Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2019 13:45 Ragnar Þór Pétursson er formaður Kennarasambands Íslands. vísir/vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Lífskjarasamninginn sem almenni vinnumarkaðurinn undirritaði nýverið, ekki byggðan á trausti og því ekki vera forsenda til almennra sátta. Formaður framhaldsskólakennara segir að hækka þurfi opinbera starfsmenn meira í launum en samið var um á almenna vinnumarkaði. Tekist var á um Lífskjarasamninginn svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, sagði samninginn undirritaðan í andrúmslofti spennu og átaka - ekki sátta. Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar þessa orðræðu óábyrga. „Þessir samningur eins og hann er, hann er ekkert nema vopnahlé í baráttunni. Ekki þar með sagt að hann geti ekki verið gott innlegg í frekari þjóðarsátt. Það er mjög margt gott í þessum samningi og margt gott í aðdraganda þessa samnings sem hægt er að byggja á. Ég held að við séum í afneitun gagnvart ástandinu ef við getum byggt restina ofan á þetta. Það þarf að laga undirstöðuna“ segir Ragnar Þór.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.Opinberir starfsmenn hækki meira í launum Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samningin merkilegan og upphaf nýrra leiða í samningagerð. Hún telur þó að samningar hjá hinu opinbera verði ekki steyptir í sama mót. Meta þurfi menntun til launa. Opinberir starfsmenn þurfi því að hækka meira í launum til að halda í við það. „Þá ætla ég að halda því til haga að það er launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins. Þegar við berum saman stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þar sem að opinberi geirinn er lægra launasettur. Það liggja fyrir fyrirheit stjórnvalda að jafna þennan launa mun. Mér finnst bara mikilvægt að halda því til að haga að við erum lögð af stað í þá vegverð að jafna launmun opinbera starfsmanna. Ef að stjórnvöld ætla að standa við það fyrirheit verður það augljóslega að fela það í sér að opinberir starfsmenn hækka hlutfallslega meira í launum núna í þessari samningagerð, og mögulega næstu samningum, heldur en almenni markaðurinn. Öðruvísi getum við ekki jafnað þennan launamun,“ segir Guðríður.Hlusta má á umræðurnar í Sprengisandi að neðan. Kjaramál Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Lífskjarasamninginn sem almenni vinnumarkaðurinn undirritaði nýverið, ekki byggðan á trausti og því ekki vera forsenda til almennra sátta. Formaður framhaldsskólakennara segir að hækka þurfi opinbera starfsmenn meira í launum en samið var um á almenna vinnumarkaði. Tekist var á um Lífskjarasamninginn svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, sagði samninginn undirritaðan í andrúmslofti spennu og átaka - ekki sátta. Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar þessa orðræðu óábyrga. „Þessir samningur eins og hann er, hann er ekkert nema vopnahlé í baráttunni. Ekki þar með sagt að hann geti ekki verið gott innlegg í frekari þjóðarsátt. Það er mjög margt gott í þessum samningi og margt gott í aðdraganda þessa samnings sem hægt er að byggja á. Ég held að við séum í afneitun gagnvart ástandinu ef við getum byggt restina ofan á þetta. Það þarf að laga undirstöðuna“ segir Ragnar Þór.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.Opinberir starfsmenn hækki meira í launum Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samningin merkilegan og upphaf nýrra leiða í samningagerð. Hún telur þó að samningar hjá hinu opinbera verði ekki steyptir í sama mót. Meta þurfi menntun til launa. Opinberir starfsmenn þurfi því að hækka meira í launum til að halda í við það. „Þá ætla ég að halda því til haga að það er launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins. Þegar við berum saman stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þar sem að opinberi geirinn er lægra launasettur. Það liggja fyrir fyrirheit stjórnvalda að jafna þennan launa mun. Mér finnst bara mikilvægt að halda því til að haga að við erum lögð af stað í þá vegverð að jafna launmun opinbera starfsmanna. Ef að stjórnvöld ætla að standa við það fyrirheit verður það augljóslega að fela það í sér að opinberir starfsmenn hækka hlutfallslega meira í launum núna í þessari samningagerð, og mögulega næstu samningum, heldur en almenni markaðurinn. Öðruvísi getum við ekki jafnað þennan launamun,“ segir Guðríður.Hlusta má á umræðurnar í Sprengisandi að neðan.
Kjaramál Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira