Telur sig ekki hafa farið illa með Anitu Hill Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 23:35 Joe Biden tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna. Hann þykir einna sigurstranglegastur meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum. Vísir/Getty Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991. Hill var kölluð fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings árið 1991 og bar þar vitni um ósæmilega hegðun dómarans í sinn garð. Biden var þá formaður nefndarinnar og hefur verið gagnrýndur ítrekað fyrir meðferð sína á vitnisburði Hill. Allir nefndarmenn voru hvítir karlmenn, en bæði Hill og Thomas eru svört, og þá láðist honum einnig að kalla konur, sem sögðust geta staðfest frásögn Hill, fyrir nefndina. Thomas var að endingu staðfestur sem Hæstaréttardómari og situr enn sem dómari í réttinum.Sjá einnig: Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Biden var í dag gestur sjónvarpsþáttarins The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Einn stjórnandi þáttarins innti Biden eftir því af hverju hann væri ragur við að biðja Hill afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir fyrir því hvernig farið var með hana,“ sagði Biden. „Ef þú ferð yfir það sem ég sagði, og sagði ekki, þá finnst mér ég ekki hafa farið illa með hana.“Biden tilkynnti í gær um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Samdægurs tjáði Hill bandaríska dagblaðinu New York Times að Biden hefði haft samband við sig áður en hann tilkynnti framboðið og lýst yfir „eftirsjá“ vegna þess sem hún hafi þurft að þola. Hill lýsti því jafnframt yfir að hún tæki afsökunarbeiðnina ekki gilda, í það minnsta ekki fyrr en Biden tæki almennilega ábyrgð á framferði sínu. Biden þykir einna sigurstranglegastur í hópi meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum, þrátt fyrir nýlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni. Í dag var tilkynnt að framboð hans hefði safnað 6,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 765 milljónum íslenskra króna, fyrsta sólarhringinn, mest allra frambjóðenda hingað til. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46 Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991. Hill var kölluð fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings árið 1991 og bar þar vitni um ósæmilega hegðun dómarans í sinn garð. Biden var þá formaður nefndarinnar og hefur verið gagnrýndur ítrekað fyrir meðferð sína á vitnisburði Hill. Allir nefndarmenn voru hvítir karlmenn, en bæði Hill og Thomas eru svört, og þá láðist honum einnig að kalla konur, sem sögðust geta staðfest frásögn Hill, fyrir nefndina. Thomas var að endingu staðfestur sem Hæstaréttardómari og situr enn sem dómari í réttinum.Sjá einnig: Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Biden var í dag gestur sjónvarpsþáttarins The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Einn stjórnandi þáttarins innti Biden eftir því af hverju hann væri ragur við að biðja Hill afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir fyrir því hvernig farið var með hana,“ sagði Biden. „Ef þú ferð yfir það sem ég sagði, og sagði ekki, þá finnst mér ég ekki hafa farið illa með hana.“Biden tilkynnti í gær um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Samdægurs tjáði Hill bandaríska dagblaðinu New York Times að Biden hefði haft samband við sig áður en hann tilkynnti framboðið og lýst yfir „eftirsjá“ vegna þess sem hún hafi þurft að þola. Hill lýsti því jafnframt yfir að hún tæki afsökunarbeiðnina ekki gilda, í það minnsta ekki fyrr en Biden tæki almennilega ábyrgð á framferði sínu. Biden þykir einna sigurstranglegastur í hópi meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum, þrátt fyrir nýlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni. Í dag var tilkynnt að framboð hans hefði safnað 6,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 765 milljónum íslenskra króna, fyrsta sólarhringinn, mest allra frambjóðenda hingað til.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46 Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46
Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42