Reyna að landa samningum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2019 10:27 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Egill Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun. Formaður VR segir það koma í ljós í dag hvort náist að semja. Formaður VLFA segir stöðuna tvísýna. Fundur deiluaðila í gær stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir en hann hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.Vísbending fólgin í yfirstandandi viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist ekki mega tjá sig um það hvort árangur hefði náðst í viðræðum um helgina. „Við ætlum að sjá hvort við náum að landa þessu í dag, svo kemur það bara í ljós.“Eru einhverjar líkur á því?„Ég vil bara ekki meta það að svo stöddu, því miður.“Eruði að nálgast samkomulag?„Við erum enn þá að tala saman, það hlýtur að gefa einhverja smá vísbendingu. Það fer nú að styttast í að það liggi fyrir, einhver niðurstaða.“ Ragnar sagði launaliðinn jafnframt hafa verið til umræðu hjá deiluaðilum. Liðurinn væri á meðal þeirra „stóru mála sem raunverulega skila okkur einhverri niðurstöðu“. Ómögulegt sé þó að segja til um það hvenær fundi ljúki í dag.Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í Karphúsinu í dag.Vísir/EgillGera atlögu að samningum í dag Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn í morgun að staða viðræðanna væri tvísýn. „Ég ætla bara rétt að vona að okkur berist gæfa til að klára þetta,“ sagði Vilhjálmur. Inntur eftir því hvort líklegt væri að samningar næðust í dag sagði Vilhjálmur að deiluaðilar hygðust reyna að gera atlögu að því. Ýmislegt standi út af en ábyrgðin væri þeirra að klára málið. Þá gat Vilhjálmur ekki tjáð sig um hvort það væri launaliðurinn sem stæði út af í viðræðunum. „Ég get ekki tjáð mig um það. Ríkissáttasemjari setur okkur skýr skilyrði hvað það varðar.“ Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis, en um er að ræða tíu leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun. Formaður VR segir það koma í ljós í dag hvort náist að semja. Formaður VLFA segir stöðuna tvísýna. Fundur deiluaðila í gær stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir en hann hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.Vísbending fólgin í yfirstandandi viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist ekki mega tjá sig um það hvort árangur hefði náðst í viðræðum um helgina. „Við ætlum að sjá hvort við náum að landa þessu í dag, svo kemur það bara í ljós.“Eru einhverjar líkur á því?„Ég vil bara ekki meta það að svo stöddu, því miður.“Eruði að nálgast samkomulag?„Við erum enn þá að tala saman, það hlýtur að gefa einhverja smá vísbendingu. Það fer nú að styttast í að það liggi fyrir, einhver niðurstaða.“ Ragnar sagði launaliðinn jafnframt hafa verið til umræðu hjá deiluaðilum. Liðurinn væri á meðal þeirra „stóru mála sem raunverulega skila okkur einhverri niðurstöðu“. Ómögulegt sé þó að segja til um það hvenær fundi ljúki í dag.Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í Karphúsinu í dag.Vísir/EgillGera atlögu að samningum í dag Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn í morgun að staða viðræðanna væri tvísýn. „Ég ætla bara rétt að vona að okkur berist gæfa til að klára þetta,“ sagði Vilhjálmur. Inntur eftir því hvort líklegt væri að samningar næðust í dag sagði Vilhjálmur að deiluaðilar hygðust reyna að gera atlögu að því. Ýmislegt standi út af en ábyrgðin væri þeirra að klára málið. Þá gat Vilhjálmur ekki tjáð sig um hvort það væri launaliðurinn sem stæði út af í viðræðunum. „Ég get ekki tjáð mig um það. Ríkissáttasemjari setur okkur skýr skilyrði hvað það varðar.“ Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis, en um er að ræða tíu leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38
Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33
Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13