Einar Andri: Arnór er frábær markvörður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2019 22:22 Einar Andri og félagar unnu langþráðan sigur í kvöld. vísir/eyþór Það blés ekki byrlega fyrir Aftureldingu í upphafi seinni hálfleiks gegn Fram í kvöld. Mosfellingar lentu sex mörkum undir og voru komnir með bakið upp við vegg. En þá loksins byrjuðu þeir að spila almennilega og nógu vel til að landa sigri, 29-26. „Fyrst og síðast breyttist hugarfarið. Menn fóru að hafa gaman að þessu. Við fengum ekki neina markvörslu í fyrri hálfleik og vörnin var heldur ekki góð. Svo small það og þá kom þetta. Við höfum verið í brekku og kannski hefur það haft einhver áhrif,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. Mosfellingum hefur ekki gengið vel að undanförnu og voru án sigurs í fimm leikjum fyrir leikinn í kvöld. Einar Andri segir að í ljósi þess hafa verið sérstaklega mikilvægt að klára leikinn í kvöld. „Engin spurning. Við höfum spilað vel í mörgum leikjum eftir jól þótt uppskeran hafi verið rýr. Við höfum átt mjög erfiða leiki en þetta gefur okkur sjálfstraust. Það hefur vantað upp á það,“ sagði Einar Andri. Hann var að vonum ánægður með frammistöðu Arnórs Freys Stefánssonar í marki Aftureldingar í seinni hálfleiknum. Þá skellti hann í lás og varði rúman helming þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þegar vörnin hefur verið góð hefur hann skilað 40% markvörslu. Það er mín og strákanna í vörninni að sjá til þess að hún virki. Arnór er frábær markvörður, einn sá allra besti í deildinni og hefur sýnt það í allan vetur,“ sagði Einar Andri að endingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-26 | Langþráður sigur Mosfellinga Þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks vann Afturelding góðan sigur á Fram. 3. apríl 2019 22:00 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Það blés ekki byrlega fyrir Aftureldingu í upphafi seinni hálfleiks gegn Fram í kvöld. Mosfellingar lentu sex mörkum undir og voru komnir með bakið upp við vegg. En þá loksins byrjuðu þeir að spila almennilega og nógu vel til að landa sigri, 29-26. „Fyrst og síðast breyttist hugarfarið. Menn fóru að hafa gaman að þessu. Við fengum ekki neina markvörslu í fyrri hálfleik og vörnin var heldur ekki góð. Svo small það og þá kom þetta. Við höfum verið í brekku og kannski hefur það haft einhver áhrif,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. Mosfellingum hefur ekki gengið vel að undanförnu og voru án sigurs í fimm leikjum fyrir leikinn í kvöld. Einar Andri segir að í ljósi þess hafa verið sérstaklega mikilvægt að klára leikinn í kvöld. „Engin spurning. Við höfum spilað vel í mörgum leikjum eftir jól þótt uppskeran hafi verið rýr. Við höfum átt mjög erfiða leiki en þetta gefur okkur sjálfstraust. Það hefur vantað upp á það,“ sagði Einar Andri. Hann var að vonum ánægður með frammistöðu Arnórs Freys Stefánssonar í marki Aftureldingar í seinni hálfleiknum. Þá skellti hann í lás og varði rúman helming þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þegar vörnin hefur verið góð hefur hann skilað 40% markvörslu. Það er mín og strákanna í vörninni að sjá til þess að hún virki. Arnór er frábær markvörður, einn sá allra besti í deildinni og hefur sýnt það í allan vetur,“ sagði Einar Andri að endingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-26 | Langþráður sigur Mosfellinga Þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks vann Afturelding góðan sigur á Fram. 3. apríl 2019 22:00 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-26 | Langþráður sigur Mosfellinga Þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks vann Afturelding góðan sigur á Fram. 3. apríl 2019 22:00