Harpa tapaði 462 milljónum í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 14:47 Tap Hörpu jókst um 218,1 milljón milli áranna 2017 og 2018. Vísir/vilhelm Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tapaði 461,5 milljónum króna árið 2018 miðað við 243,4 milljóna tap árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi hússins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fyrir árið 2018 nemur rúmum 42 milljónum króna. Í tilkynningu frá Hörpu segir að afkoma Hörpu ohf. árið 2018 hafi verið í samræmi við áætlanir. Tekjur af viðburðahaldi hafi aukist á milli ára og voru 757 milljónir króna. Hundruðmilljóna aukning á tapi Hörpu milli ára skýrist m.a. af því fyrirkomulagi sem ákveðið var af eigendum Hörpu ohf., þ.e. að vista skuldabréfalán til 35 ára sem tekið var til að fjármagna byggingu hússins í dótturfélagi samstæðunnar. Þórður Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Hörpu, gerði rekstrarumhverfi Hörpu að umtalsefni á aðalfundi samstæðunnar sem fram fór í gær. Benti hann á að afkoma samstæðunnar án tillits til rekstrarframlaga hafi farið batnandi þrátt fyrir gríðarlega há fasteignagjöld, sem námu 267 milljónum á síðasta ári. Sagði hann gjöldin fyrir þetta eina hús nema 1,49% af heildartekjum Reykjavíkurborgar af fasteigna- og lóðasköttum. Stjórn telur eiginfé Hörpu verulega vanmetið Á aðalfundinum var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir kjörin stjórnarformaður og tekur hún við af Þórði sem hefur verið stjórnarformaður Hörpu í tæp tvö ár. Auk Ingibjargar Aspar kemur Guðni Tómasson nýr inn í stjórnina í stað Vilhjálms Egilssonar. Auk þeirra eru í stjórninni Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Árni Geir Pálsson. Í tilkynningu var jafnframt gerð grein fyrir mati fráfarandi stjórnar en hún telur að eiginfé samstæðunnar sé verulega vanmetið og efnahagsstaða Hörpu auk þess traust, væri reikningsskilum félagsins breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um að eignfæra samningsbundið framlag frá ríkinu og Reykjavíkurborg vegna afborgunar og vaxta af fjármögnun fasteignar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 milljörðum króna. Í Hörpu voru haldnir tæplega 1.500 viðburðir á síðasta ári. Heimsóknir voru yfir tvær milljónir, en þar af greiddu nærri 300 þúsund fyrir aðgang að tónleikum eða öðrum listviðburðum í sölum Hörpu og var velta miðasölu Hörpu um 1.4 milljarðar. Um þriðjungur viðburða sem fram fóru í Hörpu voru ráðstefnur, fundir og veislur og á tónlistarsviðinu var um helmingurinn sígild og samtímatónlist, um 23% popp og rokk og um 13% jazz. Menning Reykjavík Tengdar fréttir Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59 Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tapaði 461,5 milljónum króna árið 2018 miðað við 243,4 milljóna tap árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi hússins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fyrir árið 2018 nemur rúmum 42 milljónum króna. Í tilkynningu frá Hörpu segir að afkoma Hörpu ohf. árið 2018 hafi verið í samræmi við áætlanir. Tekjur af viðburðahaldi hafi aukist á milli ára og voru 757 milljónir króna. Hundruðmilljóna aukning á tapi Hörpu milli ára skýrist m.a. af því fyrirkomulagi sem ákveðið var af eigendum Hörpu ohf., þ.e. að vista skuldabréfalán til 35 ára sem tekið var til að fjármagna byggingu hússins í dótturfélagi samstæðunnar. Þórður Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Hörpu, gerði rekstrarumhverfi Hörpu að umtalsefni á aðalfundi samstæðunnar sem fram fór í gær. Benti hann á að afkoma samstæðunnar án tillits til rekstrarframlaga hafi farið batnandi þrátt fyrir gríðarlega há fasteignagjöld, sem námu 267 milljónum á síðasta ári. Sagði hann gjöldin fyrir þetta eina hús nema 1,49% af heildartekjum Reykjavíkurborgar af fasteigna- og lóðasköttum. Stjórn telur eiginfé Hörpu verulega vanmetið Á aðalfundinum var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir kjörin stjórnarformaður og tekur hún við af Þórði sem hefur verið stjórnarformaður Hörpu í tæp tvö ár. Auk Ingibjargar Aspar kemur Guðni Tómasson nýr inn í stjórnina í stað Vilhjálms Egilssonar. Auk þeirra eru í stjórninni Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Árni Geir Pálsson. Í tilkynningu var jafnframt gerð grein fyrir mati fráfarandi stjórnar en hún telur að eiginfé samstæðunnar sé verulega vanmetið og efnahagsstaða Hörpu auk þess traust, væri reikningsskilum félagsins breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um að eignfæra samningsbundið framlag frá ríkinu og Reykjavíkurborg vegna afborgunar og vaxta af fjármögnun fasteignar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 milljörðum króna. Í Hörpu voru haldnir tæplega 1.500 viðburðir á síðasta ári. Heimsóknir voru yfir tvær milljónir, en þar af greiddu nærri 300 þúsund fyrir aðgang að tónleikum eða öðrum listviðburðum í sölum Hörpu og var velta miðasölu Hörpu um 1.4 milljarðar. Um þriðjungur viðburða sem fram fóru í Hörpu voru ráðstefnur, fundir og veislur og á tónlistarsviðinu var um helmingurinn sígild og samtímatónlist, um 23% popp og rokk og um 13% jazz.
Menning Reykjavík Tengdar fréttir Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59 Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59
Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58