Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Hörður Ægisson skrifar 13. mars 2019 08:30 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en félagið stefnir að skráningu í kauphöllina í Amsterdam. Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. Teleios Capital er áttundi stærsti hluthafi félagsins og er hlutur sjóðsins metinn á um átta milljarða króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, á sama tíma einnig bætt við sig um hálfs prósents hlut í Marel. Samanlagt á sjóðurinn í dag tæplega 2,7 prósenta hlut í Marel. Erlendir sjóðir hafa orðið mun umsvifameiri í hluthafahópi Marels á undanförnum mánuðum og misserum. Þann 13. febrúar síðastliðinn áttu alþjóðlegir fjárfestar samanlagt 9,9 prósenta hlut í félaginu, borið saman við aðeins 4,6 prósenta hlut á sama tíma árið 2018, en frá þeim tíma hafa sjóðir Smallcap og Teleios bætt við sig jafnvirði um tveggja prósenta hlutar. Alþjóðlegir fjárfestar eiga því núna orðið um tólf prósenta hlut í Marel. Hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis og íslenskir lífeyrissjóðir hafa á síðustu vikum einkum verið í hópi þeirra hluthafa sem hafa minnkað við hlut sinn í Marel. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða nemur hins vegar enn um 40 prósentum. Á aðalfundi í liðinni viku var greint frá því að stjórn Marels hefði ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa félagsins í Euronext-kauphöllina í Amsterdam samhliða skráningu á Íslandi. Fram kom í máli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, að tvíhliða skráning á alþjóðlegum markaði í erlendum gjaldmiðli gerði hlutabréf félagsins að áhugaverðum kosti sem hluta af kaupverði í mögulegum yfirtökum. Fimm alþjóðlegir bankar hefðu verið fengnir til ráðgjafar við skráninguna og sem umsjónaraðilar útboðs. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um nærri 30 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á 328 milljarða króna. Hlutabréfaverð Marels stóð í 480 krónum á hlut við lokun markaða í gær en gengi bréfa félagsins fór hæst í 505 krónur á miðvikudaginn í síðustu viku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. Teleios Capital er áttundi stærsti hluthafi félagsins og er hlutur sjóðsins metinn á um átta milljarða króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, á sama tíma einnig bætt við sig um hálfs prósents hlut í Marel. Samanlagt á sjóðurinn í dag tæplega 2,7 prósenta hlut í Marel. Erlendir sjóðir hafa orðið mun umsvifameiri í hluthafahópi Marels á undanförnum mánuðum og misserum. Þann 13. febrúar síðastliðinn áttu alþjóðlegir fjárfestar samanlagt 9,9 prósenta hlut í félaginu, borið saman við aðeins 4,6 prósenta hlut á sama tíma árið 2018, en frá þeim tíma hafa sjóðir Smallcap og Teleios bætt við sig jafnvirði um tveggja prósenta hlutar. Alþjóðlegir fjárfestar eiga því núna orðið um tólf prósenta hlut í Marel. Hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis og íslenskir lífeyrissjóðir hafa á síðustu vikum einkum verið í hópi þeirra hluthafa sem hafa minnkað við hlut sinn í Marel. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða nemur hins vegar enn um 40 prósentum. Á aðalfundi í liðinni viku var greint frá því að stjórn Marels hefði ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa félagsins í Euronext-kauphöllina í Amsterdam samhliða skráningu á Íslandi. Fram kom í máli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, að tvíhliða skráning á alþjóðlegum markaði í erlendum gjaldmiðli gerði hlutabréf félagsins að áhugaverðum kosti sem hluta af kaupverði í mögulegum yfirtökum. Fimm alþjóðlegir bankar hefðu verið fengnir til ráðgjafar við skráninguna og sem umsjónaraðilar útboðs. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um nærri 30 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á 328 milljarða króna. Hlutabréfaverð Marels stóð í 480 krónum á hlut við lokun markaða í gær en gengi bréfa félagsins fór hæst í 505 krónur á miðvikudaginn í síðustu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira