Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 12:57 Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. BSRB Nýundirritaðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum slá tóninn fyrir það sem koma skal í samningum hjá hinu opinbera. Formaður BSRB segir þau gera svipaðar kröfur um launahækkanir og gengu í gegn á almenna markaðnum. Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Eins og kunnugt er voru róttækar breytingar í gerð samninga að þessu sinni milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og Félags verslunarmanna hins vegar. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir nýju kjarasamningana fela í sér bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta séu stór tímamót á vinnumarkaði. Samningaviðræður séu hafnar hjá þeim og nú muni þunginn aukast og horft til samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Þetta rýmar mjög við stefnu BSRB. Megin áherslurnar okkar, hjá aðildarfélögunum, eru að tryggja það að þeir sem hafa minnst á milli handanna geti lifað á laununum sínum og styttingu vinnuvikunnar,“ segir hún. Getur opinberi markaðurinn farið í svipaðar launahækkanir? „Það verður auðvitað aldrei þannig að samið er um lægri laun á opinberum vinnumarkaði en almennum. Þannig að við gerum fastlega ráð fyrir því já,“ segir hún um kröfur sinna aðildarfélaga.Leiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þar sem Lífskjarasamningur 2019-2022 var kynntur.Vísir/VilhelmSamningar um launaliðinn slá tóninn Hún segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað, en nú séu komnar forsendur til að setja aukna hörku í að samningar náist. „Það hefur hins vegar verið lögðáhersla á að klára þetta hratt og vel og að samningur taki við af samningi. Það tókst ekki íþetta sinn en núna verður lagður aukinn þungi í viðræðurnar.“ Hún segir það auðvitað slá tóninn hvernig launaliðurinn er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það hefur áhrif á viðræðurnar hjá okkur,“ segir hún. Í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér upp úr hádegi segir að bandalagið hafi tekið þátt í umræðu við stjórnvöld upp á síðkastið. Í þeim samningum sem undirritaðir voru í gær sé bersýnlegt að tekið hafi verið tillit til áherslna BSRB. „Við fögnum því auðvitað að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem BSRB hefur haldið á lofti í samtalinu við stjórnvöld vegna kjarasamninga á almenna markaðinum. Það er þó alveg skýrt í okkar huga að samtalið verður að halda áfram samhliða okkar kjarasamningsgerð,“ segir Sonja. Þar kemur einnig fram að það sé fagnaðarefni að fæðingarorlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12 eins og BSRB hafi barist fyrir árum saman. Einnig að framlög til að stuðla að uppbyggingu íbúðafélaga líkt og Bjargs, íbúðafélags ASÍ og BSRB, verði aukin og unnið verði út frá tillögum átakshóps um húsnæðismál. Húsnæðismál Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Nýundirritaðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum slá tóninn fyrir það sem koma skal í samningum hjá hinu opinbera. Formaður BSRB segir þau gera svipaðar kröfur um launahækkanir og gengu í gegn á almenna markaðnum. Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Eins og kunnugt er voru róttækar breytingar í gerð samninga að þessu sinni milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og Félags verslunarmanna hins vegar. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir nýju kjarasamningana fela í sér bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta séu stór tímamót á vinnumarkaði. Samningaviðræður séu hafnar hjá þeim og nú muni þunginn aukast og horft til samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Þetta rýmar mjög við stefnu BSRB. Megin áherslurnar okkar, hjá aðildarfélögunum, eru að tryggja það að þeir sem hafa minnst á milli handanna geti lifað á laununum sínum og styttingu vinnuvikunnar,“ segir hún. Getur opinberi markaðurinn farið í svipaðar launahækkanir? „Það verður auðvitað aldrei þannig að samið er um lægri laun á opinberum vinnumarkaði en almennum. Þannig að við gerum fastlega ráð fyrir því já,“ segir hún um kröfur sinna aðildarfélaga.Leiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þar sem Lífskjarasamningur 2019-2022 var kynntur.Vísir/VilhelmSamningar um launaliðinn slá tóninn Hún segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað, en nú séu komnar forsendur til að setja aukna hörku í að samningar náist. „Það hefur hins vegar verið lögðáhersla á að klára þetta hratt og vel og að samningur taki við af samningi. Það tókst ekki íþetta sinn en núna verður lagður aukinn þungi í viðræðurnar.“ Hún segir það auðvitað slá tóninn hvernig launaliðurinn er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það hefur áhrif á viðræðurnar hjá okkur,“ segir hún. Í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér upp úr hádegi segir að bandalagið hafi tekið þátt í umræðu við stjórnvöld upp á síðkastið. Í þeim samningum sem undirritaðir voru í gær sé bersýnlegt að tekið hafi verið tillit til áherslna BSRB. „Við fögnum því auðvitað að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem BSRB hefur haldið á lofti í samtalinu við stjórnvöld vegna kjarasamninga á almenna markaðinum. Það er þó alveg skýrt í okkar huga að samtalið verður að halda áfram samhliða okkar kjarasamningsgerð,“ segir Sonja. Þar kemur einnig fram að það sé fagnaðarefni að fæðingarorlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12 eins og BSRB hafi barist fyrir árum saman. Einnig að framlög til að stuðla að uppbyggingu íbúðafélaga líkt og Bjargs, íbúðafélags ASÍ og BSRB, verði aukin og unnið verði út frá tillögum átakshóps um húsnæðismál.
Húsnæðismál Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira