Berglind Festival leysti ráðgátuna um manninn á bak við umdeilda Twitter-aðganginn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2019 11:00 Berlind Festival þekkti andlitið. Vísir/GVA/SIGTRYGGUR ARI Sjónvarpskonan Berglind Festival leysti ráðgátuna um hver væri maðurinn á bak við umdeildan Twitter-reikning. Þetta segir sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir sem ræddi málið í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun. Sjálf tók Karólína eftir að Þóri Sæmundssyni leikara hefði orðið á í messunni en naut aðstoðar Berglindar til að komast til botns í málinu. „Ég var á næturvakt og er búin að pæla mjög mikið í því hver væri á bakvið Boring Gylf Sig og vinkona mín sendi mér skjáskot um nóttina þar sem hann klúðraði að kroppa í burtu prófíl myndina sína,“ segir Karólína. Í gær kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Karólína birti skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófíl mynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Karólína segir að um nóttina hafi þær fyrst rannsakað hvaða maður þetta væri en það hafi í raun lítið gengið. Því næst var ákveðið að senda myndina á eina þjóðþekkta Instagram-stjörnu í þeirri von um að hún vissi hver þetta væri. Karólína sendi myndina á Berglindi Pétursdóttur, betur þekkt sem Berglind Festival. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 „Hún vissi hver þetta var og það var í raun Berglind Festival sem leysti ráðgátuna,“ segir Karólína. „Mér fannst bara fokking fyndið að Þórir Sæm væri á bakvið þennan reikning. Ef ég hefði komist að því að þetta væri bara einhver gæi út í bæ, þá væri maður ekkert að uppljóstra hver þetta væri en af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína. Þórir hætti á Twitter á sínum tíma eftir að í ljós kom að hann hefði verið að senda óviðeigandi skilaboð. „Þetta var orðið frekar einsleitt hjá honum og frekar fyrirsjáanlegt,“ segir Karólína sem mun ekki sakna Boring Gylfa Sig en hún var í sambandi við Þórir Sæmundsson í gær. „Honum líður ekki vel og það er verið að kroppa ofan af frekar gömul sár hjá honum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann líka pínu að spila sig sem fórnarlamb. Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Frægar í fantaformi Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Sjónvarpskonan Berglind Festival leysti ráðgátuna um hver væri maðurinn á bak við umdeildan Twitter-reikning. Þetta segir sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir sem ræddi málið í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun. Sjálf tók Karólína eftir að Þóri Sæmundssyni leikara hefði orðið á í messunni en naut aðstoðar Berglindar til að komast til botns í málinu. „Ég var á næturvakt og er búin að pæla mjög mikið í því hver væri á bakvið Boring Gylf Sig og vinkona mín sendi mér skjáskot um nóttina þar sem hann klúðraði að kroppa í burtu prófíl myndina sína,“ segir Karólína. Í gær kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Karólína birti skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófíl mynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Karólína segir að um nóttina hafi þær fyrst rannsakað hvaða maður þetta væri en það hafi í raun lítið gengið. Því næst var ákveðið að senda myndina á eina þjóðþekkta Instagram-stjörnu í þeirri von um að hún vissi hver þetta væri. Karólína sendi myndina á Berglindi Pétursdóttur, betur þekkt sem Berglind Festival. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 „Hún vissi hver þetta var og það var í raun Berglind Festival sem leysti ráðgátuna,“ segir Karólína. „Mér fannst bara fokking fyndið að Þórir Sæm væri á bakvið þennan reikning. Ef ég hefði komist að því að þetta væri bara einhver gæi út í bæ, þá væri maður ekkert að uppljóstra hver þetta væri en af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína. Þórir hætti á Twitter á sínum tíma eftir að í ljós kom að hann hefði verið að senda óviðeigandi skilaboð. „Þetta var orðið frekar einsleitt hjá honum og frekar fyrirsjáanlegt,“ segir Karólína sem mun ekki sakna Boring Gylfa Sig en hún var í sambandi við Þórir Sæmundsson í gær. „Honum líður ekki vel og það er verið að kroppa ofan af frekar gömul sár hjá honum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann líka pínu að spila sig sem fórnarlamb. Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Frægar í fantaformi Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00