Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:19 Jón Þór Birgisson, Jónsi, söngvari Sigur Rósar. Getty/Stefan Hoederath Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. Áður hafði Jón Þór verið ákærður fyrir brot upp á 43 milljónir króna og nema meint brot því nú samtals 190 milljónum. RÚV greinir frá en nýja ákæran var lögð fram við þingfestingu skattsvikamáls Sigur Rósar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að ákæran varðaði Jón Þór og félag í hans eigu, Frakk slf. RÚV hefur upp úr ákæru að Jóni Þór og Gunnari sé gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattaframtölum vegna gjaldáranna 2011 til 2015. Þeim hafi á þessu tímabili láðst að telja fram rekstrartekjur félagsins sem námu rúmum 700 milljónum króna. Vísir hefur óskað eftir ákærunni. Jón Þór kvaðst ekki hafa séð ákæruna þegar dómari innti hann eftir því í héraðsdómi í morgun, þar sem skattsvikamál hans, endurskoðandans og þriggja annarra meðlima Sigur Rósar var þingfest. Jón Þór sagðist fyrir dómi í dag bæði saklaus af nýju ákærunni og þeirri sem áður hafði verið gefin út á hendur honum. Í þeirri síðarnefndu er Jóni Þór gefið að sök að hafa ekki greitt tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Hinir liðsmenn Sigur Rósar, Georg Holm bassaleikari Kjartan Sveinsson fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari neituðu allir sök í sínum skattalagabrotamálum fyrir dómi í dag. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun en fram kom fyrir dómi að hann hafi neitað sök í skýrslutöku hjá lögreglu. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. Áður hafði Jón Þór verið ákærður fyrir brot upp á 43 milljónir króna og nema meint brot því nú samtals 190 milljónum. RÚV greinir frá en nýja ákæran var lögð fram við þingfestingu skattsvikamáls Sigur Rósar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að ákæran varðaði Jón Þór og félag í hans eigu, Frakk slf. RÚV hefur upp úr ákæru að Jóni Þór og Gunnari sé gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattaframtölum vegna gjaldáranna 2011 til 2015. Þeim hafi á þessu tímabili láðst að telja fram rekstrartekjur félagsins sem námu rúmum 700 milljónum króna. Vísir hefur óskað eftir ákærunni. Jón Þór kvaðst ekki hafa séð ákæruna þegar dómari innti hann eftir því í héraðsdómi í morgun, þar sem skattsvikamál hans, endurskoðandans og þriggja annarra meðlima Sigur Rósar var þingfest. Jón Þór sagðist fyrir dómi í dag bæði saklaus af nýju ákærunni og þeirri sem áður hafði verið gefin út á hendur honum. Í þeirri síðarnefndu er Jóni Þór gefið að sök að hafa ekki greitt tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Hinir liðsmenn Sigur Rósar, Georg Holm bassaleikari Kjartan Sveinsson fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari neituðu allir sök í sínum skattalagabrotamálum fyrir dómi í dag. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun en fram kom fyrir dómi að hann hafi neitað sök í skýrslutöku hjá lögreglu.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37
Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30