Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Hörður Ægisson skrifar 10. apríl 2019 06:15 Gengi Arion hefur hækkað um 9 prósent frá áramótum. Fréttablaðið/Stefán Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), er orðinn stærsti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með um 4,5 prósenta hlut af útistandandi hlutafé bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er eignarhluturinn metinn á rúmlega sex milljarða króna. Stoðir margfölduðu hlut sinn í Arion banka í liðinni viku þegar félagið keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi bankans, seldi með tilboðsfyrirkomulagi (e. accelerated bookbuild offering) til innlendra og erlendra fjárfesta. Fyrir áttu Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og var með um 18 milljarða í eigið fé í ársbyrjun 2018, um 0,65 prósenta hlut í bankanum. Eignarhald Stoða í Arion banka er að stærstum hluta í gegnum sænsk heimildarskírteini (SDR) í kauphöllinni í Svíþjóð. Salan á eignarhlut Kaupþings, 200 milljónir hluta að nafnverði, fór að mestu til innlendra fjárfesta samkvæmt heimildum Markaðarins og var gerð á genginu 70 krónur á hlut. Gengi bréfa bankans hafa hækkað frá þeim tíma um nærri tíu prósent og stóðu í 76,9 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Eftir sölu Kaupþings, sem kláraðist fyrir opnun markaða á miðvikudag, hafa umsvif einkafjárfesta í eigendahópi Arion banka aukist verulega. Gróflega áætlað nemur samanlagður eignarhlutur þeirra núna um tíu prósentum. Þannig á Sigurður Bollason, fjárfestir og stór hluthafi meðal annars í Kviku banka, og félög honum tengd orðið samtals í kringum tveggja prósenta hlut í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hann hefur að undanförnu verið að byggja upp stöðu í bankanum, sem er meðal annars fjármögnuð í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka, og keypti jafnframt umtalsverðan eignarhlut í lokuðu útboði Kaupþings í síðustu viku. Á meðal þeirra fjárfesta sem fengu úthlutað hvað stærstum hluta í Arion banka í útboðinu, en söluráðgjafar Kaupþings voru Citi, Carnegie og Fossar markaðir, var TM en tryggingafélagið keypti samtals 14 milljónir hluta, samkvæmt nýjum lista yfir alla hluthafa bankans sem Markaðurinn hefur séð, og á núna um 0,65 prósent af heildarhlutafé Arion banka. Þá bætti Vogun, sem er óbeint að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, við sig um 5 milljónum hluta og á samtals einnig um 0,65 prósenta hlut í bankanum. Talsverð umframeftirspurn var eftir bréfum Kaupþings og var algengt að íslenskir verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, samkvæmt heimildum Markaðarins, hafi fengið á bilinu 30 til 50 prósent af þeim hlut sem þeir hafi óskað eftir að kaupa. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári síðan eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á um 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanns í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Arion banki var sem kunnugt er skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing, sem á núna tæplega 23 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), er orðinn stærsti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með um 4,5 prósenta hlut af útistandandi hlutafé bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Arion banka er eignarhluturinn metinn á rúmlega sex milljarða króna. Stoðir margfölduðu hlut sinn í Arion banka í liðinni viku þegar félagið keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi bankans, seldi með tilboðsfyrirkomulagi (e. accelerated bookbuild offering) til innlendra og erlendra fjárfesta. Fyrir áttu Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og var með um 18 milljarða í eigið fé í ársbyrjun 2018, um 0,65 prósenta hlut í bankanum. Eignarhald Stoða í Arion banka er að stærstum hluta í gegnum sænsk heimildarskírteini (SDR) í kauphöllinni í Svíþjóð. Salan á eignarhlut Kaupþings, 200 milljónir hluta að nafnverði, fór að mestu til innlendra fjárfesta samkvæmt heimildum Markaðarins og var gerð á genginu 70 krónur á hlut. Gengi bréfa bankans hafa hækkað frá þeim tíma um nærri tíu prósent og stóðu í 76,9 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Eftir sölu Kaupþings, sem kláraðist fyrir opnun markaða á miðvikudag, hafa umsvif einkafjárfesta í eigendahópi Arion banka aukist verulega. Gróflega áætlað nemur samanlagður eignarhlutur þeirra núna um tíu prósentum. Þannig á Sigurður Bollason, fjárfestir og stór hluthafi meðal annars í Kviku banka, og félög honum tengd orðið samtals í kringum tveggja prósenta hlut í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hann hefur að undanförnu verið að byggja upp stöðu í bankanum, sem er meðal annars fjármögnuð í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka, og keypti jafnframt umtalsverðan eignarhlut í lokuðu útboði Kaupþings í síðustu viku. Á meðal þeirra fjárfesta sem fengu úthlutað hvað stærstum hluta í Arion banka í útboðinu, en söluráðgjafar Kaupþings voru Citi, Carnegie og Fossar markaðir, var TM en tryggingafélagið keypti samtals 14 milljónir hluta, samkvæmt nýjum lista yfir alla hluthafa bankans sem Markaðurinn hefur séð, og á núna um 0,65 prósent af heildarhlutafé Arion banka. Þá bætti Vogun, sem er óbeint að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, við sig um 5 milljónum hluta og á samtals einnig um 0,65 prósenta hlut í bankanum. Talsverð umframeftirspurn var eftir bréfum Kaupþings og var algengt að íslenskir verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, samkvæmt heimildum Markaðarins, hafi fengið á bilinu 30 til 50 prósent af þeim hlut sem þeir hafi óskað eftir að kaupa. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári síðan eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á um 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanns í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Arion banki var sem kunnugt er skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing, sem á núna tæplega 23 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira