Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 14:19 Þeir hjá Landssambandi veiðifélaga telja leynd um lögfræðiálit SFS til marks um að óeðliega sé að málum staðið hjá atvinnuveganefnd í því sem snýr að frumvarpi um fiskeldi. visir/egill Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur einsýnt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu í beinu talsambandi við stjórnvöld, hafi þar óeðlileg ítök og séu að plotta bak við tjöldin með það fyrir augum að sníða frumvarp um lög um fiskeldi að hagsmunum sínum. „Við vorum í það minnsta ekki kallaðir til ráðgjafar,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Landssambandið telur sig hafa heimildir fyrir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lagt fram lögfræðiálit í atvinnuveganefnd sem lögmannastofan Lex vann fyrir Samtökin í tengslum við frumvarpið. Í áliti því mun vera byggt á því að áhættumat erfðablöndunar sé stjórnvaldsákvörðun og að ráðherra skuli hafa val um hvort hann synjar eða staðfestir. Það sem þeim hjá LV þykir óeðlilegt er að þetta álit hafi ekki verið lagt fram opinberlega eins og annað sem snýr að umsögnum um frumvarpið.Lilja Rafney ætlar að skoða málið Jón Helgi sendi af þessu tilefni fyrirspurn til atvinnuveganefndar þar sem hann fer fram á að þetta álit verði gert opinbert. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, hefur svarað því erindi með orðunum: „Þetta verður skoðað.“Jón Helgi telur einsýnt að leyndin um lögfræðilegt álit sem SFS hefur lagt inn til atvinnuveganefndar sé til marks um að óeðlilega sé staðið að frumvarpi um fiskeldi.Jón Helgi segir að af þessu megi ráða að ekki stóð til að birta lögfræðiálitið á vef Alþingi undir liðnum umsagnir líkt og önnur innsend erindi.Fiskur undir steini „Og spurning hvað formaðurinn þarf að skoða í þessu sambandi? Það verður ekki betur séð en atvinnuveganefnd hafi ekki ætlað að opinbera lögfræðiálit sem hagsmunaaðilar í fiskeldi hafa látið vinna og sent nefndinni máli sínu til stuðnings. Þessi vinnubrögð eru lýsandi dæmi um hvernig áhugasamir stjórnmálamenn um fiskeldi standa að vinnu við breytingar á lögum um fiskeldi.“ Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis gegndi stöðu formanns stjórnar Landsambands fiskeldisstöðva þar til sambandið sameinaðist Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er nú hluti teymis SFS og sinnir verkefnum þar sem snúa að fiskeldi. Vísir reyndi að ná tali af Einari til að inna hann eftir því hvers vegna leynd ríkti um álitið en ekki náðist í hann. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur einsýnt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu í beinu talsambandi við stjórnvöld, hafi þar óeðlileg ítök og séu að plotta bak við tjöldin með það fyrir augum að sníða frumvarp um lög um fiskeldi að hagsmunum sínum. „Við vorum í það minnsta ekki kallaðir til ráðgjafar,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Landssambandið telur sig hafa heimildir fyrir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lagt fram lögfræðiálit í atvinnuveganefnd sem lögmannastofan Lex vann fyrir Samtökin í tengslum við frumvarpið. Í áliti því mun vera byggt á því að áhættumat erfðablöndunar sé stjórnvaldsákvörðun og að ráðherra skuli hafa val um hvort hann synjar eða staðfestir. Það sem þeim hjá LV þykir óeðlilegt er að þetta álit hafi ekki verið lagt fram opinberlega eins og annað sem snýr að umsögnum um frumvarpið.Lilja Rafney ætlar að skoða málið Jón Helgi sendi af þessu tilefni fyrirspurn til atvinnuveganefndar þar sem hann fer fram á að þetta álit verði gert opinbert. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, hefur svarað því erindi með orðunum: „Þetta verður skoðað.“Jón Helgi telur einsýnt að leyndin um lögfræðilegt álit sem SFS hefur lagt inn til atvinnuveganefndar sé til marks um að óeðlilega sé staðið að frumvarpi um fiskeldi.Jón Helgi segir að af þessu megi ráða að ekki stóð til að birta lögfræðiálitið á vef Alþingi undir liðnum umsagnir líkt og önnur innsend erindi.Fiskur undir steini „Og spurning hvað formaðurinn þarf að skoða í þessu sambandi? Það verður ekki betur séð en atvinnuveganefnd hafi ekki ætlað að opinbera lögfræðiálit sem hagsmunaaðilar í fiskeldi hafa látið vinna og sent nefndinni máli sínu til stuðnings. Þessi vinnubrögð eru lýsandi dæmi um hvernig áhugasamir stjórnmálamenn um fiskeldi standa að vinnu við breytingar á lögum um fiskeldi.“ Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis gegndi stöðu formanns stjórnar Landsambands fiskeldisstöðva þar til sambandið sameinaðist Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er nú hluti teymis SFS og sinnir verkefnum þar sem snúa að fiskeldi. Vísir reyndi að ná tali af Einari til að inna hann eftir því hvers vegna leynd ríkti um álitið en ekki náðist í hann.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira