Ráðherrann á róli en SI kvarta undan RÚV Ari Brynjólfsson skrifar 4. apríl 2019 06:00 Landsmenn geta farið að hlakka til að sjá Ólaf Darra Ólafsson í hlutverki forsætisráðherra á skjánum innan skamms. FBL/Sigtryggur Ari Samningar RÚV við Sagafilm og aðra framleiðendur um fjármögnun verkefna eru í góðum farvegi, segir Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV. Á það einnig við um sjónvarpsþættina Ráðherrann með Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki. Samningar um fjármögnun þáttanna af hálfu RÚV eru nú á lokametrunum. Greint var frá því í síðustu viku að tökur á þáttunum væru í uppnámi vegna samningsskilmála RÚV. Samkvæmt lögfræðiáliti sem gert var fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins stangast skilmálarnir á við reglur um Evrópustyrki og reglur um endurgreiðslur á Íslandi. Birgir segir RÚV að sjálfsögðu fara eftir lögum og reglum. „Við kappkostum að tryggja að þegar RÚV leggur framleiðslu til fjármagn og verkefnið skilar hagnaði erlendis, þá renni allur ávinningur, sem RÚV á tilkall til, til frekari framleiðslu leikins efnis. Slíkt eflir íslenska kvikmyndagerð enn frekar, stuðlar að sjálfbærni og ábyrgri meðferð á opinberu fé.“ Segir hann það rangt í lögfræðiálitinu að framlag RÚV til kaupa eða meðframleiðslu á efni séu opinberir styrkir, samkvæmt lögum hafi RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV sé undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, segir samskiptin við RÚV erfið. „Við höfum síðastliðið ár leitað eftir svörum frá RÚV á útfærslu þeirra sem meðframleiðanda án þess að fá fullnægjandi svör við þeim álitaefnum sem við höfum sett fram. Samningagerðin, sem þjónar hagsmunum RÚV, er á kostnað sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda þar sem RÚV hefur krafist stærri hlutdeildar í verkefnum en þátttaka þeirra gefur tilefni til.“ Lögfræðiálitið sé skýrt um að útfærsla RÚV á hlutverki sínu sem framleiðanda geti sett fjármögnunarkerfi sjálfstæðra framleiðenda í uppnám. „Þá er umhugsunarefni hvort RÚV sé komið í auknum mæli í samkeppnisrekstur, líkt og á auglýsingamarkaði, og má því velta fyrir sér hvort þessi angi rekstursins eigi ekki heima í sérstöku dótturfélagi.“ RÚV fékk fimm ára frest árið 2013 til að setja samkeppnisrekstur í dótturfélög en ekkert bólar á þeim. Ríkisendurskoðun er nú að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV, þá fyrstu í 24 ár, þar verður meðal annars litið til samkeppnisreksturs. Sigríður staðfestir að SI hafi óskað eftir því að þessi atriði verði tekin til meðferðar. Samkvæmt þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins er það hlutverk RÚV að styrkja sjálfstæða sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerð með því að kaupa efni eða gerast meðframleiðandi. Á RÚV að verja 11 prósentum af heildartekjum sínum til þess í ár. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að RÚV hagnist á því að gerast meðframleiðandi, til dæmis ef þáttaröð er seld á erlendan markað og hagnaður myndast. Sigríður telur að mestu skipti að greiða úr þeirri óvissu sem útfærsla RÚV á þessu hlutverki hefur skapað varðandi aðra fjármögnunarmöguleika sjálfstæðra framleiðenda. „RÚV er í mjög sterkri stöðu á þessum markaði og teljum við hlutverk þeirra sem meðframleiðanda ganga of langt miðað við að um er að ræða opinbert félag.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrann í uppnámi Áætlaður framleiðslukostnaður þáttanna er um 675 milljónir króna. 28. mars 2019 06:00 Búast við miklu af andlega veikum forsætisráðherra Breskt dreifingarfyrirtæki tryggir sér réttinn að Ráðherranum. 21. mars 2019 08:56 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Samningar RÚV við Sagafilm og aðra framleiðendur um fjármögnun verkefna eru í góðum farvegi, segir Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV. Á það einnig við um sjónvarpsþættina Ráðherrann með Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki. Samningar um fjármögnun þáttanna af hálfu RÚV eru nú á lokametrunum. Greint var frá því í síðustu viku að tökur á þáttunum væru í uppnámi vegna samningsskilmála RÚV. Samkvæmt lögfræðiáliti sem gert var fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins stangast skilmálarnir á við reglur um Evrópustyrki og reglur um endurgreiðslur á Íslandi. Birgir segir RÚV að sjálfsögðu fara eftir lögum og reglum. „Við kappkostum að tryggja að þegar RÚV leggur framleiðslu til fjármagn og verkefnið skilar hagnaði erlendis, þá renni allur ávinningur, sem RÚV á tilkall til, til frekari framleiðslu leikins efnis. Slíkt eflir íslenska kvikmyndagerð enn frekar, stuðlar að sjálfbærni og ábyrgri meðferð á opinberu fé.“ Segir hann það rangt í lögfræðiálitinu að framlag RÚV til kaupa eða meðframleiðslu á efni séu opinberir styrkir, samkvæmt lögum hafi RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV sé undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, segir samskiptin við RÚV erfið. „Við höfum síðastliðið ár leitað eftir svörum frá RÚV á útfærslu þeirra sem meðframleiðanda án þess að fá fullnægjandi svör við þeim álitaefnum sem við höfum sett fram. Samningagerðin, sem þjónar hagsmunum RÚV, er á kostnað sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda þar sem RÚV hefur krafist stærri hlutdeildar í verkefnum en þátttaka þeirra gefur tilefni til.“ Lögfræðiálitið sé skýrt um að útfærsla RÚV á hlutverki sínu sem framleiðanda geti sett fjármögnunarkerfi sjálfstæðra framleiðenda í uppnám. „Þá er umhugsunarefni hvort RÚV sé komið í auknum mæli í samkeppnisrekstur, líkt og á auglýsingamarkaði, og má því velta fyrir sér hvort þessi angi rekstursins eigi ekki heima í sérstöku dótturfélagi.“ RÚV fékk fimm ára frest árið 2013 til að setja samkeppnisrekstur í dótturfélög en ekkert bólar á þeim. Ríkisendurskoðun er nú að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV, þá fyrstu í 24 ár, þar verður meðal annars litið til samkeppnisreksturs. Sigríður staðfestir að SI hafi óskað eftir því að þessi atriði verði tekin til meðferðar. Samkvæmt þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins er það hlutverk RÚV að styrkja sjálfstæða sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerð með því að kaupa efni eða gerast meðframleiðandi. Á RÚV að verja 11 prósentum af heildartekjum sínum til þess í ár. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að RÚV hagnist á því að gerast meðframleiðandi, til dæmis ef þáttaröð er seld á erlendan markað og hagnaður myndast. Sigríður telur að mestu skipti að greiða úr þeirri óvissu sem útfærsla RÚV á þessu hlutverki hefur skapað varðandi aðra fjármögnunarmöguleika sjálfstæðra framleiðenda. „RÚV er í mjög sterkri stöðu á þessum markaði og teljum við hlutverk þeirra sem meðframleiðanda ganga of langt miðað við að um er að ræða opinbert félag.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrann í uppnámi Áætlaður framleiðslukostnaður þáttanna er um 675 milljónir króna. 28. mars 2019 06:00 Búast við miklu af andlega veikum forsætisráðherra Breskt dreifingarfyrirtæki tryggir sér réttinn að Ráðherranum. 21. mars 2019 08:56 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ráðherrann í uppnámi Áætlaður framleiðslukostnaður þáttanna er um 675 milljónir króna. 28. mars 2019 06:00
Búast við miklu af andlega veikum forsætisráðherra Breskt dreifingarfyrirtæki tryggir sér réttinn að Ráðherranum. 21. mars 2019 08:56