Guardiola sagði leikmönnum sínum ekki að gleyma heldur lifa með sársaukanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 09:00 Pep Guardiola eftir að mark Raheem Sterling var dæmt af í Meistaradeildinni. Getty/Marc Atkins Pep Guardiola og lærisveinar hans unnu enska meistaratitilinn um síðustu helgi og geta bætt við öðrum titli á morgun þegar þeir spila til úrslita í ensku bikarkeppninni. Manchester City mætir þá Watford í úrslitaleiknum á Wembley sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Manchester City á þá möguleika að vinna þrennuna á þessu tímabili því liðið vann einnig enska deildabikarinn. „Þegar þú vinnur titil, þá ferð þú í sturtu en vilt svo strax vinna annan titil og svo annan,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við BBC Sport. „Að vinna titla gerir líf þitt betra og auðveldara. Að vinna titla hjálpar þér við að vinna fleiri titla og hjálpar líka til að gera þetta félag betra,“ sagði Guardiola."Winning is addictive". Here's one happy Man City manager. pic.twitter.com/Djy6p09Gp6 — BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2019„Ef við vinnum ekki bikarinn þá mun það samt ekki breyta mínu lífi eða þá skoðun minni á því hvað við þurfum að afreka á næsta tímabili,“ sagði Pep Guardiola. Guardiola segir að það sé ávanabindandi að vinna titla en hann sjálfur hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið. Guardiola fór yfir víðan völl í viðtalinu við breska ríkisútvarpið og ræddi meðal annars tapið á móti Tottenham í Meistaradeildinni, hugarfar sinna ótrúlegu leikmanna, áhrif fyrirliðans Vincent Kompany hjá félaginu og hvað þarf að varast á móti Watford í bikarúrslitaleiknum á morgun. Manchester City átti möguleika á fernunni en tapaði á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola og fleiri fögnuðu „sigurmarki“ Raheem Sterling í uppbótatíma en markið var síðan dæmt af í Varsjánni vegna rangstöðu. „Já það tók sinn tíma að jafna sig á þessu. Tveimur og hálfum degi síðar mættum við Tottenham aftur í deildinni. Það var erfitt,“ sagði Guardiola. „Það var ótrúlegt að sjá 60 þúsund stuðningsmenn njóta þess að liðið væri komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar en vera svo dottnir út sekúndu síðar. Þú ferð frá mikilli gleði í að vera algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Guardiola. „Þú ert að hugsa að þetta getur ekki verið að gerast. Ég gat heldur ekki sagt við mína leikmenn að gleyma þessu. Ég sagði þeim að lifa með sársaukanum og nota þessa slæmu tilfinningu til að keyra sig áfram,“ sagði Guardiola. „Við urðum að sætta okkur við þetta. Stundum vinnur þú þegar þú átt það ekki skilið og stundum tapar þú. Svona er lífið. Lífið er ekki auðvelt og það kemur fer að það fer mig þangað sem þú vilt ekki fara,“ sagði Guardiola.In the last two seasons, Pep Guardiola has: -Amassed 198 points from a possible 228 as Man City manager -Become the first #PL manager since Ferguson to win consecutive titles -Recorded the most and second most points in a single #PL season Incredible #MCFCpic.twitter.com/ImqW8HCPZz — William Hill (@WilliamHill) May 12, 2019Guardiola hrósar liði sínu fyrir hvernig þeir tókust á við þetta mikla áfall. Liðið vann Tottenham, Manchester United og Burnley í næstu deildarleikjum og lagði með því grunninn að því að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Pep Guardiola og lærisveinar hans unnu enska meistaratitilinn um síðustu helgi og geta bætt við öðrum titli á morgun þegar þeir spila til úrslita í ensku bikarkeppninni. Manchester City mætir þá Watford í úrslitaleiknum á Wembley sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Manchester City á þá möguleika að vinna þrennuna á þessu tímabili því liðið vann einnig enska deildabikarinn. „Þegar þú vinnur titil, þá ferð þú í sturtu en vilt svo strax vinna annan titil og svo annan,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við BBC Sport. „Að vinna titla gerir líf þitt betra og auðveldara. Að vinna titla hjálpar þér við að vinna fleiri titla og hjálpar líka til að gera þetta félag betra,“ sagði Guardiola."Winning is addictive". Here's one happy Man City manager. pic.twitter.com/Djy6p09Gp6 — BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2019„Ef við vinnum ekki bikarinn þá mun það samt ekki breyta mínu lífi eða þá skoðun minni á því hvað við þurfum að afreka á næsta tímabili,“ sagði Pep Guardiola. Guardiola segir að það sé ávanabindandi að vinna titla en hann sjálfur hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið. Guardiola fór yfir víðan völl í viðtalinu við breska ríkisútvarpið og ræddi meðal annars tapið á móti Tottenham í Meistaradeildinni, hugarfar sinna ótrúlegu leikmanna, áhrif fyrirliðans Vincent Kompany hjá félaginu og hvað þarf að varast á móti Watford í bikarúrslitaleiknum á morgun. Manchester City átti möguleika á fernunni en tapaði á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola og fleiri fögnuðu „sigurmarki“ Raheem Sterling í uppbótatíma en markið var síðan dæmt af í Varsjánni vegna rangstöðu. „Já það tók sinn tíma að jafna sig á þessu. Tveimur og hálfum degi síðar mættum við Tottenham aftur í deildinni. Það var erfitt,“ sagði Guardiola. „Það var ótrúlegt að sjá 60 þúsund stuðningsmenn njóta þess að liðið væri komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar en vera svo dottnir út sekúndu síðar. Þú ferð frá mikilli gleði í að vera algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Guardiola. „Þú ert að hugsa að þetta getur ekki verið að gerast. Ég gat heldur ekki sagt við mína leikmenn að gleyma þessu. Ég sagði þeim að lifa með sársaukanum og nota þessa slæmu tilfinningu til að keyra sig áfram,“ sagði Guardiola. „Við urðum að sætta okkur við þetta. Stundum vinnur þú þegar þú átt það ekki skilið og stundum tapar þú. Svona er lífið. Lífið er ekki auðvelt og það kemur fer að það fer mig þangað sem þú vilt ekki fara,“ sagði Guardiola.In the last two seasons, Pep Guardiola has: -Amassed 198 points from a possible 228 as Man City manager -Become the first #PL manager since Ferguson to win consecutive titles -Recorded the most and second most points in a single #PL season Incredible #MCFCpic.twitter.com/ImqW8HCPZz — William Hill (@WilliamHill) May 12, 2019Guardiola hrósar liði sínu fyrir hvernig þeir tókust á við þetta mikla áfall. Liðið vann Tottenham, Manchester United og Burnley í næstu deildarleikjum og lagði með því grunninn að því að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira