Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:00 Liðsmenn úr björgunarsveitinni Húnum sem björguðu mönnum úr sjónum við Hvammstanga. Björgunarfélagið Blanda Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var boðuð út um hálfjögur í nótt vegna vélavana báts sem var staddur um tvær sjómílur úti fyrir bænum. Um borð voru þrír menn. Kristján Svavar Guðmundsson er varaformaður Húna á Hvammstanga. „Tíu mínútum seinna fáum við aftur símtal frá Neyðarlínunni um að þeir séu komnir í galla og kominn mikill leki, þannig að við hendumst af stað. Björgunarbáturinn okkar var kominn í sjóinn og svo þegar við komum að þá er báturinn orðinn rammsíginn. Komið gat á stefnið á honum og stuttu síðar var hann kominn á hliðina og á leiðinni niður. Það mátti ekki tæpara standa. Mennirnir voru náttúrulega í góðum málum og voru í galla. Planið hafði verið að ná bátnum í höfnina en það hafðist ekki. Báturinn sökk í raun þarna alveg við höfnina á nokkrum mínútum,“ segir Kristján. Skipstjórinn varð var við að slinkur kom á bátinn í innsiglingunni að Hvammstanga. „Hann hefur mögulega rekist á sker eða eitthvað og ætlaði að reyna að komast inn en hafði það ekki alla leið,“ segir Kristján. Kristján segir að mennirnir þrír sem bjargað var úr sjónum hafi verið í góðu standi og farið beint heim eftir björgunina. „Þeir voru hvorki kaldir né hraktir, voru náttúrulega komnir í galla en í sjokki eins og við er að búast,“ segir hann. Kristján Svavar Guðmundsson þakkar einnig Slysavarnarskóla sjómanna að ekki fór verr en mennirnir voru vel búnir og vissu hvað þeir voru að gera að hans sögn. Björgunarsveitir Húnaþing vestra Samgönguslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var boðuð út um hálfjögur í nótt vegna vélavana báts sem var staddur um tvær sjómílur úti fyrir bænum. Um borð voru þrír menn. Kristján Svavar Guðmundsson er varaformaður Húna á Hvammstanga. „Tíu mínútum seinna fáum við aftur símtal frá Neyðarlínunni um að þeir séu komnir í galla og kominn mikill leki, þannig að við hendumst af stað. Björgunarbáturinn okkar var kominn í sjóinn og svo þegar við komum að þá er báturinn orðinn rammsíginn. Komið gat á stefnið á honum og stuttu síðar var hann kominn á hliðina og á leiðinni niður. Það mátti ekki tæpara standa. Mennirnir voru náttúrulega í góðum málum og voru í galla. Planið hafði verið að ná bátnum í höfnina en það hafðist ekki. Báturinn sökk í raun þarna alveg við höfnina á nokkrum mínútum,“ segir Kristján. Skipstjórinn varð var við að slinkur kom á bátinn í innsiglingunni að Hvammstanga. „Hann hefur mögulega rekist á sker eða eitthvað og ætlaði að reyna að komast inn en hafði það ekki alla leið,“ segir Kristján. Kristján segir að mennirnir þrír sem bjargað var úr sjónum hafi verið í góðu standi og farið beint heim eftir björgunina. „Þeir voru hvorki kaldir né hraktir, voru náttúrulega komnir í galla en í sjokki eins og við er að búast,“ segir hann. Kristján Svavar Guðmundsson þakkar einnig Slysavarnarskóla sjómanna að ekki fór verr en mennirnir voru vel búnir og vissu hvað þeir voru að gera að hans sögn.
Björgunarsveitir Húnaþing vestra Samgönguslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira