Ræður kylfa kasti? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Þegar WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta voru félaginu skipaðir skiptastjórar eins og venja er. Vegna umfangs skiptanna voru tveir skipaðir í stað eins. Samkvæmt gjaldþrotalögum er það á forræði héraðsdómara að skipa skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að skiptastjóri sé opinber sýslumaður meðan á skiptum stendur. Með öðrum orðum fer skiptastjóri því með opinbert vald, en ekki eru þó gerðar aðrar kröfur en að viðkomandi uppfylli almennar hæfiskröfur. Að öðru leyti er ferlið við skipan dómara fullkomlega ógagnsætt og eiginlega óskiljanlegt fyrir þá sem standa utan við kerfið. Nú er ekki ofsagt að annar þeirra manna sem skipaðir voru yfir bú WOW air er umdeildur. Hann stýrir nú þegar skiptum á stóru þrotabúi og er þeim skiptum ólokið. Sú staðreynd ein ætti að vekja upp spurningar um hvort sami maður hafi einfaldlega tíma til að sinna hvoru tveggja. Við það bætist svo að kröfuhafar í það bú hafa fundið að störfum skiptastjórans, og meðal annars þeirri þóknun sem hann hafi tekið sér. Formaður félags kvenna í lögmennsku hefur sagt þóknunina „einsdæmi“. Því þarf varla að velta málinu lengi fyrir sér til að komast að þeirri niðurstöðu að skipan skiptastjóra yfir þrotabú WOW air orki í besta falli tvímælis. Þegar skýringa er leitað hjá þeim héraðsdómara sem hafði umsjón með skipuninni er hins vegar fátt um svör. Um sé að ræða óskráð grundvallarsjónarmið sem lögð eru til grundvallar. Ekki er að sjá af upptalningunni að þau ættu að leiða til þess að skiptastjóranum nýskipaða ætti að vera falið svo veigamikið verkefni. Þannig telur héraðsdómarinn að æskilegt sé að skiptastjóri hafi þannig umgjörð að geta leitað sér aðstoðar ef þörf krefur. Þess vegna sé frekar leitað til stærri lögmannsstofa. Skiptastjórinn Sveinn Andri er einyrki. Í kjölfar bankahrunsins var tilfinningin sú að þá skiptastjóra sem fengnir voru til verksins skorti nauðsynlega sérþekkingu á verkefninu. Frekar væri um að ræða lögmenn sem voru á réttum stað á réttum tíma og duttu í lukkupottinn. Svo virðist sem sama sé uppi á teningnum við skipti WOW air, að minnsta kosti ef við trúum útskýringum héraðsdómarans. En hvernig má það vera að dómstólar láti nánast kylfu ráða kasti við skipan í svo mikilvæg embætti? Eru slík vinnubrögð ekki til þess fallin að kasta rýrð á dómstólana sjálfa? Auðvitað. Ferlið á að vera eins formlegt og gagnsætt og frekast er unnt líkt og skiptastjórinn hefur sjálfur ítrekað bent á í öðrum málum sem dómstólum tengjast, til dæmis við skipan dómara við Landsrétt. Og umfram allt, hafið yfir allan vafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta voru félaginu skipaðir skiptastjórar eins og venja er. Vegna umfangs skiptanna voru tveir skipaðir í stað eins. Samkvæmt gjaldþrotalögum er það á forræði héraðsdómara að skipa skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að skiptastjóri sé opinber sýslumaður meðan á skiptum stendur. Með öðrum orðum fer skiptastjóri því með opinbert vald, en ekki eru þó gerðar aðrar kröfur en að viðkomandi uppfylli almennar hæfiskröfur. Að öðru leyti er ferlið við skipan dómara fullkomlega ógagnsætt og eiginlega óskiljanlegt fyrir þá sem standa utan við kerfið. Nú er ekki ofsagt að annar þeirra manna sem skipaðir voru yfir bú WOW air er umdeildur. Hann stýrir nú þegar skiptum á stóru þrotabúi og er þeim skiptum ólokið. Sú staðreynd ein ætti að vekja upp spurningar um hvort sami maður hafi einfaldlega tíma til að sinna hvoru tveggja. Við það bætist svo að kröfuhafar í það bú hafa fundið að störfum skiptastjórans, og meðal annars þeirri þóknun sem hann hafi tekið sér. Formaður félags kvenna í lögmennsku hefur sagt þóknunina „einsdæmi“. Því þarf varla að velta málinu lengi fyrir sér til að komast að þeirri niðurstöðu að skipan skiptastjóra yfir þrotabú WOW air orki í besta falli tvímælis. Þegar skýringa er leitað hjá þeim héraðsdómara sem hafði umsjón með skipuninni er hins vegar fátt um svör. Um sé að ræða óskráð grundvallarsjónarmið sem lögð eru til grundvallar. Ekki er að sjá af upptalningunni að þau ættu að leiða til þess að skiptastjóranum nýskipaða ætti að vera falið svo veigamikið verkefni. Þannig telur héraðsdómarinn að æskilegt sé að skiptastjóri hafi þannig umgjörð að geta leitað sér aðstoðar ef þörf krefur. Þess vegna sé frekar leitað til stærri lögmannsstofa. Skiptastjórinn Sveinn Andri er einyrki. Í kjölfar bankahrunsins var tilfinningin sú að þá skiptastjóra sem fengnir voru til verksins skorti nauðsynlega sérþekkingu á verkefninu. Frekar væri um að ræða lögmenn sem voru á réttum stað á réttum tíma og duttu í lukkupottinn. Svo virðist sem sama sé uppi á teningnum við skipti WOW air, að minnsta kosti ef við trúum útskýringum héraðsdómarans. En hvernig má það vera að dómstólar láti nánast kylfu ráða kasti við skipan í svo mikilvæg embætti? Eru slík vinnubrögð ekki til þess fallin að kasta rýrð á dómstólana sjálfa? Auðvitað. Ferlið á að vera eins formlegt og gagnsætt og frekast er unnt líkt og skiptastjórinn hefur sjálfur ítrekað bent á í öðrum málum sem dómstólum tengjast, til dæmis við skipan dómara við Landsrétt. Og umfram allt, hafið yfir allan vafa.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun