Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta aftur til starfa í bláu treyjuna 8. júní þegar þeir mæta Albaníu á Laugardalsvelli í þriðja leik liðsins í undankeppni EM allstaðar 2020. Þremur dögum síðar er svo leikur gegn Tyrklandi í Laugardalnum en óhætt er að segja að þessi tvíhöfði hér heima gæti haft stór áhrif á framvindu Íslands í keppninni. Ísland þarf ekkert minna en fjögur stig og helst sex til að halda áfram í alvöru von um að komast á þriðja stórmótið í röð. Erik Hamrén tókst loks að vinna sinn fyrsta leik sem þjálfari Íslands en strákarnir unnu Andorra 2-0 ytra í síðasta landsleikjaglugga en fengu svo skell í París gegn heimsmeisturum Frakklands. Hamrén hefur varla getað stillt upp sínu sterkasta liði vegna mikilla meiðslavandræða og hann verður klárlega án besta framherja liðsins, Alfreðs Finnbogasonar, sem er meiddur. Að öðru leyti er staðan á strákunum okkar betri en oft áður. Hér að neðan er farið yfir stöðuna hjá leikmönnum Íslands sem hafa verið í hópnum undanfarna mánuði.Hannes Þór Halldórsson er kominn heim í Val.vísir/gettyHeldur Hannes sætinu? Það eru engin meiðslavandræði á markvörðunum en Hamrén þarf nú að taka ákvörðun um hvort Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður liðsins og sá langbesti undanfarin ár, haldi sæti sínu. Hannes er kominn heim og hefur ekki verið alveg nógu sannfærandi í Pepsi Max-deildinni á sama tíma og helstu keppinautar hans, Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson, eru að spila reglulega í miklu sterkari deildum. Hannes Þór hélt sætinu síðast þrátt fyrir að vera ekki að spila neitt í Aserbaídjan en Hamrén sagði þá fyrir verkefnið á blaðamannafundi að Breiðhyltingurinn uppaldi væri númer eitt. Nú er komið að stórri ákvörðun fyrir Hamrén en góðu fréttirnar eru að hann hefur úr góðum mönnum að velja. Ekki má gleyma að frammistaða Hannesar með landsliðinu hefur alla jafna verið framúrskarandi.Markverðir:Hannes Þór Halldórsson: Byrjaði fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar í banni og fékk ekki góða dóma fyrir næstu leiki. Var frábær á móti Fylki í fjórðu umferð en fékk svo á sig þrjú mörk í síðasta leik á móti FH. Er í góðu standi en að spila í mun slakari deild en hinir markverðirnir.Rúnar Alex Rúnarsson: Endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Dijon í lok mars og spilaði átta síðustu leiki frönsku 1. deildarinnar. Hélt einu sinni hreinu og átti stóran þátt í frábærum sigri á Lyon en liðið fékk á sig slatta af mörkum undir lok leiktíðar og er í fallbaráttu. Spilaði síðast 18. maí.Ögmundur Kristinsson: Spilaði alla leiki fyrir Larissa í grísku úrvalsdeildinni og átti mögulega sitt besta tímabil á ferlinum. Var nokkrum sinnum í liði vikunnar og var valinn besti leikmaður síns liðs. Spilaði síðast 5. maí.Kári Árnason hefur verið traustur í vörn íslenska liðsins.vísir/gettyFáir leikir Sverris og Kára Fjöldi leikja fyrir félagslið í aðdraganda landsleikja hefur sjaldnast skipt einhverju máli þegar kemur að íslenska landsliðinu. Þar hafa menn unnið sér inn sæti og haldið því byggt á því sem þeir gera í bláu treyjunni. Það er svona upp og ofan hvort varnarmenn íslenska liðsins hafi verið að spila undanfarnar vikur og mánuði. Kári Árnason hefur lítið spilað í Tyrklandi en það hefur sjaldnast haft áhrif á frammistöðu hans fyrir Ísland. Sverrir Ingi Ingason upplifði svo ekki alveg drauminn í Grikklandi en hann fór úr því að spila alla leiki fyrir Rostov í það að spila bara bikarleiki fyrir PAOK í Grikklandi. Hann gæti því verið í betra leikformi. Langt er síðan Ari Freyr Skúlason spilaði fótboltaleik en hann hefur verið að banka hressilega á dyrnar að undanförnu og ætlar sér að hirða vinstri bakvarðarstöðuna aftur.Ragnar og Sverrir byrjuðu síðasta leik á móti Frakklandi.vísir/gettyVarnarmenn:Birkir Már Sævarsson: Er að vanda í góðu standi og byrjar alla leiki fyrir Val í Pepsi Max-deild karla þar sem hann er nú á sinni þriðju heilu leiktíð. Bakvörðurinn eldfljóti hefur spilað betur en spilar þó alla leiki frá upphafi til enda.Kári Árnason: Spilaði aðeins fjóra leiki á þessu ári, þar af tvo af síðustu tólf í tyrknesku B-deildinni er liðið hans fór upp í úrvalsdeildina. Spilaði síðast 18. maí.Ragnar Sigurðsson: Var að vanda fastamaður í vörn Rostov og spilaði alla leiki ársins, þar af bar hann fyrirliðabandið tvisvar sinnum. Lauk keppni í rússnesku úrvalsdeildinni 19. maí.Hörður Björgvin Magnússon: Byrjaði nánast alla leiki fyrir CSKA Moskvu sem endaði í fimmta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar. Er þar eins og alltaf að spila mest sem miðvörður en fór einnig í bakvörðinn og inn á miðjuna í síðasta leik. Spilaði síðast 18. maí.Jón Guðni Fjóluson: Hefur verið meira og minna á bekknum hjá Krasnodar á tímabilinu en hann byrjaði fimm leiki en var 21 sinnum ónotaður varamaður. Spilaði þrjá af síðustu fjórum leikjum liðsins sem endaði í þriðja sæti í Rússlandi. Spilaði síðast 19. maí.Sverrir Ingi Ingason: Sverrir Ingi spilaði ekki deildarleik fyrir PAOK eftir vistaskiptin sín þangað fyrr en í lokaumferðinni þegar að liðið var orðið meistari. Spilaði aftur á móti fjóra af fimm bikarleikjum liðsins á leið að gríska bikarmeistaratitlinum en fékk aðeins eina mínútu sem varamaður í úrslitaleiknum. Spilaði síðast 11. maí.Ari Freyr Skúlason: Var meira og minna fastamaður í byrjunarliði Lokeren á mjög erfiðu tímabili hjá liðinu er það hafnaði neðst í belgísku úrvalsdeildnini. Ari hefur verið að spila nokkrar stöður; vinstri bakvörð, vinstra megin á miðju og inni á miðjunni. Tímabilið hjá honum var búið mjög snemma en hann spilaði síðast 17. mars.Gylfi Þór er áfram í fantaformi.vísir/gettyMest gott að frétta á miðjunni Það eru frábærar fréttir að tveir bestu miðjumenn íslenska liðsins; Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson, eru í standi og í stuði. Aron Einar lauk keppni með stæl í ensku úrvalsdeildinni þar sem Gylfi Þór var einmitt einn besti miðjumaður deildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson missti af mörgum leikjum vegna meiðsla en tók virkan þátt í lokasprett deildarinnar. Það eru frábærar fréttir en staðan á Birki Bjarnasyni gæti ekki verið mikið verri. Hann var algjörlega úti í kuldanum hjá Aston Villa. Góðu fréttirnar eru að Arnór Sigurðsson hélt sæti sínu í Rússlandi, Arnór Ingvi Traustason er kominn aftur í stuð í Svíþjóð og þá er Emil Hallfreðsson meira að segja kominn á ról eftir erfið meiðsli. Breiddin er fín á miðjunni fyrir þennan tvíhöfða í júní og getur Hamrén þar valið úr öllum sínum bestu leikmönnum.Birkir Bjarnason spilaði nánast ekkert í ár.vísir/gettyMiðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson: Var að glíma við svolítið af meiðslum á tímabilinu sem fækkaði byrjunarliðsleikjum hans í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili. Skoraði þrjú mörk og lagði upp sex fyrir Burnley og tók þátt í tíu af síðustu tólf leikjum liðsins. Spilaði síðast 12. maí.Birkir Bjarnason: Var í skelfilegri stöðu hjá Aston Villa á nýju ári. Eftir að byrja fyrstu þrjá leiki ársins í ensku B-deildinni spilaði hann aðeins 16 mínútur í tveimur leikjum frá 26. janúar. Er því í litlu sem engu leikformi.Gylfi Þór Sigurðsson: Byrjaði 36 af 38 leikjum Everton á tímabilinu í deildinni, báða bikarleikina og annan af tveimur deildarbikarleikjunum. Skoraði þrettán mörk í deild og lagði upp sex. Er í góðu standi og besti fótboltamaður Íslands. Spilaði síðast 12. maí.Aron Einar Gunnarsson: Byrjaði mótið meiddur sem pirraði knattspyrnustjórann Neil Warnock verulega en var síðan meira og minna í byrjunarliðinu eftir það. Fastamaður í liðinu á þessu ári og hélt sér meiðslalausum sem eru góðar fréttir. Spilaði síðast 12. maí.Arnór Sigurðsson er fastamaður hjá CSKA en hann varð tvítugur á dögunum.vísir/gettyArnór Sigurðsson: Skagamaðurinn ungi var ekki lengi að finna sér inn sæti í byrjunarliði rússneska stórveldisins CSKA Moskvu. Spilaði nær alla leiki liðsins á nýju ári sem byrjunarliðsmaður og skoraði þrjú mörk. Er mest að spila sem sóknarþenkjandi miðjumaður eða á vængnum. Spilaði síðast 18. maí.Rúnar Már S. Sigurjónsson: Búinn að vera mikið meiddur á árinu og spila aðeins sex leiki af sextán fyrir Grasshoppers í svissnesku úrvalsdeildinni. Náði ekki að koma í veg fyrir fall liðsins úr deildinni en spilaði þó síðustu tvo leiki liðsins. Spilaði síðast 16. maí.Guðlaugur Victor Pálsson: Fyrrverandi fyrirliði FC Zürich er alltaf á sínum stað inni á miðjunni hjá Darmstadt en hann flutti sig þangað frá Sviss. Hann leysti einnig aðeins af sem miðvörður í Sviss áður en hann fór yfir. Victor ætti að vera í fínu standi enda fastamaður í liðinu en hann missti reyndar af síðasta leik liðsins vegna meiðsla. Spilaði síðast 12. maí.Emil Hallfreðsson: Er kominn til baka eftir meiðsli og kom tvisvar sinnum inn á sem varamaður fyrir Udinese í síðustu þremur leikjum tímabilsins. Hefur spilað tvo leiki á árinu, alls 45 mínútur.Arnór Ingvi Traustason: Kominn aftur á gott skrið á sínum ferli hjá sænska stórliðinu Malmö þar sem hann spilar alla leiki. Er búinn að skora tvö mörk og leggja upp þrjú í deildinni. Sænska deildin er í fullum gangi.Rúrik Gíslason: Fastamaður í byrjunarliði Sandhausen í þýsku B-deildinni. Liðið hélt sér uppi, meðal annars þökk sé Rúrik sem spilaði stórvel og lagði upp níu mörk fyrir liðið.Alfreð Finnbogason missir af leikjunum sem er mikill missir.vísir/gettyVantar þann besta Verstu fréttirnar eru í framlínunni þar sem að besti framherji liðsins, Alfreð Finnbogason, er meiddur. Hann fór í aðgerð á dögunum og gengur um í gifsi og verður ekki með í þessum mikilvæga tvíhöfða á móti Albaníu og Tyrklandi. Hinn aðalframherjinn undanfarin ár, Jón Daði Böðvarsson, spilaði nánast ekkert fyrir Reading á þessu ári og var ekki með síðasta landsliðshóp en hann er á krossgötum á sínum ferli og mun væntanlega yfirgefa England í sumar. Viðar Örn Kjartansson þakkaði traustið á móti Andorra og sá er heitur í Svíþjóð þessa dagana en ekki er ólíklegt að hann byrji á móti Albaníu. Hann er allavega heitasti framherji Íslands þessa dagana. Vonin var fljót að hverfa með Kolbein Sigþórsson eftir endurkomu hans á dögunum en Albert Guðmundsson kláraði tímabilið vel með AZ Alkmaar og er ekki ólíklegur að byrja Albaníuleikinn, jafnvel með Viðari í fremstu víglínu.Albert Guðmundsson kláraði tímabilið í Hollandi með stæl.vísir/gettySóknarmenn:Alfreð Finnbogason: Er meiddur. Hann er í gifsi og verður ekki með.Jón Daði Böðvarsson: Datt út úr myndinni hjá Reading á nýju ári, meðal annars vegna meiðsla. Var ekki í leikmannahópnum frá febrúar og spilaði síðast leik með varaliðinu í lok apríl.Kolbeinn Sigþórsson: Vakti upp von hjá íslenskum stuðningsmönnum þegar að hann spilaði 24 mínútur sem varamaður fyrir AIK á dögunum en hefur ekki komið við sögu í síðustu þremur leikjum og hefur verið sagður meiddur á ný.Albert Guðmundsson: Var kominn í byrjunarlið AZ Alkmaar undir lok tímabilsins eftir mikla bekkjarsetu og þakkaði traustið. Skoraði þrjú mörk í síðustu fimm leikjunum og byrjaði síðustu fjóra. Spilaði síðast 15. maí.Viðar Örn Kjartansson: Selfyssingurinn er byrjaður að gera það sem að hann gerir: skora mörk. Viðar spilar alla leiki fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni og er nú þegar búinn að skora fjögur mörk í níu leikjum.Björn Bergmann Sigurðarson Byrjaði nánast og sat á bekknum til skiptist undir lokin hjá Rostov en hann skoraði aðeins fimm mörk í 26 leikjum í rússnesku úrvalsdeildinni, þar af síðast 3. mars. Er þó meiðslafrír og spilaði síðast 10. maí. EM 2020 í fótbolta Fréttaskýringar Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta aftur til starfa í bláu treyjuna 8. júní þegar þeir mæta Albaníu á Laugardalsvelli í þriðja leik liðsins í undankeppni EM allstaðar 2020. Þremur dögum síðar er svo leikur gegn Tyrklandi í Laugardalnum en óhætt er að segja að þessi tvíhöfði hér heima gæti haft stór áhrif á framvindu Íslands í keppninni. Ísland þarf ekkert minna en fjögur stig og helst sex til að halda áfram í alvöru von um að komast á þriðja stórmótið í röð. Erik Hamrén tókst loks að vinna sinn fyrsta leik sem þjálfari Íslands en strákarnir unnu Andorra 2-0 ytra í síðasta landsleikjaglugga en fengu svo skell í París gegn heimsmeisturum Frakklands. Hamrén hefur varla getað stillt upp sínu sterkasta liði vegna mikilla meiðslavandræða og hann verður klárlega án besta framherja liðsins, Alfreðs Finnbogasonar, sem er meiddur. Að öðru leyti er staðan á strákunum okkar betri en oft áður. Hér að neðan er farið yfir stöðuna hjá leikmönnum Íslands sem hafa verið í hópnum undanfarna mánuði.Hannes Þór Halldórsson er kominn heim í Val.vísir/gettyHeldur Hannes sætinu? Það eru engin meiðslavandræði á markvörðunum en Hamrén þarf nú að taka ákvörðun um hvort Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður liðsins og sá langbesti undanfarin ár, haldi sæti sínu. Hannes er kominn heim og hefur ekki verið alveg nógu sannfærandi í Pepsi Max-deildinni á sama tíma og helstu keppinautar hans, Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson, eru að spila reglulega í miklu sterkari deildum. Hannes Þór hélt sætinu síðast þrátt fyrir að vera ekki að spila neitt í Aserbaídjan en Hamrén sagði þá fyrir verkefnið á blaðamannafundi að Breiðhyltingurinn uppaldi væri númer eitt. Nú er komið að stórri ákvörðun fyrir Hamrén en góðu fréttirnar eru að hann hefur úr góðum mönnum að velja. Ekki má gleyma að frammistaða Hannesar með landsliðinu hefur alla jafna verið framúrskarandi.Markverðir:Hannes Þór Halldórsson: Byrjaði fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar í banni og fékk ekki góða dóma fyrir næstu leiki. Var frábær á móti Fylki í fjórðu umferð en fékk svo á sig þrjú mörk í síðasta leik á móti FH. Er í góðu standi en að spila í mun slakari deild en hinir markverðirnir.Rúnar Alex Rúnarsson: Endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Dijon í lok mars og spilaði átta síðustu leiki frönsku 1. deildarinnar. Hélt einu sinni hreinu og átti stóran þátt í frábærum sigri á Lyon en liðið fékk á sig slatta af mörkum undir lok leiktíðar og er í fallbaráttu. Spilaði síðast 18. maí.Ögmundur Kristinsson: Spilaði alla leiki fyrir Larissa í grísku úrvalsdeildinni og átti mögulega sitt besta tímabil á ferlinum. Var nokkrum sinnum í liði vikunnar og var valinn besti leikmaður síns liðs. Spilaði síðast 5. maí.Kári Árnason hefur verið traustur í vörn íslenska liðsins.vísir/gettyFáir leikir Sverris og Kára Fjöldi leikja fyrir félagslið í aðdraganda landsleikja hefur sjaldnast skipt einhverju máli þegar kemur að íslenska landsliðinu. Þar hafa menn unnið sér inn sæti og haldið því byggt á því sem þeir gera í bláu treyjunni. Það er svona upp og ofan hvort varnarmenn íslenska liðsins hafi verið að spila undanfarnar vikur og mánuði. Kári Árnason hefur lítið spilað í Tyrklandi en það hefur sjaldnast haft áhrif á frammistöðu hans fyrir Ísland. Sverrir Ingi Ingason upplifði svo ekki alveg drauminn í Grikklandi en hann fór úr því að spila alla leiki fyrir Rostov í það að spila bara bikarleiki fyrir PAOK í Grikklandi. Hann gæti því verið í betra leikformi. Langt er síðan Ari Freyr Skúlason spilaði fótboltaleik en hann hefur verið að banka hressilega á dyrnar að undanförnu og ætlar sér að hirða vinstri bakvarðarstöðuna aftur.Ragnar og Sverrir byrjuðu síðasta leik á móti Frakklandi.vísir/gettyVarnarmenn:Birkir Már Sævarsson: Er að vanda í góðu standi og byrjar alla leiki fyrir Val í Pepsi Max-deild karla þar sem hann er nú á sinni þriðju heilu leiktíð. Bakvörðurinn eldfljóti hefur spilað betur en spilar þó alla leiki frá upphafi til enda.Kári Árnason: Spilaði aðeins fjóra leiki á þessu ári, þar af tvo af síðustu tólf í tyrknesku B-deildinni er liðið hans fór upp í úrvalsdeildina. Spilaði síðast 18. maí.Ragnar Sigurðsson: Var að vanda fastamaður í vörn Rostov og spilaði alla leiki ársins, þar af bar hann fyrirliðabandið tvisvar sinnum. Lauk keppni í rússnesku úrvalsdeildinni 19. maí.Hörður Björgvin Magnússon: Byrjaði nánast alla leiki fyrir CSKA Moskvu sem endaði í fimmta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar. Er þar eins og alltaf að spila mest sem miðvörður en fór einnig í bakvörðinn og inn á miðjuna í síðasta leik. Spilaði síðast 18. maí.Jón Guðni Fjóluson: Hefur verið meira og minna á bekknum hjá Krasnodar á tímabilinu en hann byrjaði fimm leiki en var 21 sinnum ónotaður varamaður. Spilaði þrjá af síðustu fjórum leikjum liðsins sem endaði í þriðja sæti í Rússlandi. Spilaði síðast 19. maí.Sverrir Ingi Ingason: Sverrir Ingi spilaði ekki deildarleik fyrir PAOK eftir vistaskiptin sín þangað fyrr en í lokaumferðinni þegar að liðið var orðið meistari. Spilaði aftur á móti fjóra af fimm bikarleikjum liðsins á leið að gríska bikarmeistaratitlinum en fékk aðeins eina mínútu sem varamaður í úrslitaleiknum. Spilaði síðast 11. maí.Ari Freyr Skúlason: Var meira og minna fastamaður í byrjunarliði Lokeren á mjög erfiðu tímabili hjá liðinu er það hafnaði neðst í belgísku úrvalsdeildnini. Ari hefur verið að spila nokkrar stöður; vinstri bakvörð, vinstra megin á miðju og inni á miðjunni. Tímabilið hjá honum var búið mjög snemma en hann spilaði síðast 17. mars.Gylfi Þór er áfram í fantaformi.vísir/gettyMest gott að frétta á miðjunni Það eru frábærar fréttir að tveir bestu miðjumenn íslenska liðsins; Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson, eru í standi og í stuði. Aron Einar lauk keppni með stæl í ensku úrvalsdeildinni þar sem Gylfi Þór var einmitt einn besti miðjumaður deildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson missti af mörgum leikjum vegna meiðsla en tók virkan þátt í lokasprett deildarinnar. Það eru frábærar fréttir en staðan á Birki Bjarnasyni gæti ekki verið mikið verri. Hann var algjörlega úti í kuldanum hjá Aston Villa. Góðu fréttirnar eru að Arnór Sigurðsson hélt sæti sínu í Rússlandi, Arnór Ingvi Traustason er kominn aftur í stuð í Svíþjóð og þá er Emil Hallfreðsson meira að segja kominn á ról eftir erfið meiðsli. Breiddin er fín á miðjunni fyrir þennan tvíhöfða í júní og getur Hamrén þar valið úr öllum sínum bestu leikmönnum.Birkir Bjarnason spilaði nánast ekkert í ár.vísir/gettyMiðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson: Var að glíma við svolítið af meiðslum á tímabilinu sem fækkaði byrjunarliðsleikjum hans í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili. Skoraði þrjú mörk og lagði upp sex fyrir Burnley og tók þátt í tíu af síðustu tólf leikjum liðsins. Spilaði síðast 12. maí.Birkir Bjarnason: Var í skelfilegri stöðu hjá Aston Villa á nýju ári. Eftir að byrja fyrstu þrjá leiki ársins í ensku B-deildinni spilaði hann aðeins 16 mínútur í tveimur leikjum frá 26. janúar. Er því í litlu sem engu leikformi.Gylfi Þór Sigurðsson: Byrjaði 36 af 38 leikjum Everton á tímabilinu í deildinni, báða bikarleikina og annan af tveimur deildarbikarleikjunum. Skoraði þrettán mörk í deild og lagði upp sex. Er í góðu standi og besti fótboltamaður Íslands. Spilaði síðast 12. maí.Aron Einar Gunnarsson: Byrjaði mótið meiddur sem pirraði knattspyrnustjórann Neil Warnock verulega en var síðan meira og minna í byrjunarliðinu eftir það. Fastamaður í liðinu á þessu ári og hélt sér meiðslalausum sem eru góðar fréttir. Spilaði síðast 12. maí.Arnór Sigurðsson er fastamaður hjá CSKA en hann varð tvítugur á dögunum.vísir/gettyArnór Sigurðsson: Skagamaðurinn ungi var ekki lengi að finna sér inn sæti í byrjunarliði rússneska stórveldisins CSKA Moskvu. Spilaði nær alla leiki liðsins á nýju ári sem byrjunarliðsmaður og skoraði þrjú mörk. Er mest að spila sem sóknarþenkjandi miðjumaður eða á vængnum. Spilaði síðast 18. maí.Rúnar Már S. Sigurjónsson: Búinn að vera mikið meiddur á árinu og spila aðeins sex leiki af sextán fyrir Grasshoppers í svissnesku úrvalsdeildinni. Náði ekki að koma í veg fyrir fall liðsins úr deildinni en spilaði þó síðustu tvo leiki liðsins. Spilaði síðast 16. maí.Guðlaugur Victor Pálsson: Fyrrverandi fyrirliði FC Zürich er alltaf á sínum stað inni á miðjunni hjá Darmstadt en hann flutti sig þangað frá Sviss. Hann leysti einnig aðeins af sem miðvörður í Sviss áður en hann fór yfir. Victor ætti að vera í fínu standi enda fastamaður í liðinu en hann missti reyndar af síðasta leik liðsins vegna meiðsla. Spilaði síðast 12. maí.Emil Hallfreðsson: Er kominn til baka eftir meiðsli og kom tvisvar sinnum inn á sem varamaður fyrir Udinese í síðustu þremur leikjum tímabilsins. Hefur spilað tvo leiki á árinu, alls 45 mínútur.Arnór Ingvi Traustason: Kominn aftur á gott skrið á sínum ferli hjá sænska stórliðinu Malmö þar sem hann spilar alla leiki. Er búinn að skora tvö mörk og leggja upp þrjú í deildinni. Sænska deildin er í fullum gangi.Rúrik Gíslason: Fastamaður í byrjunarliði Sandhausen í þýsku B-deildinni. Liðið hélt sér uppi, meðal annars þökk sé Rúrik sem spilaði stórvel og lagði upp níu mörk fyrir liðið.Alfreð Finnbogason missir af leikjunum sem er mikill missir.vísir/gettyVantar þann besta Verstu fréttirnar eru í framlínunni þar sem að besti framherji liðsins, Alfreð Finnbogason, er meiddur. Hann fór í aðgerð á dögunum og gengur um í gifsi og verður ekki með í þessum mikilvæga tvíhöfða á móti Albaníu og Tyrklandi. Hinn aðalframherjinn undanfarin ár, Jón Daði Böðvarsson, spilaði nánast ekkert fyrir Reading á þessu ári og var ekki með síðasta landsliðshóp en hann er á krossgötum á sínum ferli og mun væntanlega yfirgefa England í sumar. Viðar Örn Kjartansson þakkaði traustið á móti Andorra og sá er heitur í Svíþjóð þessa dagana en ekki er ólíklegt að hann byrji á móti Albaníu. Hann er allavega heitasti framherji Íslands þessa dagana. Vonin var fljót að hverfa með Kolbein Sigþórsson eftir endurkomu hans á dögunum en Albert Guðmundsson kláraði tímabilið vel með AZ Alkmaar og er ekki ólíklegur að byrja Albaníuleikinn, jafnvel með Viðari í fremstu víglínu.Albert Guðmundsson kláraði tímabilið í Hollandi með stæl.vísir/gettySóknarmenn:Alfreð Finnbogason: Er meiddur. Hann er í gifsi og verður ekki með.Jón Daði Böðvarsson: Datt út úr myndinni hjá Reading á nýju ári, meðal annars vegna meiðsla. Var ekki í leikmannahópnum frá febrúar og spilaði síðast leik með varaliðinu í lok apríl.Kolbeinn Sigþórsson: Vakti upp von hjá íslenskum stuðningsmönnum þegar að hann spilaði 24 mínútur sem varamaður fyrir AIK á dögunum en hefur ekki komið við sögu í síðustu þremur leikjum og hefur verið sagður meiddur á ný.Albert Guðmundsson: Var kominn í byrjunarlið AZ Alkmaar undir lok tímabilsins eftir mikla bekkjarsetu og þakkaði traustið. Skoraði þrjú mörk í síðustu fimm leikjunum og byrjaði síðustu fjóra. Spilaði síðast 15. maí.Viðar Örn Kjartansson: Selfyssingurinn er byrjaður að gera það sem að hann gerir: skora mörk. Viðar spilar alla leiki fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni og er nú þegar búinn að skora fjögur mörk í níu leikjum.Björn Bergmann Sigurðarson Byrjaði nánast og sat á bekknum til skiptist undir lokin hjá Rostov en hann skoraði aðeins fimm mörk í 26 leikjum í rússnesku úrvalsdeildinni, þar af síðast 3. mars. Er þó meiðslafrír og spilaði síðast 10. maí.