Örlagasaga sungin og lesin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 10:00 Ásbjörg segir ekkert annað en rödd í þessu verki. Fréttablaðið/Anton Brink „Kannski má deila um hversu sannsögulegt efnið er en það er byggt á ljóði eftir Ragnar S. Helgason (1900-1979),“ segir Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld um tónverk sitt, Helga EA2, sem Ragnheiður Árnadóttir, Heiða, flytur í Sjóminjasafninu í Reykjavík á morgun klukkan 14. Ljóðið er um skip sem var keypt til Íslands frá Englandi í lok 19. aldar. Því fylgdi sú harmsaga að ung kona, Helga, hefði látist við sjósetningu þess og nafni þess var breytt úr Onward í Helga. Síðan var sú trú sterk að Helga væri verndarengill skipsins því það sneiddi hjá háska. Endalok þess urðu þau að það lá mannlaust við bryggju vestur á fjörðum 1944, sleit sig laust og sigldi í brjáluðu veðri á haf út, hvorki með segl né mótor, og sást ekki meir.“ Ásbjörg segir ljóð Ragnars allt flutt í tónverkinu. „Stundum les Heiða ljóðið og stundum syngur hún það. Það er vel passað upp á að sagan komist til skila og tónlistin trufli ekki of mikið. Það er ekkert annað en rödd í þessu verki, reyndar er rafrás með, en bara sem undirleiksefni.“ Verkið var frumflutt á Myrkum músíkdögum og aftur í Mengi. „En okkur fannst við hæfi að flytja það á Sjóminjasafninu, þar er flott rými og góð tenging við efnið,“ lýsir Ásbjörg. „Framkvæmdin er líka svo einföld því hún Heiða er bara ein á sviðinu og kann þetta allt utan að. Samt er þetta langt ljóð, flutningurinn tekur um 20 mínútur.“ Nýkomin er út bók eftir Ásbjörgu með nýjum sönglögum fyrir börn, sú heitir Endalaus gleði: syngjum saman. „Bókin ætti að koma að notum í tónlistarskólum, leikskólum eða hvar sem sungið er með börnum,“ segir hún. „Ég er sjálf að stjórna barnakór og við vorum svo mikið að syngja það sama og þegar ég var lítil.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Kannski má deila um hversu sannsögulegt efnið er en það er byggt á ljóði eftir Ragnar S. Helgason (1900-1979),“ segir Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld um tónverk sitt, Helga EA2, sem Ragnheiður Árnadóttir, Heiða, flytur í Sjóminjasafninu í Reykjavík á morgun klukkan 14. Ljóðið er um skip sem var keypt til Íslands frá Englandi í lok 19. aldar. Því fylgdi sú harmsaga að ung kona, Helga, hefði látist við sjósetningu þess og nafni þess var breytt úr Onward í Helga. Síðan var sú trú sterk að Helga væri verndarengill skipsins því það sneiddi hjá háska. Endalok þess urðu þau að það lá mannlaust við bryggju vestur á fjörðum 1944, sleit sig laust og sigldi í brjáluðu veðri á haf út, hvorki með segl né mótor, og sást ekki meir.“ Ásbjörg segir ljóð Ragnars allt flutt í tónverkinu. „Stundum les Heiða ljóðið og stundum syngur hún það. Það er vel passað upp á að sagan komist til skila og tónlistin trufli ekki of mikið. Það er ekkert annað en rödd í þessu verki, reyndar er rafrás með, en bara sem undirleiksefni.“ Verkið var frumflutt á Myrkum músíkdögum og aftur í Mengi. „En okkur fannst við hæfi að flytja það á Sjóminjasafninu, þar er flott rými og góð tenging við efnið,“ lýsir Ásbjörg. „Framkvæmdin er líka svo einföld því hún Heiða er bara ein á sviðinu og kann þetta allt utan að. Samt er þetta langt ljóð, flutningurinn tekur um 20 mínútur.“ Nýkomin er út bók eftir Ásbjörgu með nýjum sönglögum fyrir börn, sú heitir Endalaus gleði: syngjum saman. „Bókin ætti að koma að notum í tónlistarskólum, leikskólum eða hvar sem sungið er með börnum,“ segir hún. „Ég er sjálf að stjórna barnakór og við vorum svo mikið að syngja það sama og þegar ég var lítil.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira