ÍSEXIT? Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. apríl 2019 07:00 Einokunarsinnar allra flokka hafa nú sameinast og berjast gegn innleiðingu 3. orkupakkans. Í fararbroddi eru gömlu valdakarlarnir sem færðu okkur einokunarkerfin í landbúnaði og sjávarútvegi og stóriðjustefnuna þar sem alþjóðlegir auðhringir fá orkuna úr fallvötnum okkar á gjafverði. Þetta eru ráðamennirnir sem tala um samfélagið okkar sem „ógeðslegt þjóðfélag“ þar sem allt snúist um völd og ekki séu til neinar hugsjónir. Þeim finnst það jafngilda fullveldisafsali þegar þeir ráða ekki öllu sjálfir. Þeir kalla það landráð að hugsanleg ágreiningsmál í hugsanlegum viðskiptum milli landa séu útkljáð af alþjóðlegum stofnunum á borð við Mannréttindadómstólinn og EFTA-dómstólinn sem dæmdi Íslendingum í hag í Icesave-málinu. Álitamálin kringum 3. orkupakkann eru bundin því að einn góðan veðurdag komi til þess að íslensk orka verði hugsanlega einhvern tímann seld til útlanda gegnum hugsanlegan sæstreng – sem er með öllu óvíst. Og þyrfti sérstakt samþykki Alþingis til. Erfitt er hins vegar að átta sig á því hvers vegna viðskipti með orku eru svo miklu skelfilegri en til dæmis sala á lambakjöti: enginn talar um að við missum yfirráðin yfir íslenska lambakjötinu þegar við seljum það. Við verðum bara dauðfegin. Öllu skiptir að íslenska þjóðin eigi sjálf auðlindir sínar og orkuveitur á borð við Landsvirkjun. Sé þetta tryggt í lögum – eins og nýja stjórnarskráin gerir: af hverju má þá ekki selja hæstbjóðanda (að uppfylltum grænum skilyrðum) þær afurðir sem þessar auðlindir veita? Hér býr fleira undir en fölskvalaus ættjarðarást. Einangrunarsinnarnir sjá hér tækifæri til að stuðla að útgöngu Íslands úr EES, jafnvel EFTA. Stóri draumurinn er að skapa sérstakt ís-exit. Í samskiptum okkar við umheiminn eigum við að minnsta kosti aldrei að hafa að leiðarljósi tröllasögur og heimóttarskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Einokunarsinnar allra flokka hafa nú sameinast og berjast gegn innleiðingu 3. orkupakkans. Í fararbroddi eru gömlu valdakarlarnir sem færðu okkur einokunarkerfin í landbúnaði og sjávarútvegi og stóriðjustefnuna þar sem alþjóðlegir auðhringir fá orkuna úr fallvötnum okkar á gjafverði. Þetta eru ráðamennirnir sem tala um samfélagið okkar sem „ógeðslegt þjóðfélag“ þar sem allt snúist um völd og ekki séu til neinar hugsjónir. Þeim finnst það jafngilda fullveldisafsali þegar þeir ráða ekki öllu sjálfir. Þeir kalla það landráð að hugsanleg ágreiningsmál í hugsanlegum viðskiptum milli landa séu útkljáð af alþjóðlegum stofnunum á borð við Mannréttindadómstólinn og EFTA-dómstólinn sem dæmdi Íslendingum í hag í Icesave-málinu. Álitamálin kringum 3. orkupakkann eru bundin því að einn góðan veðurdag komi til þess að íslensk orka verði hugsanlega einhvern tímann seld til útlanda gegnum hugsanlegan sæstreng – sem er með öllu óvíst. Og þyrfti sérstakt samþykki Alþingis til. Erfitt er hins vegar að átta sig á því hvers vegna viðskipti með orku eru svo miklu skelfilegri en til dæmis sala á lambakjöti: enginn talar um að við missum yfirráðin yfir íslenska lambakjötinu þegar við seljum það. Við verðum bara dauðfegin. Öllu skiptir að íslenska þjóðin eigi sjálf auðlindir sínar og orkuveitur á borð við Landsvirkjun. Sé þetta tryggt í lögum – eins og nýja stjórnarskráin gerir: af hverju má þá ekki selja hæstbjóðanda (að uppfylltum grænum skilyrðum) þær afurðir sem þessar auðlindir veita? Hér býr fleira undir en fölskvalaus ættjarðarást. Einangrunarsinnarnir sjá hér tækifæri til að stuðla að útgöngu Íslands úr EES, jafnvel EFTA. Stóri draumurinn er að skapa sérstakt ís-exit. Í samskiptum okkar við umheiminn eigum við að minnsta kosti aldrei að hafa að leiðarljósi tröllasögur og heimóttarskap.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun