Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 11. maí 2019 10:21 Kolbeinn segir Sigmund hafa átt að kynna sér þriðja orkupakkann á forsætisráðherra tíð sinni. VÍSIR/EYÞÓR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitar að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. Sigmundur hefur lýst harðri andstöðu við þriðja orkupakkann og hefur flokkur hans lýst yfir andstöðu við orkupakkann. Sigmundur var gestur í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöld þar sem hann sagði sérkennilegt að einu rök sem stuðningsmenn þriðja orkupakkans hefðu fyrir honum væru þau að ekki hafi verið komið í veg fyrir hann áður en hann varð til. Sigmundur sagði þingmenn Miðflokksins ekki hafa verið látnir vita af fundi utanríkismálanefndar með Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, og sagði Sigmundur komu hans „óvænta uppákomu,“ sem átti að vera óvæntan glaðning á fundi sem ekki var á fundardagskrá. Hann sagði alla þingmenn flokksins hafa verið á hinum ýmsu fundum og hefðu þeir vitað af fundi utanríkisnefndar hafi þeir að sjálfsögðu viljað vera þar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði í Facebook færslu að til fundarins hafi verið boðað í tölvupósti og SMS-skilaboðum á miðvikudag og sagði Miðflokksmenn hafa gleymt fundinum eða kosið að mæta ekki. Hann var auk þess auglýstur á vef Alþingis á miðvikudag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, deildi mynd á Facebook í gær, af tölvupóstinum sem utanríkismálanefnd barst með fundarboði. Sigmundur sagði þriðja orkupakkann ekki hafa komið inn í svokallaða EES-nefnd fyrr en 2017, eftir að hann vék sem forsætisráðherra, en þá hafi Norðmenn lýst yfir miklum efasemdum og þeir hafi „afgreitt þriðja orkupakkann með miklum fyrirvörum sem virðast ekki hafa haldið.“ Noregur, ásamt Íslandi og Liechtenstein gaf út yfirlýsingu, sem kynnt var fyrir ríkisstjórn í gær, þess efnis að sérstaða Íslands í raforkumálum hefði þau áhrif að ákvæði þriðja orkupakkans sem varða viðskipti og gunnvirki fyrir raforku yfir landamæri hefðu enga raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan sæstrengur væri ekki til staðar. „Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir yfirlýsinguna ekki skapa Íslandi ný sjálfstæð réttindi eða skyldur, „aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Bjarni sagði jafnframt að halda mætti því fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna, utanríkisráðherra og framkvæmdarstjóra orkumála ESB fæli í sér samkomulag sem taka ætti tillit til lögskýringa samkvæmt þjóðarétti. Sigmundur sagðist ekki hafa gert athugasemdir við þriðja orkupakkann á meðan hann sat sem forsætisráðherra vegna þess að hundruð EES-mála hafi verið í gangi og hann hafi ekki getað fylgst með þeim öllum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, svaraði þessu á Facebook síðu sinn í gær og benti á að Sigmundur hafi setið í Íslandsdeild EFTA árin 2009 til 2011 og Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og EES 2011-2013 þar sem þeir þingmenn sem sátu í nefndunum hefðu vel getað kynnt sér þriðja orkupakkann þar sem hann var samþykktur af ESB árið 2009. Í nóvember 2014 samþykkti EFTA-ráðið ályktun um mikilvægi þess að flýta innleiðingu orkupakkans og hafi fulltrúar Íslands setið þann fund, en Sigmundur Davíð var forsætisráðherra þá og Gunnar Bragi Sveinsson, flokksbróðir hans, utanríkisráðherra. Í kjölfarið hafi langar viðræður um orkupakkann átt sér stað sem Ísland tók fullan þátt í. „Hafi Sigmundur Davíð sem forsætisráðherra ekki vitað af þeim og því ekki haft fyrir því að koma sínum athugasemdum og áherslum inn í viðræðurnar um þann mikla háska sem íslenskri þjóð stafaði af þriðja orkupakkanum, tja þá var hann ekki góður forsætisráðherra, sagði í Facebook færslu Kolbeins. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitar að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. Sigmundur hefur lýst harðri andstöðu við þriðja orkupakkann og hefur flokkur hans lýst yfir andstöðu við orkupakkann. Sigmundur var gestur í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöld þar sem hann sagði sérkennilegt að einu rök sem stuðningsmenn þriðja orkupakkans hefðu fyrir honum væru þau að ekki hafi verið komið í veg fyrir hann áður en hann varð til. Sigmundur sagði þingmenn Miðflokksins ekki hafa verið látnir vita af fundi utanríkismálanefndar með Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, og sagði Sigmundur komu hans „óvænta uppákomu,“ sem átti að vera óvæntan glaðning á fundi sem ekki var á fundardagskrá. Hann sagði alla þingmenn flokksins hafa verið á hinum ýmsu fundum og hefðu þeir vitað af fundi utanríkisnefndar hafi þeir að sjálfsögðu viljað vera þar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði í Facebook færslu að til fundarins hafi verið boðað í tölvupósti og SMS-skilaboðum á miðvikudag og sagði Miðflokksmenn hafa gleymt fundinum eða kosið að mæta ekki. Hann var auk þess auglýstur á vef Alþingis á miðvikudag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, deildi mynd á Facebook í gær, af tölvupóstinum sem utanríkismálanefnd barst með fundarboði. Sigmundur sagði þriðja orkupakkann ekki hafa komið inn í svokallaða EES-nefnd fyrr en 2017, eftir að hann vék sem forsætisráðherra, en þá hafi Norðmenn lýst yfir miklum efasemdum og þeir hafi „afgreitt þriðja orkupakkann með miklum fyrirvörum sem virðast ekki hafa haldið.“ Noregur, ásamt Íslandi og Liechtenstein gaf út yfirlýsingu, sem kynnt var fyrir ríkisstjórn í gær, þess efnis að sérstaða Íslands í raforkumálum hefði þau áhrif að ákvæði þriðja orkupakkans sem varða viðskipti og gunnvirki fyrir raforku yfir landamæri hefðu enga raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan sæstrengur væri ekki til staðar. „Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir yfirlýsinguna ekki skapa Íslandi ný sjálfstæð réttindi eða skyldur, „aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Bjarni sagði jafnframt að halda mætti því fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna, utanríkisráðherra og framkvæmdarstjóra orkumála ESB fæli í sér samkomulag sem taka ætti tillit til lögskýringa samkvæmt þjóðarétti. Sigmundur sagðist ekki hafa gert athugasemdir við þriðja orkupakkann á meðan hann sat sem forsætisráðherra vegna þess að hundruð EES-mála hafi verið í gangi og hann hafi ekki getað fylgst með þeim öllum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, svaraði þessu á Facebook síðu sinn í gær og benti á að Sigmundur hafi setið í Íslandsdeild EFTA árin 2009 til 2011 og Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og EES 2011-2013 þar sem þeir þingmenn sem sátu í nefndunum hefðu vel getað kynnt sér þriðja orkupakkann þar sem hann var samþykktur af ESB árið 2009. Í nóvember 2014 samþykkti EFTA-ráðið ályktun um mikilvægi þess að flýta innleiðingu orkupakkans og hafi fulltrúar Íslands setið þann fund, en Sigmundur Davíð var forsætisráðherra þá og Gunnar Bragi Sveinsson, flokksbróðir hans, utanríkisráðherra. Í kjölfarið hafi langar viðræður um orkupakkann átt sér stað sem Ísland tók fullan þátt í. „Hafi Sigmundur Davíð sem forsætisráðherra ekki vitað af þeim og því ekki haft fyrir því að koma sínum athugasemdum og áherslum inn í viðræðurnar um þann mikla háska sem íslenskri þjóð stafaði af þriðja orkupakkanum, tja þá var hann ekki góður forsætisráðherra, sagði í Facebook færslu Kolbeins.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56
Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30
Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30
EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15