101 Fréttir: Ný íslensk tónlist, AirPods og Disney Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2019 16:30 Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni í 101 Fréttir, sem koma út á föstudögum. Útvarp 101 hópurinn byrjaði síðasta föstudag með það sem þau kalla 101 Fréttir. Uppleggið er að taka saman fréttir vikunnar á knappan og skemmtilegan máta. Tónlistarmaðurinn Logi Pedro heldur utan um dagskráliðinn og fjallar hann meðal annars að þessu sinni um nýju AirPods frá Apple, íslenska tónlist sem kom út í vikunni og um útgáfurisann Disney. Gefum Loga orðið:Úlfur Úlfur og KBE Allskonar frábær ný íslensk músík kom út núna í vikunni. Úlfur Úlfur gaf út lagið Hraði og fylgdi með geggjað myndband. Eins kom nýtt mixtape frá Huginn og Hnetunni en við fengum þá einmitt í heimsókn hingað í stúdíóið og vorum með geggjað viðtal við þá félaga. Í aðeins akústískari málum þá gaf Helgi Jónsson út frábæra plötu, Intelligentle, við mælum sterklega með henni.Nýir Airpods Apple tilkynnti seinni kynslóðina af sívinsælu AirPod heyrnartólunum sínum núna í vikunni. Heyrnartólin halda útliti sínu og fóru netheimar nokkurn veginn á hliðina þegar það kom í ljós að ekki yrði sjáanlegur munur á fyrstu og seinni kynslóðinni. Helsti munurinn á heyrnartólunum er að nú er hægt að hlaða þau þráðlaust.Disney stækkar veldið sitt Disney eignaðist kvikmynda og sjónvarpsrisann Fox núna í vikunni. Kaupverðið var 71 milljarður bandaríkjadollara og eru þetta ein stærstu viðskipti sögunnar í kvikmynda og sjónvarpsgeiranum. Þetta þýðir að Disney heldur nú utan um stjórnartaumana í allskyns sjónvarpsefni og kvikmyndaseríum. Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort að Disney stækki í kjölfarið Marvel heiminn og vilja sumir meina að Mikki mús og Simpsons fjölskyldan gæti kannski farið að birtast í næstu Marvel myndum. Apple Tónlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Útvarp 101 hópurinn byrjaði síðasta föstudag með það sem þau kalla 101 Fréttir. Uppleggið er að taka saman fréttir vikunnar á knappan og skemmtilegan máta. Tónlistarmaðurinn Logi Pedro heldur utan um dagskráliðinn og fjallar hann meðal annars að þessu sinni um nýju AirPods frá Apple, íslenska tónlist sem kom út í vikunni og um útgáfurisann Disney. Gefum Loga orðið:Úlfur Úlfur og KBE Allskonar frábær ný íslensk músík kom út núna í vikunni. Úlfur Úlfur gaf út lagið Hraði og fylgdi með geggjað myndband. Eins kom nýtt mixtape frá Huginn og Hnetunni en við fengum þá einmitt í heimsókn hingað í stúdíóið og vorum með geggjað viðtal við þá félaga. Í aðeins akústískari málum þá gaf Helgi Jónsson út frábæra plötu, Intelligentle, við mælum sterklega með henni.Nýir Airpods Apple tilkynnti seinni kynslóðina af sívinsælu AirPod heyrnartólunum sínum núna í vikunni. Heyrnartólin halda útliti sínu og fóru netheimar nokkurn veginn á hliðina þegar það kom í ljós að ekki yrði sjáanlegur munur á fyrstu og seinni kynslóðinni. Helsti munurinn á heyrnartólunum er að nú er hægt að hlaða þau þráðlaust.Disney stækkar veldið sitt Disney eignaðist kvikmynda og sjónvarpsrisann Fox núna í vikunni. Kaupverðið var 71 milljarður bandaríkjadollara og eru þetta ein stærstu viðskipti sögunnar í kvikmynda og sjónvarpsgeiranum. Þetta þýðir að Disney heldur nú utan um stjórnartaumana í allskyns sjónvarpsefni og kvikmyndaseríum. Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort að Disney stækki í kjölfarið Marvel heiminn og vilja sumir meina að Mikki mús og Simpsons fjölskyldan gæti kannski farið að birtast í næstu Marvel myndum.
Apple Tónlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira