Flóttafólk María Bjarnadóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Ég hef ekki gert vísindalega rannsókn á þessu en ég held að fólkið sem skrifar viðbjóð um útlendinga í íslenska kommentakerfið þekki engan sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Þegar hælisleitandinn er skólasystir barnanna eða umsækjandinn um alþjóðlegu verndina er samstarfsmaður frænda, verða til tengsl sem minna okkur á að þó þau séu flóttafólk eru þau fólk; alveg eins og við hin. Þau verða þá ekki bara hluti af andlitslausri tölfræði um brottvísanir og endursendingar, heldur hluti af samfélaginu okkar. Þá kemur kerfið okkar við okkur sjálf, ekki bara þau. Það getur verið óþægileg tilfinning. Það er fullt af umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi sem við kynnumst aldrei. Sögur þeirra eru kannski svæsnar, brosin ekki blíð. Fólk flýr heimaland sitt af ólíkum ástæðum. Sum vegna styrjalda sem við á Íslandi höfum mótmælt eða stutt, önnur vegna loftslagsbreytinganna sem börnin okkar mótmæla. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa dreymt um aðra framtíð en flóttamennsku. Samstaða með flóttafólki á Íslandi á til að litast af því hversu vel viðkomandi passar inn í ímynd okkar um duglega flóttamanninn. Það er auðvelt að standa með notalega leikskólakennaranum, en við þurfum líka að veita athygli unga manninum með sundurtættu sálina sem aldrei verður virkur á vinnumarkaði. Þess vegna þurfa reglur að vera almennar og málsmeðferð fyrirsjáanleg. Svo allir eigi séns á vernd, ekki bara þau sem eiga fjölmiðlavæna sögu. Svo hérna er almenn hvatning til Íslendinga; kynnist flóttafólki. Já, þetta á líka við ykkur í kommentakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki gert vísindalega rannsókn á þessu en ég held að fólkið sem skrifar viðbjóð um útlendinga í íslenska kommentakerfið þekki engan sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Þegar hælisleitandinn er skólasystir barnanna eða umsækjandinn um alþjóðlegu verndina er samstarfsmaður frænda, verða til tengsl sem minna okkur á að þó þau séu flóttafólk eru þau fólk; alveg eins og við hin. Þau verða þá ekki bara hluti af andlitslausri tölfræði um brottvísanir og endursendingar, heldur hluti af samfélaginu okkar. Þá kemur kerfið okkar við okkur sjálf, ekki bara þau. Það getur verið óþægileg tilfinning. Það er fullt af umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi sem við kynnumst aldrei. Sögur þeirra eru kannski svæsnar, brosin ekki blíð. Fólk flýr heimaland sitt af ólíkum ástæðum. Sum vegna styrjalda sem við á Íslandi höfum mótmælt eða stutt, önnur vegna loftslagsbreytinganna sem börnin okkar mótmæla. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa dreymt um aðra framtíð en flóttamennsku. Samstaða með flóttafólki á Íslandi á til að litast af því hversu vel viðkomandi passar inn í ímynd okkar um duglega flóttamanninn. Það er auðvelt að standa með notalega leikskólakennaranum, en við þurfum líka að veita athygli unga manninum með sundurtættu sálina sem aldrei verður virkur á vinnumarkaði. Þess vegna þurfa reglur að vera almennar og málsmeðferð fyrirsjáanleg. Svo allir eigi séns á vernd, ekki bara þau sem eiga fjölmiðlavæna sögu. Svo hérna er almenn hvatning til Íslendinga; kynnist flóttafólki. Já, þetta á líka við ykkur í kommentakerfinu.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun