Víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2019 07:45 Hlutfallslega færri nýbyggingar voru seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. vísir/vilhelm Víða um land er orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um fasteignamarkaðinn. Þá voru hlutfallslega færri nýbyggingar seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að 11 prósent viðskipta á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið vegna kaupa á nýbyggingum samanborið við 16 prósent viðskipta mánuðinn á undan. Þar sem nýbyggingar eru alla jafna dýrari en eldri íbúðir gæti hlutfallslega minni sala þeirra í febrúar skýrt lækkun á vísitölu íbúðaverðs á milli mánaða. Sé hins vegar litið til svæða utan höfuðborgarsvæðisins sést að sala nýbygginga eykst, eða eins og segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs: „Það sem af er ári hafa 120 nýbyggingar verið seldar á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar seldust 276 nýjar íbúðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018. Á ákveðnum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins er þróunin önnur. Í febrúar voru 24% íbúðaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins vegna nýbygginga og það sem af er ári hafa 119 nýbyggingar selst þar, í samanburði við 83 fyrir ári síðan. Hlutfallsleg aukning varð mest í Reykjanesbæ og Hveragerði.“ Þá er víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð: „Einfaldur samanburður á þróun kaup- og leiguverðs þriggja herbergja íbúða víðsvegar um land sýnir að almennt séð hefur orðið ívið hagstæðara að leigja en kaupa síðustu ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Á síðasta ári gaf samspil kaup- og leiguverðs til kynna að það tæki 16 ár fyrir leigugreiðslur að greiða upp kaupverð þriggja herbergja íbúðar á Akranesi og Kópavogi. Styttri tíma tæki það í Reykjanesbæ og austurhluta Reykjavíkur eða um 13 ár.“ Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gefa síðan góða mynd af ólíkri stöðu húsnæðismála: „Flest sveitarfélög landsins eru annað hvort búin að birta eða komin vel á veg með gerð húsnæðisáætlunar. Áætlanirnar gefa greinargóða mynd af stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Af þeim má m.a. sjá að á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu sveitarfélögum landsins er þörf fyrir hentugt húsnæði fyrir tekju- og eignalága og þörf á smærri íbúðum fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Í öðrum sveitarfélögum eru áskoranirnar af ýmsum toga og felast meðal annars í misvægi milli byggingarkostnaðar á nýju íbúðarhúsnæði og markaðsverði þess.“Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Víða um land er orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um fasteignamarkaðinn. Þá voru hlutfallslega færri nýbyggingar seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að 11 prósent viðskipta á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið vegna kaupa á nýbyggingum samanborið við 16 prósent viðskipta mánuðinn á undan. Þar sem nýbyggingar eru alla jafna dýrari en eldri íbúðir gæti hlutfallslega minni sala þeirra í febrúar skýrt lækkun á vísitölu íbúðaverðs á milli mánaða. Sé hins vegar litið til svæða utan höfuðborgarsvæðisins sést að sala nýbygginga eykst, eða eins og segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs: „Það sem af er ári hafa 120 nýbyggingar verið seldar á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar seldust 276 nýjar íbúðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018. Á ákveðnum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins er þróunin önnur. Í febrúar voru 24% íbúðaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins vegna nýbygginga og það sem af er ári hafa 119 nýbyggingar selst þar, í samanburði við 83 fyrir ári síðan. Hlutfallsleg aukning varð mest í Reykjanesbæ og Hveragerði.“ Þá er víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð: „Einfaldur samanburður á þróun kaup- og leiguverðs þriggja herbergja íbúða víðsvegar um land sýnir að almennt séð hefur orðið ívið hagstæðara að leigja en kaupa síðustu ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Á síðasta ári gaf samspil kaup- og leiguverðs til kynna að það tæki 16 ár fyrir leigugreiðslur að greiða upp kaupverð þriggja herbergja íbúðar á Akranesi og Kópavogi. Styttri tíma tæki það í Reykjanesbæ og austurhluta Reykjavíkur eða um 13 ár.“ Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gefa síðan góða mynd af ólíkri stöðu húsnæðismála: „Flest sveitarfélög landsins eru annað hvort búin að birta eða komin vel á veg með gerð húsnæðisáætlunar. Áætlanirnar gefa greinargóða mynd af stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Af þeim má m.a. sjá að á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu sveitarfélögum landsins er þörf fyrir hentugt húsnæði fyrir tekju- og eignalága og þörf á smærri íbúðum fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Í öðrum sveitarfélögum eru áskoranirnar af ýmsum toga og felast meðal annars í misvægi milli byggingarkostnaðar á nýju íbúðarhúsnæði og markaðsverði þess.“Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira