Fær skýrslu um starfsgetumat eftir páska Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 08:56 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins eftir páska. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins. Hópurinn var skipaður fyrir ári og átti að skila tillögum síðasta haust um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við markmið starfsgetumats. Á hópurinn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 milljarða króna sem eru eyrnamerktir í kjarabætur handa örorkulífeyrisþegum. Vonir stóðu til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga en það fór í uppnám í lok mars þegar Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið tilkynntu að þau myndu ekki skrifa undir skýrsluna. „Starfinu er lokið. Ég býst við að þetta verði með svipuðum hætti og þegar niðurstaða Pétursnefndarinnar lá fyrir, að ég sem formaður skili þessu starfi inn til ráðherra. Þá geta aðrir nefndarmenn líka sent inn erindi eins og þeim hentar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætti við að starf nefndarinnar hefði verið gott og að hlustað hefði verið á öll sjónarmið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að sú vinna sem fór í breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafi að miklu leyti verið góð en í ljósi þess að markmiðið sé að keyra í gegn starfsgetumatið þá geti ÖBÍ ekki skrifað undir skýrsluna. „Við höfum séð löndin í kringum okkur fara í kollsteypur þar sem starfsgetumatið hefur ekki verið að virka, í Noregi er verið að fara til baka,“ segir Þuríður Harpa. Meðal öryrkja ríkir lítið traust í garð stjórnvalda um að hér verði hægt að halda betur utan um starfsgetumat en í löndum á borð við Noreg. Hættan sé sú að öryrkjar þurfi að fara á atvinnuleysisbætur og lendi síðan í enn verri fátæktargildru. Ef það sé á endanum vilji stjórnvalda að taka það upp vill Þuríður Harpa að það verði gert í tilraunaskyni á minni hóp. „Ef ríkisstjórnin hefur svona miklar áhyggjur af ungu fólki þá gætu þau skoðað að beita þessu starfsgetumati á afmarkaðan hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti haldið utan um þann hóp og sjá hvernig atvinnulífið bregst við.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins eftir páska. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins. Hópurinn var skipaður fyrir ári og átti að skila tillögum síðasta haust um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við markmið starfsgetumats. Á hópurinn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 milljarða króna sem eru eyrnamerktir í kjarabætur handa örorkulífeyrisþegum. Vonir stóðu til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga en það fór í uppnám í lok mars þegar Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið tilkynntu að þau myndu ekki skrifa undir skýrsluna. „Starfinu er lokið. Ég býst við að þetta verði með svipuðum hætti og þegar niðurstaða Pétursnefndarinnar lá fyrir, að ég sem formaður skili þessu starfi inn til ráðherra. Þá geta aðrir nefndarmenn líka sent inn erindi eins og þeim hentar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætti við að starf nefndarinnar hefði verið gott og að hlustað hefði verið á öll sjónarmið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að sú vinna sem fór í breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafi að miklu leyti verið góð en í ljósi þess að markmiðið sé að keyra í gegn starfsgetumatið þá geti ÖBÍ ekki skrifað undir skýrsluna. „Við höfum séð löndin í kringum okkur fara í kollsteypur þar sem starfsgetumatið hefur ekki verið að virka, í Noregi er verið að fara til baka,“ segir Þuríður Harpa. Meðal öryrkja ríkir lítið traust í garð stjórnvalda um að hér verði hægt að halda betur utan um starfsgetumat en í löndum á borð við Noreg. Hættan sé sú að öryrkjar þurfi að fara á atvinnuleysisbætur og lendi síðan í enn verri fátæktargildru. Ef það sé á endanum vilji stjórnvalda að taka það upp vill Þuríður Harpa að það verði gert í tilraunaskyni á minni hóp. „Ef ríkisstjórnin hefur svona miklar áhyggjur af ungu fólki þá gætu þau skoðað að beita þessu starfsgetumati á afmarkaðan hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti haldið utan um þann hóp og sjá hvernig atvinnulífið bregst við.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira