Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir sérútbúnum hjólastól sínum Sighvatur Jónsson skrifar 5. maí 2019 18:45 Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Fjölskyldan kom heim frá Benidorm síðastliðinn þriðjudag. Magnús hafði legið á sjúkrahúsi ytra vegna lungnabólgu. Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, hafði samband við ferðaskrifstofuna og ítrekaði nauðsyn þess að hjólastóll Magnúsar yrði afhentur sem fyrst eftir lendingu í Keflavík. „Í einn og hálfan klukkutíma biðum við eftir stólnum. Og það var alltaf vísað á Isavia,“ segir Sigríður. Hún segir að þau hafi á endanum verið eina fólkið í fríhöfninni. „Það voru allir farnir og við stóðum bara og biðum og biðum og við sáum stólinn hinum megin við gluggann.“Magnús segir að sér hafi liðið illa í venjulegum hjólastól á meðan hann beið eftir sínum.Vísir/ArnarLeið hræðilega í venjulegum hjólastól Á meðan beið Magnús í venjulegum hjólastól sem hann segir að veiti sér ekki nægan stuðning.Hvernig líður þér í þannig stól miðað við hvernig þér líður í þessum stól? „Mér líður hræðilega. Þessi stóll er sérmótaður fyrir mig, meira að segja höfuðpúðinn er rafknúinn,“ segir Magnús. Magnús segir að sér hafi liðið sérstaklega illa vegna lungnabólgunnar. „Því ég var ekki með þennan stuðning, þá féll ég saman og náði á engan máta að fylla lungun og átti bara mjög erfitt,“ segir Magnús.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar.Vísir/ArnarBiðu áður í tvo og hálfa klukkustund Fjölskyldufaðirinn hringdi í dóttur þeirra sem beið í komusal. Hún hafði samband við tollverði sem komu því til leiðar að hjólastóllinn var sóttur. Sigríður segir þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Fjölskyldan lenti í svipuðu atviki á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur árum. „Þá biðum við í tvo og hálfan tíma á Keflavíkurflugvelli eftir stólnum. Okkur finnst þetta skelfilegt að leggja þetta á fatlað lasið fólk og getum ekki skilið af hverju þetta þarf að vera svona,“ segir Sigríður. Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Fjölskyldan kom heim frá Benidorm síðastliðinn þriðjudag. Magnús hafði legið á sjúkrahúsi ytra vegna lungnabólgu. Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, hafði samband við ferðaskrifstofuna og ítrekaði nauðsyn þess að hjólastóll Magnúsar yrði afhentur sem fyrst eftir lendingu í Keflavík. „Í einn og hálfan klukkutíma biðum við eftir stólnum. Og það var alltaf vísað á Isavia,“ segir Sigríður. Hún segir að þau hafi á endanum verið eina fólkið í fríhöfninni. „Það voru allir farnir og við stóðum bara og biðum og biðum og við sáum stólinn hinum megin við gluggann.“Magnús segir að sér hafi liðið illa í venjulegum hjólastól á meðan hann beið eftir sínum.Vísir/ArnarLeið hræðilega í venjulegum hjólastól Á meðan beið Magnús í venjulegum hjólastól sem hann segir að veiti sér ekki nægan stuðning.Hvernig líður þér í þannig stól miðað við hvernig þér líður í þessum stól? „Mér líður hræðilega. Þessi stóll er sérmótaður fyrir mig, meira að segja höfuðpúðinn er rafknúinn,“ segir Magnús. Magnús segir að sér hafi liðið sérstaklega illa vegna lungnabólgunnar. „Því ég var ekki með þennan stuðning, þá féll ég saman og náði á engan máta að fylla lungun og átti bara mjög erfitt,“ segir Magnús.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar.Vísir/ArnarBiðu áður í tvo og hálfa klukkustund Fjölskyldufaðirinn hringdi í dóttur þeirra sem beið í komusal. Hún hafði samband við tollverði sem komu því til leiðar að hjólastóllinn var sóttur. Sigríður segir þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Fjölskyldan lenti í svipuðu atviki á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur árum. „Þá biðum við í tvo og hálfan tíma á Keflavíkurflugvelli eftir stólnum. Okkur finnst þetta skelfilegt að leggja þetta á fatlað lasið fólk og getum ekki skilið af hverju þetta þarf að vera svona,“ segir Sigríður.
Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira