Óbærilegt hjónaband Jón Steindór Valdimarsson skrifar 7. maí 2019 07:15 Hjónaband er lögbundið og formlega staðfest samkomulag tveggja einstaklinga um að verja lífinu saman með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Hjónaband getur af mörgum ástæðum orðið óbærilegt fyrir annan eða báða sem til þess stofnuðu, t.d. vegna ofbeldis eða sundurlyndis. Dæmin sanna að oft er hægara sagt en gert að losna úr hjónabandi sem einkennist af andlegu og líkamlegu ofbeldi. Oft lýkur ofbeldi, líkamlegu en þó aðallega andlegu, ekki við það að fólk slíti sambúð. Sá sem ofbeldinu hefur beitt heldur því áfram með þeim aðferðum sem tiltækar eru, svo sem með þrætum um forræði og umgengni við börn, baráttu gegn lögskilnaði og töfum á fjárhagslegum skiptum. Þannig er ofbeldinu og tökum geranda á lífi þolandans haldið áfram um árabil. Það er undarlegt að hjúskaparbrot er mun greiðfærari skilnaðarástæða en ofbeldi. Hvernig má það vera að löggjöfin sé þannig úr garði gerð að hún neyði fólk til þess að vera mörg ár að losna úr sambandi sem það vill ekki lengur? Af hverju þurfa að líða minnst tvö ár frá samvistarslitum hjóna vegna ósamlyndis áður en hægt er að krefjast lögskilnaðar? Hjónaband er samkomulag og því verður að vera hægt að rifta með lögformlegum hætti á skemmri tíma en núgildandi lög leyfa. Engan á að neyða til þess að vera í lagalegum tengslum við maka sem hann vill losna úr tengslum við jafn lengi og núverandi hjúskaparlög krefjast. Þessu verður að breyta og þess vegna verður lagt fram frumvarp á næstu dögum sem felur í sér að réttur hjóna til að krefjast lögskilnaðar verði rýmkaður. Ekki skipti lengur máli hvort annað eða bæði óski eftir lögskilnaði og um leið verði tímamörk til kröfu um lögskilnað í kjölfar samvistarslita vegna ósamlyndis stytt úr tveimur árum í eitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Hjónaband er lögbundið og formlega staðfest samkomulag tveggja einstaklinga um að verja lífinu saman með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Hjónaband getur af mörgum ástæðum orðið óbærilegt fyrir annan eða báða sem til þess stofnuðu, t.d. vegna ofbeldis eða sundurlyndis. Dæmin sanna að oft er hægara sagt en gert að losna úr hjónabandi sem einkennist af andlegu og líkamlegu ofbeldi. Oft lýkur ofbeldi, líkamlegu en þó aðallega andlegu, ekki við það að fólk slíti sambúð. Sá sem ofbeldinu hefur beitt heldur því áfram með þeim aðferðum sem tiltækar eru, svo sem með þrætum um forræði og umgengni við börn, baráttu gegn lögskilnaði og töfum á fjárhagslegum skiptum. Þannig er ofbeldinu og tökum geranda á lífi þolandans haldið áfram um árabil. Það er undarlegt að hjúskaparbrot er mun greiðfærari skilnaðarástæða en ofbeldi. Hvernig má það vera að löggjöfin sé þannig úr garði gerð að hún neyði fólk til þess að vera mörg ár að losna úr sambandi sem það vill ekki lengur? Af hverju þurfa að líða minnst tvö ár frá samvistarslitum hjóna vegna ósamlyndis áður en hægt er að krefjast lögskilnaðar? Hjónaband er samkomulag og því verður að vera hægt að rifta með lögformlegum hætti á skemmri tíma en núgildandi lög leyfa. Engan á að neyða til þess að vera í lagalegum tengslum við maka sem hann vill losna úr tengslum við jafn lengi og núverandi hjúskaparlög krefjast. Þessu verður að breyta og þess vegna verður lagt fram frumvarp á næstu dögum sem felur í sér að réttur hjóna til að krefjast lögskilnaðar verði rýmkaður. Ekki skipti lengur máli hvort annað eða bæði óski eftir lögskilnaði og um leið verði tímamörk til kröfu um lögskilnað í kjölfar samvistarslita vegna ósamlyndis stytt úr tveimur árum í eitt.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar