Allt fyrir umhverfið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 10:59 Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni og sennilega kæmumst við ekki við langt án þess.. En þrátt fyrir að geta lítið gert án þess, leiðum við sjaldan hugann að því. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum einfaldlega að rafmagni sem sjálsögðum hlut sem á að vera til staðar þar sem við erum hverju sinni, þegar okkur hentar - alltaf. Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi og þá veltir maður fyrir sér – hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins?GRÆNT Í GEGN Við sem búum á Íslandi erum heppin að hafa gott, öruggt og stöðugt aðgengi að rafmagni sem framleitt er á umhverfisvænni hátt en gengur og gerist víðsvegar um heiminn. Við sækjum líka heitt vatn eftir þörfum en þurfum að leiða hugann að því að orkuauðlindir eru verðmætar og ekki óþrjótandi. Við hjá Orku náttúrunnar leggjum áherslu á að tryggja viðskiptavinum okkar aðgengi að rafmagni sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Enn fremur hefur ON tekið frumkvæði á Íslandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, meðal annars með því að opna hringveginn með um 50 hlöðum. Það er samfélagslega ábyrgt að fyrirtæki setji sér skýr markmið í umhverfis- og loftlagsmálum og stuðli þannig að frekari framþróun í málaflokkunum. Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisspor við orkuvinnslu og hjálpa viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.SPORLAUS VINNSLAVið höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu og notum þrjár meginleiðir að því marki. Fyrst ber að nefna þá leið að þróa lausnir til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar og þar með minnka áhrif á hverja framleidda einingu. Í öðru lagi hefur vísindafólk okkar þróað aðferð til að binda koltvísýring í grjót, en þessi tækni býður upp á mikla möguleika sem eru í stöðugri þróun. Í þriðja lagi með hagnýtingu þess koltvísýrings sem losnar við orkuframleiðslu með jarðvarma. Þannig mun skapast vettvangur til nýsköpunar og tækifæri fyrir hátækniiðnað í Jarðhitagarði ON í Ölfusi.BÆTUM ANDRÚMSLOFTIÐ – SAMANÞað skiptir okkur öllu máli að vera leiðandi í framleiðslu umhverfisvænnar orku hér á landi og ætlar ON að halda þeirri vegferð áfram með sitt öfluga vísindafólk fremst í flokki. Við ætlum einnig að leggja okkar af mörkum til að auka veg og vanda umhverfisvænna bíla, meðal annars með því að þétta hlöðunetið enn frekar og auka fræðslu um orkuskiptin og umhverfisvænan lífsstíl. Þegar allt kemur til alls er þessi orka náttúrunnar, sem við berum ábyrgð á, grundvöllur lífsgæða okkar.Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni og sennilega kæmumst við ekki við langt án þess.. En þrátt fyrir að geta lítið gert án þess, leiðum við sjaldan hugann að því. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum einfaldlega að rafmagni sem sjálsögðum hlut sem á að vera til staðar þar sem við erum hverju sinni, þegar okkur hentar - alltaf. Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi og þá veltir maður fyrir sér – hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins?GRÆNT Í GEGN Við sem búum á Íslandi erum heppin að hafa gott, öruggt og stöðugt aðgengi að rafmagni sem framleitt er á umhverfisvænni hátt en gengur og gerist víðsvegar um heiminn. Við sækjum líka heitt vatn eftir þörfum en þurfum að leiða hugann að því að orkuauðlindir eru verðmætar og ekki óþrjótandi. Við hjá Orku náttúrunnar leggjum áherslu á að tryggja viðskiptavinum okkar aðgengi að rafmagni sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Enn fremur hefur ON tekið frumkvæði á Íslandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, meðal annars með því að opna hringveginn með um 50 hlöðum. Það er samfélagslega ábyrgt að fyrirtæki setji sér skýr markmið í umhverfis- og loftlagsmálum og stuðli þannig að frekari framþróun í málaflokkunum. Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisspor við orkuvinnslu og hjálpa viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.SPORLAUS VINNSLAVið höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu og notum þrjár meginleiðir að því marki. Fyrst ber að nefna þá leið að þróa lausnir til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar og þar með minnka áhrif á hverja framleidda einingu. Í öðru lagi hefur vísindafólk okkar þróað aðferð til að binda koltvísýring í grjót, en þessi tækni býður upp á mikla möguleika sem eru í stöðugri þróun. Í þriðja lagi með hagnýtingu þess koltvísýrings sem losnar við orkuframleiðslu með jarðvarma. Þannig mun skapast vettvangur til nýsköpunar og tækifæri fyrir hátækniiðnað í Jarðhitagarði ON í Ölfusi.BÆTUM ANDRÚMSLOFTIÐ – SAMANÞað skiptir okkur öllu máli að vera leiðandi í framleiðslu umhverfisvænnar orku hér á landi og ætlar ON að halda þeirri vegferð áfram með sitt öfluga vísindafólk fremst í flokki. Við ætlum einnig að leggja okkar af mörkum til að auka veg og vanda umhverfisvænna bíla, meðal annars með því að þétta hlöðunetið enn frekar og auka fræðslu um orkuskiptin og umhverfisvænan lífsstíl. Þegar allt kemur til alls er þessi orka náttúrunnar, sem við berum ábyrgð á, grundvöllur lífsgæða okkar.Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun