Vegagerðin gerir ráð fyrir 15% stærri flóðum en áður vegna loftslagsbreytinga Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 11:45 Frá Skaftárhlaupi. Vísir/Einar árnason Vegagerðin gerir ráð fyrir að flóð verði um 15% stærri en áður vegna loftslagsbreytinga. Forstöðumaður hönnunardeildar stofnunarinnar segir að forsendur hönnunar vega og brúa séu aðrar en áður í þessu ljósi. Þannig verði brýr um 15% lengri en áður. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fjórðungur af kostnaði tjóna sem Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa greitt á 30 ára tímabili er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í tjóna- og áhættumati hjá Náttúruhamfaratrygginum Íslands, sagði á ráðstefnu sem fór fram í gær um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum að heildartjón stofnunarinnar á þessu tímabili nemi tæpum 34 milljörðum króna á núvirði. Kostnaður vegna tjóna af völdum loftslagstengdra atburða nemur um 275 milljónum króna á ári. „Okkar sýn er sú að tíðni tjóna muni aukast þannig að endurkomutími atburða sem áður hafði 100 ár verði í framtíðinni með endurkomutíma upp á 10 ár,“ sagði Jón. Frá brúarsmíðinni yfir Eldvatn.Mynd/vegagerðin Flóð stærri og brýr lengri en áður Hjá Vegagerðinni er einnig tekið tillit til áhrifa af völdum loftslagsbreytinga. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir að hönnunarforsendur varðandi vegi og brýr séu aðrar en áður. „Við erum að hanna fyrri stærri flóð en við gerðum fyrir tíu árum. Flóðtopparnir sem við erum að ákvarða vatnsop og brýr fyrir eru 10-15% stærri en áður með tilheyrandi lengri brúm og stærri ræsum,“ segir Guðmundur. Veðurstofustjóri hefur bent á að setja verði á fót svokallað loftslagssetur sem verði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Samtal og samvinna hlýtur að hjálpa til. Við erum að deila gögnum sem við erum að safna í daglegri starfsemi til annarra aðila. Ég held að það sé jákvætt í sjálfu sér að nýta samvinnu ólíkra aðila á þessu sviði,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar. Loftslagsmál Samgöngur Hlaup í Skaftá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vegagerðin gerir ráð fyrir að flóð verði um 15% stærri en áður vegna loftslagsbreytinga. Forstöðumaður hönnunardeildar stofnunarinnar segir að forsendur hönnunar vega og brúa séu aðrar en áður í þessu ljósi. Þannig verði brýr um 15% lengri en áður. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fjórðungur af kostnaði tjóna sem Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa greitt á 30 ára tímabili er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í tjóna- og áhættumati hjá Náttúruhamfaratrygginum Íslands, sagði á ráðstefnu sem fór fram í gær um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum að heildartjón stofnunarinnar á þessu tímabili nemi tæpum 34 milljörðum króna á núvirði. Kostnaður vegna tjóna af völdum loftslagstengdra atburða nemur um 275 milljónum króna á ári. „Okkar sýn er sú að tíðni tjóna muni aukast þannig að endurkomutími atburða sem áður hafði 100 ár verði í framtíðinni með endurkomutíma upp á 10 ár,“ sagði Jón. Frá brúarsmíðinni yfir Eldvatn.Mynd/vegagerðin Flóð stærri og brýr lengri en áður Hjá Vegagerðinni er einnig tekið tillit til áhrifa af völdum loftslagsbreytinga. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir að hönnunarforsendur varðandi vegi og brýr séu aðrar en áður. „Við erum að hanna fyrri stærri flóð en við gerðum fyrir tíu árum. Flóðtopparnir sem við erum að ákvarða vatnsop og brýr fyrir eru 10-15% stærri en áður með tilheyrandi lengri brúm og stærri ræsum,“ segir Guðmundur. Veðurstofustjóri hefur bent á að setja verði á fót svokallað loftslagssetur sem verði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Samtal og samvinna hlýtur að hjálpa til. Við erum að deila gögnum sem við erum að safna í daglegri starfsemi til annarra aðila. Ég held að það sé jákvætt í sjálfu sér að nýta samvinnu ólíkra aðila á þessu sviði,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar.
Loftslagsmál Samgöngur Hlaup í Skaftá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira