Fengu uppsagnarbréf með páskaegginu frá Bernhard Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 15:25 Höfuðstöðvar Bernhard í Vatnagörðum í Reykjavík. Já.is Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Tilkynnt var um kaupin í dag. Um þrjátíu starfsmenn eru skráðir á heimasíðu Bernhard en eftir því sem Vísir kemst næst er fjöldi starfsmanna á fimmta tug. Voru það helst bifvélavirkjar á verkstæðinu og sölustjórar hverrar deildar sem héldu vinnunni. Starfsfólk á skrifstofu, langflestir sölumenn og markaðsfólk missti vinnuna. Rekstur Bernhard hefur gengið brösulega undanfarin misseri og var útibúi í Reykjanesbæ lokað upp úr áramótum. Fyrirtækið seldi bílaleiguna Ice Rental Cars um miðjan mánuðinn og töldu flestir starfsmenn að boðaður starfsmannafundur á miðvikudaginn tengdist þeirri sölu. Það kom flestum í opna skjöldu þegar framkvæmdastjórinn Gylfi Gunnarsson greindi frá uppsögnunum sama dag og starfsmenn fengu páskaegg að gjöf. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmningin afar þung þar sem fólki fannst tímasetningin ekki upp á marga fiska. Á leiðinni inn í páskafrí með fjölskyldum sínum. Flestir starfsmenn Bernhard starfa í Vatnagörðum í Sundahöfn í Reykjavík þar sem nýju bílarnir eru auk verkstæðisins. Þá er starfsstöð á Eirhöfða með notuðum bílum. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar náðist í hann í dag. Hann vísaði á fyrrnefndan Gylfa sem ekki hefur svarað símtölum fréttastofu. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu. Kaupin væru í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum. Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 eftir 25 milljóna króna hagnað árið á undan. Skuldir fyrirtækisins í árslok 2017 námu 2,1 milljarði króna. Bílar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Tilkynnt var um kaupin í dag. Um þrjátíu starfsmenn eru skráðir á heimasíðu Bernhard en eftir því sem Vísir kemst næst er fjöldi starfsmanna á fimmta tug. Voru það helst bifvélavirkjar á verkstæðinu og sölustjórar hverrar deildar sem héldu vinnunni. Starfsfólk á skrifstofu, langflestir sölumenn og markaðsfólk missti vinnuna. Rekstur Bernhard hefur gengið brösulega undanfarin misseri og var útibúi í Reykjanesbæ lokað upp úr áramótum. Fyrirtækið seldi bílaleiguna Ice Rental Cars um miðjan mánuðinn og töldu flestir starfsmenn að boðaður starfsmannafundur á miðvikudaginn tengdist þeirri sölu. Það kom flestum í opna skjöldu þegar framkvæmdastjórinn Gylfi Gunnarsson greindi frá uppsögnunum sama dag og starfsmenn fengu páskaegg að gjöf. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmningin afar þung þar sem fólki fannst tímasetningin ekki upp á marga fiska. Á leiðinni inn í páskafrí með fjölskyldum sínum. Flestir starfsmenn Bernhard starfa í Vatnagörðum í Sundahöfn í Reykjavík þar sem nýju bílarnir eru auk verkstæðisins. Þá er starfsstöð á Eirhöfða með notuðum bílum. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar náðist í hann í dag. Hann vísaði á fyrrnefndan Gylfa sem ekki hefur svarað símtölum fréttastofu. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu. Kaupin væru í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum. Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 eftir 25 milljóna króna hagnað árið á undan. Skuldir fyrirtækisins í árslok 2017 námu 2,1 milljarði króna.
Bílar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira