Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 09:56 Með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir. Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics‘ Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. Critics' Week mun fara fram frá 15.-23. maí, samhliða hátíðinni. Um mikinn heiður er að ræða, enda er Cannes hátíðin ein sú allra stærsta og virtasta í heiminum. Hvítur, hvítur dagur segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði.Hvítur, hvítur dagur segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum.Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir Join Motion Pictures og einn af yfirframleiðendum er Guðmundur Arnar Guðmundsson, en myndin er íslensk/dönsk/sænsk samframleiðsla. Meðframleiðendur eru Katrin Pors, Mikkel Jersin og Eva Jakobsen fyrir Snowglobe, Nima Yousefi fyrir Hobab og Anthony Muir fyrir Film i Väst. Með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Mariu von Hausswolff og Julius Krebs Damsbo sér um klippingu myndarinnar. Hljóðhönnuður myndarinnar er Lars Halvorsen, leikmyndahönnuður Hulda Helgadóttir og tónlist er eftir Edmund Finnis. Með sölu og dreifingu erlendis fer New Europe Film Sales.Hvítur, hvítur dagur er önnur kvikmynd Hlyns Pálmasonar í fullri lengd.Hvítur, hvítur dagur er önnur kvikmynd Hlyns Pálmasonar í fullri lengd á eftir hinni dönsku/íslensku Vetrarbæðrum sem kom út árið 2017 og fór sigurför um heiminn í kjölfar heimsfrumsýningu í aðalkeppni Locarno kvikmyndahátíðarinnar í Sviss í ágúst 2017. Myndin hefur unnið til yfir þrjátíu alþjóðlegra verðlauna, þar af níu Robert verðlaun og tvenn Bodil verðlaun í Danmörku. Hlynur Pálmason vann einnig til Dreyer verðlaunanna á síðasta ári fyrir framúrskarandi listræna hæfni. Tvær íslenskar myndir hafa áður tekið þátt í Critics' Week, í fyrra var þar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, og Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen tók þátt árið 1992; einnig hafa tvær myndir með íslenska tengingu tekið þátt, hin norsk/íslenska Vandræðamaðurinn eftir Jens Lien árið 2006; og fransk/íslenska stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry árið 2013. Critics‘ Week var stofnuð árið 1961 af samtökum franskra kvikmyndagagnrýnenda. Á meðal þekktra leikstjóra sem hafa sýnt myndir sínar í Critics’ Week eru t.a.m. Wong Kar-wai, Bernardo Bertolucci, Gaspar Noé og núverandi forseti dómnefndar í aðalkeppni Cannes, Alejandro González Iñárritu. Cannes Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics‘ Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. Critics' Week mun fara fram frá 15.-23. maí, samhliða hátíðinni. Um mikinn heiður er að ræða, enda er Cannes hátíðin ein sú allra stærsta og virtasta í heiminum. Hvítur, hvítur dagur segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði.Hvítur, hvítur dagur segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum.Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir Join Motion Pictures og einn af yfirframleiðendum er Guðmundur Arnar Guðmundsson, en myndin er íslensk/dönsk/sænsk samframleiðsla. Meðframleiðendur eru Katrin Pors, Mikkel Jersin og Eva Jakobsen fyrir Snowglobe, Nima Yousefi fyrir Hobab og Anthony Muir fyrir Film i Väst. Með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Mariu von Hausswolff og Julius Krebs Damsbo sér um klippingu myndarinnar. Hljóðhönnuður myndarinnar er Lars Halvorsen, leikmyndahönnuður Hulda Helgadóttir og tónlist er eftir Edmund Finnis. Með sölu og dreifingu erlendis fer New Europe Film Sales.Hvítur, hvítur dagur er önnur kvikmynd Hlyns Pálmasonar í fullri lengd.Hvítur, hvítur dagur er önnur kvikmynd Hlyns Pálmasonar í fullri lengd á eftir hinni dönsku/íslensku Vetrarbæðrum sem kom út árið 2017 og fór sigurför um heiminn í kjölfar heimsfrumsýningu í aðalkeppni Locarno kvikmyndahátíðarinnar í Sviss í ágúst 2017. Myndin hefur unnið til yfir þrjátíu alþjóðlegra verðlauna, þar af níu Robert verðlaun og tvenn Bodil verðlaun í Danmörku. Hlynur Pálmason vann einnig til Dreyer verðlaunanna á síðasta ári fyrir framúrskarandi listræna hæfni. Tvær íslenskar myndir hafa áður tekið þátt í Critics' Week, í fyrra var þar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, og Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen tók þátt árið 1992; einnig hafa tvær myndir með íslenska tengingu tekið þátt, hin norsk/íslenska Vandræðamaðurinn eftir Jens Lien árið 2006; og fransk/íslenska stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry árið 2013. Critics‘ Week var stofnuð árið 1961 af samtökum franskra kvikmyndagagnrýnenda. Á meðal þekktra leikstjóra sem hafa sýnt myndir sínar í Critics’ Week eru t.a.m. Wong Kar-wai, Bernardo Bertolucci, Gaspar Noé og núverandi forseti dómnefndar í aðalkeppni Cannes, Alejandro González Iñárritu.
Cannes Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira