Ánægjulegt að hafa uppfyllt kröfur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. maí 2019 09:00 Verðlaun eins og þessi gefa nýjum höfundi mikinn byr undir báða vængi, segir Eiríkur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Eiríkur P. Jörundsson hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Hefndarenglar. Lýsir samfélagi í fortíð og nútíð. Vinnur að nýrri glæpasögu. Eiríkur P. Jörundsson hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sögu sína Hefndarenglar sem Veröld gefur út. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna og skipuðu dómnefndina ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar. Eiríkur starfar sem safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. Hann er höfundur bókarinnar Þar sem land og haf haldast í hendur – Súðavíkurhreppur að fornu og nýju sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Hefndarenglar er fyrsta skáldsaga hans. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þá leið að blaðamaðurinn Sölvi er sendur til æskustöðva sinna, Súðavíkur, til að leita frétta af morði sem framið hefur verið í þorpinu. Samhliða því aðstoðar hann ungu blaðakonuna Ísold sem vinnur að frétt um misnotkun á ungum stúlkum í undirheimum Reykjavíkur. Þegar Eiríkur er spurður hvort það hafi komið honum á óvart að hreppa Svartfuglinn segir hann: „Ég var orðinn býsna sáttur við það sem mér hafði tekist að gera, en ég gekk alls ekki að því vísu að vinna. Aðstandendur Svartfuglsins settu þann skilmála að ef ekkert handrit myndi fullnægja kröfum þá yrði enginn sigurvegari það árið. Mér finnst ánægjulegt að hafa uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru. Verðlaun eins og þessi gefa nýjum höfundi mikinn byr undir báða vængi. Góðir höfundar sem senda frá sér fyrsta skáldverk sitt eiga til að týnast. Þarna er nýjum höfundi gefið tækifæri og keppnin ýtir við fólki. Ég er til dæmis ekki viss um að ég hefði farið af stað með þennan krimma á þessum tíma nema vegna keppninnar. Ég las frétt um hana þann 31. ágúst 2017 og ákvað 1. september að láta slag standa og drífa í því að skrifa glæpasögu.“Söguleg skáldsaga á borði Hefndarenglar er fyrsta skáldverkið sem kemur út eftir Eirík en ekki það fyrsta sem hann skrifar. „Ég skrifaði sögulega skáldsögu sem ég var eiginlega búinn með þegar ég sá frétt um þessa keppni. Núna liggur hún á borðinu hjá útgáfustjóranum hjá Veröld.“ Eiríkur segist vera glæpasagnaunnandi. „Ég hef alltaf haft gaman af glæpasögum og glæpasagnaþáttum. Eins og með allt sem nýtur vinsælda læðist þar með alls konar rusl, en þarna eru líka vel skrifaðar bækur sem eru góðar samfélagslýsingar. Í minni bók er ég ekki bara að draga fram ráðgátu og morð heldur lýsa samfélagi í fortíð og nútíð. Það er baksvið sögunnar. Hið dimma þema bókarinnar er hins vegar hvernig vald sem fylgir ríkidæmi getur verið misnotað til illra verka, um það fjalla báðir þræðir sögunnar sem söguhetjurnar tvær þurfa að leysa úr.“Önnur glæpasaga Eins og söguhetjan Sölvi er Eiríkur fæddur í Súðavík. „Ég kláraði fyrsta vetur þar í skóla og fluttist þá þaðan með fjölskyldunni, en hef alltaf haft sterka tengingu við þorpið. Ég er kominn úr Djúpinu langt aftur í ættir og foreldrar mínir höfðu mjög sterk tengsl við staðinn. Ég reyni að draga fram í bókinni hvernig þessi litlu samfélög okkar hafa oft mátt þola mikil áföll. Rétt áður en við fluttum urðu þar þrír bátsskaðar í röð. Ég held að foreldrum mínum hafi þótt nóg komið þegar þau höfðu misst ár eftir ár nána vini í sjóslysum. Ég er líka að sýna fram á andstæður sem fylgja því að búa við nyrsta haf. Sumrin eru algjör paradís en veturnir geta breyst í helvíti, eins og hendi sé veifað, bæði til sjós og lands.“ Eiríkur er kominn af stað með næstu glæpasögu með sömu tveimur aðalpersónum. „Ég hef fundið að fólki finnst þetta vera sterkar sögupersónur sem er mikilvægt í svona bókum. Þær halda áfram í næsta ævintýri og þá munu lesendur væntanlega kynnast hinni ungu Ísold betur og hennar sögu.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Eiríkur P. Jörundsson hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Hefndarenglar. Lýsir samfélagi í fortíð og nútíð. Vinnur að nýrri glæpasögu. Eiríkur P. Jörundsson hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sögu sína Hefndarenglar sem Veröld gefur út. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna og skipuðu dómnefndina ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar. Eiríkur starfar sem safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. Hann er höfundur bókarinnar Þar sem land og haf haldast í hendur – Súðavíkurhreppur að fornu og nýju sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Hefndarenglar er fyrsta skáldsaga hans. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þá leið að blaðamaðurinn Sölvi er sendur til æskustöðva sinna, Súðavíkur, til að leita frétta af morði sem framið hefur verið í þorpinu. Samhliða því aðstoðar hann ungu blaðakonuna Ísold sem vinnur að frétt um misnotkun á ungum stúlkum í undirheimum Reykjavíkur. Þegar Eiríkur er spurður hvort það hafi komið honum á óvart að hreppa Svartfuglinn segir hann: „Ég var orðinn býsna sáttur við það sem mér hafði tekist að gera, en ég gekk alls ekki að því vísu að vinna. Aðstandendur Svartfuglsins settu þann skilmála að ef ekkert handrit myndi fullnægja kröfum þá yrði enginn sigurvegari það árið. Mér finnst ánægjulegt að hafa uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru. Verðlaun eins og þessi gefa nýjum höfundi mikinn byr undir báða vængi. Góðir höfundar sem senda frá sér fyrsta skáldverk sitt eiga til að týnast. Þarna er nýjum höfundi gefið tækifæri og keppnin ýtir við fólki. Ég er til dæmis ekki viss um að ég hefði farið af stað með þennan krimma á þessum tíma nema vegna keppninnar. Ég las frétt um hana þann 31. ágúst 2017 og ákvað 1. september að láta slag standa og drífa í því að skrifa glæpasögu.“Söguleg skáldsaga á borði Hefndarenglar er fyrsta skáldverkið sem kemur út eftir Eirík en ekki það fyrsta sem hann skrifar. „Ég skrifaði sögulega skáldsögu sem ég var eiginlega búinn með þegar ég sá frétt um þessa keppni. Núna liggur hún á borðinu hjá útgáfustjóranum hjá Veröld.“ Eiríkur segist vera glæpasagnaunnandi. „Ég hef alltaf haft gaman af glæpasögum og glæpasagnaþáttum. Eins og með allt sem nýtur vinsælda læðist þar með alls konar rusl, en þarna eru líka vel skrifaðar bækur sem eru góðar samfélagslýsingar. Í minni bók er ég ekki bara að draga fram ráðgátu og morð heldur lýsa samfélagi í fortíð og nútíð. Það er baksvið sögunnar. Hið dimma þema bókarinnar er hins vegar hvernig vald sem fylgir ríkidæmi getur verið misnotað til illra verka, um það fjalla báðir þræðir sögunnar sem söguhetjurnar tvær þurfa að leysa úr.“Önnur glæpasaga Eins og söguhetjan Sölvi er Eiríkur fæddur í Súðavík. „Ég kláraði fyrsta vetur þar í skóla og fluttist þá þaðan með fjölskyldunni, en hef alltaf haft sterka tengingu við þorpið. Ég er kominn úr Djúpinu langt aftur í ættir og foreldrar mínir höfðu mjög sterk tengsl við staðinn. Ég reyni að draga fram í bókinni hvernig þessi litlu samfélög okkar hafa oft mátt þola mikil áföll. Rétt áður en við fluttum urðu þar þrír bátsskaðar í röð. Ég held að foreldrum mínum hafi þótt nóg komið þegar þau höfðu misst ár eftir ár nána vini í sjóslysum. Ég er líka að sýna fram á andstæður sem fylgja því að búa við nyrsta haf. Sumrin eru algjör paradís en veturnir geta breyst í helvíti, eins og hendi sé veifað, bæði til sjós og lands.“ Eiríkur er kominn af stað með næstu glæpasögu með sömu tveimur aðalpersónum. „Ég hef fundið að fólki finnst þetta vera sterkar sögupersónur sem er mikilvægt í svona bókum. Þær halda áfram í næsta ævintýri og þá munu lesendur væntanlega kynnast hinni ungu Ísold betur og hennar sögu.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið