljónum króna í lok tímabilsins. „Tekjur þeirra námu 726 milljónum króna árið 2017 og 86% tekna mátti rekja til sölu loðdýraafurða. Gjöld námu 873 milljónum króna það ár og skiptust þau þannig: vöru- og hráefnisnotkun 376 m.kr. (43,1%), laun og launatengd gjöld 208 m.kr. (23,9%), annar rekstrarkostnaður 202 m.kr. (23,2%) og fyrningar 87 m.kr. (9,9%),“ eins og segir í útlistun Hagstofunnar.hagstofanSamhliða taprekstrinum fækkaði loðdýrabúum hratt. Þau voru um 30 talsins árið 2017 en hefur fækkað um rúman helming síðan. Greint var frá því í desember síðastliðnum að þau væru nú 13 talsins. Til samanburðar má nefna að á hátindi loðdýraræktar á Íslandi, á níunda áratug síðustu aldar, var fjöldi búa um 240. Þessi þróun var rakin til lægra verðs á minnkaskinnum í Bændablaðinu undir lok síðasta árs. Væri nú svo komið að um helmingi minna fengist fyrir hvert skinn en það kostar að framleiða það. Veiking krónunnar hafi þó hlaupið undir bagga með loðdýrabændum, sem engu að síður telja sig þurfa að njóta ríkisaðstoðar ef loðdýrarækt á ekki að leggjast af í landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson ræddi við loðdýrabónda i nóvember síðastliðnum, viðtal hans má sjá hér að neðan. Landbúnaður Tengdar fréttir Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. Ef marka má úttekt Hagstofunnnar voru að jafnaði um 40 loðdýrabú í rekstri á árunum 2008 til 2014 og voru sameiginlegar rekstrarniðurstöður þeirra réttu megin við núllið á þessu tímabili. Þau hafa hins vegar verið rekin með tapi á árunum 2014 til 2017 og tap þeirra nam um 150 milljónum króna í lok tímabilsins. „Tekjur þeirra námu 726 milljónum króna árið 2017 og 86% tekna mátti rekja til sölu loðdýraafurða. Gjöld námu 873 milljónum króna það ár og skiptust þau þannig: vöru- og hráefnisnotkun 376 m.kr. (43,1%), laun og launatengd gjöld 208 m.kr. (23,9%), annar rekstrarkostnaður 202 m.kr. (23,2%) og fyrningar 87 m.kr. (9,9%),“ eins og segir í útlistun Hagstofunnar.hagstofanSamhliða taprekstrinum fækkaði loðdýrabúum hratt. Þau voru um 30 talsins árið 2017 en hefur fækkað um rúman helming síðan. Greint var frá því í desember síðastliðnum að þau væru nú 13 talsins. Til samanburðar má nefna að á hátindi loðdýraræktar á Íslandi, á níunda áratug síðustu aldar, var fjöldi búa um 240. Þessi þróun var rakin til lægra verðs á minnkaskinnum í Bændablaðinu undir lok síðasta árs. Væri nú svo komið að um helmingi minna fengist fyrir hvert skinn en það kostar að framleiða það. Veiking krónunnar hafi þó hlaupið undir bagga með loðdýrabændum, sem engu að síður telja sig þurfa að njóta ríkisaðstoðar ef loðdýrarækt á ekki að leggjast af í landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson ræddi við loðdýrabónda i nóvember síðastliðnum, viðtal hans má sjá hér að neðan.
Landbúnaður Tengdar fréttir Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00