Samningsvilji en langt í land Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2019 06:00 Samingaviðræður við borð ríkissáttasemjara. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er enn langt í land,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, þrátt fyrir nýjan tón sem sleginn var hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti í gærkvöldi og standa í tvo daga var aflýst. Viðar segir að ef boðaðar verkfallsaðgerðir skili auknum samningsvilja og nýjum umræðugrundvelli, sé eðlilegt að aðgerðum sé slegið á frest til að ræða saman. Næstu aðgerðir VR og Eflingar hefjast að óbreyttu í næstu viku, og byrja á mánudag er strætóbílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða leggja niður störf á háannatímum á morgnana og síðdegis. Þær aðgerðir munu að óbreyttu standa alla virka daga í apríl. „Það hefur myndast grundvöllur fyrir gerð kjarasamnings og við munum láta á það reyna á næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Já ég skynja það þannig,“ segir Halldór inntur eftir því hvort hann finni aukinn samningsvilja hjá öllum félögunum. Aðspurður um samráð við bakland samningsaðila segir Halldór að unnið verði við borð ríkissáttasemjara á næstu dögum. „Við munum byrja á að útfæra þetta á vettvangi ríkissáttasemjara.“Halldór segir vinnu síðustu vikna munu nýtast í ferlinu næstu daga. „Aðalatriðið er að létta þeirri óvissu sem legið hefur eins og mara yfir samfélaginu öllu; sama hvort við lítum til loðnubrests eða tvísýnnar stöðu flugfélaga, stöðu hjá heimilum og stjórnendum fyrirtækja,“ segir Halldór. Fundum hjá ríkissáttasemjara var frestað tvívegis í upphafi vikunnar vegna óvissu um flugfélagið WOW. „Það má alveg hrósa stjórnvöldum fyrir þann vilja sem þau hafa sýnt til að liðka fyrir samningum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Rætt hafi verið bæði formlega og óformlega við stjórnvöld meðan á viðræðunum hefur staðið. Þeirra aðkoma kunni enn að ráða úrslitum en margt fleira þurfi að smella saman. Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa haft töluverð áhrif á þau fyrirtæki sem þær hafa náð til en samkvæmt útreikningum Samtaka ferðaþjónustunnar hefur hver dagur í verkfalli kostað umrædd fyrirtæki um 250 milljónir. Efling og VR höfðu boðað herta verkfallsvörslu vegna verkfalla sem nú hefur verið aflýst, bæði til að bregðast við við verkfallsbrotum og til að auka áhrif aðgerðanna. Þrátt fyrir að verkföllum í dag og á morgun hafi verið aflýst, standa aðrar boðaðar aðgerðir þangað til annað kemur í ljós. Viðar segir aðgerðaáætlun félaganna þaulskipulagða og árangursríka. „Það er ekki bara hert verkfallsvarsla sem hefur áhrif heldur einnig sú stigvaxandi pressa sem er í aðgerðunum. Við byrjuðum í verkfalli í einn dag. Verkföllin sem áttu að hefjast í dag áttu að standa í tvo daga. Boðað verkfall á þriðjudag er í þrjá daga,“ segir Viðar Þorsteinsson. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 „Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
„Það er enn langt í land,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, þrátt fyrir nýjan tón sem sleginn var hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti í gærkvöldi og standa í tvo daga var aflýst. Viðar segir að ef boðaðar verkfallsaðgerðir skili auknum samningsvilja og nýjum umræðugrundvelli, sé eðlilegt að aðgerðum sé slegið á frest til að ræða saman. Næstu aðgerðir VR og Eflingar hefjast að óbreyttu í næstu viku, og byrja á mánudag er strætóbílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða leggja niður störf á háannatímum á morgnana og síðdegis. Þær aðgerðir munu að óbreyttu standa alla virka daga í apríl. „Það hefur myndast grundvöllur fyrir gerð kjarasamnings og við munum láta á það reyna á næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Já ég skynja það þannig,“ segir Halldór inntur eftir því hvort hann finni aukinn samningsvilja hjá öllum félögunum. Aðspurður um samráð við bakland samningsaðila segir Halldór að unnið verði við borð ríkissáttasemjara á næstu dögum. „Við munum byrja á að útfæra þetta á vettvangi ríkissáttasemjara.“Halldór segir vinnu síðustu vikna munu nýtast í ferlinu næstu daga. „Aðalatriðið er að létta þeirri óvissu sem legið hefur eins og mara yfir samfélaginu öllu; sama hvort við lítum til loðnubrests eða tvísýnnar stöðu flugfélaga, stöðu hjá heimilum og stjórnendum fyrirtækja,“ segir Halldór. Fundum hjá ríkissáttasemjara var frestað tvívegis í upphafi vikunnar vegna óvissu um flugfélagið WOW. „Það má alveg hrósa stjórnvöldum fyrir þann vilja sem þau hafa sýnt til að liðka fyrir samningum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Rætt hafi verið bæði formlega og óformlega við stjórnvöld meðan á viðræðunum hefur staðið. Þeirra aðkoma kunni enn að ráða úrslitum en margt fleira þurfi að smella saman. Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa haft töluverð áhrif á þau fyrirtæki sem þær hafa náð til en samkvæmt útreikningum Samtaka ferðaþjónustunnar hefur hver dagur í verkfalli kostað umrædd fyrirtæki um 250 milljónir. Efling og VR höfðu boðað herta verkfallsvörslu vegna verkfalla sem nú hefur verið aflýst, bæði til að bregðast við við verkfallsbrotum og til að auka áhrif aðgerðanna. Þrátt fyrir að verkföllum í dag og á morgun hafi verið aflýst, standa aðrar boðaðar aðgerðir þangað til annað kemur í ljós. Viðar segir aðgerðaáætlun félaganna þaulskipulagða og árangursríka. „Það er ekki bara hert verkfallsvarsla sem hefur áhrif heldur einnig sú stigvaxandi pressa sem er í aðgerðunum. Við byrjuðum í verkfalli í einn dag. Verkföllin sem áttu að hefjast í dag áttu að standa í tvo daga. Boðað verkfall á þriðjudag er í þrjá daga,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 „Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45
„Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50