Mér leiðist Óttar Guðmundsson skrifar 16. mars 2019 09:30 Mig dreymdi á dögunum fyrstu geðlækna landsins, þá Þórð Sveinsson og Helga Tómasson. Þeir höfðu setið eina dagstund á bráðamóttöku geðdeildar og fylgst með starfseminni. „Geðlækningar hafa breyst mikið síðan við vorum við störf,“ sagði Helgi, „ég hef varla séð neina sjúkdóma sem ég þekki. Flestir eru að glíma við tilvistarvanda og tilgangsleysi.“ „Já,“ sagði Þórður, „hefur fólk ekkert annað og betra við tímann að gera en að velta fyrir sér eigin vanlíðan og búksorgum?“ „Getur það verið,“ sagði Helgi, „að stærsta vandamálið sé að fólki leiðist? Allt er svo erfitt og leiðinlegt. Vinnan er svo óspennandi að margir vilja komast á örorku. Hjónabandið er tóm leiðindi þar sem hjónin eru horfin inn í sitthvorn tölvuheiminn. Börnin grúfa sig ofan í símana og hafa engan áhuga á umhverfi sínu. Flestir tala saman í símskeytastíl á skilaboðakerfum. Margir segjast vera útbrunnir eins og gamall hlóðaeldur. Í öllum þessum allsnægtum og fjarskiptabyltingu er fólk að upplifa meiri einmanakennd en fátækur afdalabóndi í afskiptri sveit.“ „Eru leiðindi geðgreining?“ spurði Þórður. „Óbeint,“ sagði alvarlegur unglæknir sem sat á spjalli við þá. „Hvað gerið þið við öllum þessum leiðindum?“ „Við gefum fólki örvandi lyf svo að það geti einbeitt sér að sem flestum samskiptamiðlum samtímis. Svo gefum við þunglyndislyf, sefandi og róandi svo að fólk taki ekki eftir leiðindunum. Við leitum að einhverjum vandamálum í æsku sem mögulega geta skýrt hversu mjög fólki leiðist á fullorðinsárum.“ Þeir litu hvor á annan og sögðu: „Við erum farnir.“ Við það vaknaði ég með andfælum og skráði niður drauminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Mig dreymdi á dögunum fyrstu geðlækna landsins, þá Þórð Sveinsson og Helga Tómasson. Þeir höfðu setið eina dagstund á bráðamóttöku geðdeildar og fylgst með starfseminni. „Geðlækningar hafa breyst mikið síðan við vorum við störf,“ sagði Helgi, „ég hef varla séð neina sjúkdóma sem ég þekki. Flestir eru að glíma við tilvistarvanda og tilgangsleysi.“ „Já,“ sagði Þórður, „hefur fólk ekkert annað og betra við tímann að gera en að velta fyrir sér eigin vanlíðan og búksorgum?“ „Getur það verið,“ sagði Helgi, „að stærsta vandamálið sé að fólki leiðist? Allt er svo erfitt og leiðinlegt. Vinnan er svo óspennandi að margir vilja komast á örorku. Hjónabandið er tóm leiðindi þar sem hjónin eru horfin inn í sitthvorn tölvuheiminn. Börnin grúfa sig ofan í símana og hafa engan áhuga á umhverfi sínu. Flestir tala saman í símskeytastíl á skilaboðakerfum. Margir segjast vera útbrunnir eins og gamall hlóðaeldur. Í öllum þessum allsnægtum og fjarskiptabyltingu er fólk að upplifa meiri einmanakennd en fátækur afdalabóndi í afskiptri sveit.“ „Eru leiðindi geðgreining?“ spurði Þórður. „Óbeint,“ sagði alvarlegur unglæknir sem sat á spjalli við þá. „Hvað gerið þið við öllum þessum leiðindum?“ „Við gefum fólki örvandi lyf svo að það geti einbeitt sér að sem flestum samskiptamiðlum samtímis. Svo gefum við þunglyndislyf, sefandi og róandi svo að fólk taki ekki eftir leiðindunum. Við leitum að einhverjum vandamálum í æsku sem mögulega geta skýrt hversu mjög fólki leiðist á fullorðinsárum.“ Þeir litu hvor á annan og sögðu: „Við erum farnir.“ Við það vaknaði ég með andfælum og skráði niður drauminn.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun