Deila tónum og sporum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2019 07:00 Linus Orri hlakkar til að læra dans. Á Vöku verða evrópskir þjóðdansar og íslenskir sagnadansar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Markmið Vöku er að styrkja þjóðlagasenuna á Íslandi og deila tónum og sporum,“ segir Linus Orri Gunnarsson sem er talsmaður þjóðlagahelgarinnar Vöku sem haldin verður í Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1 í Reykjavík, og hefst í kvöld. Tvennir tónleikar verða haldnir, í kvöld og annað kvöld, þar sem fram koma: Ragnheiður Gröndal, Skuggamyndir frá Býsans, Voces Thules, Umbra, Funi, Mandólín og Gýa. Sjálfur er Linus í síðasttalda bandinu. „Ég hef stússast í alls konar músík og held ég geti spilað hvaða tónlist sem er en lenti alveg óvart í þjóðlagatónlistinni og það er gaman, menningin í kringum hana er svo lýðræðisleg, maður bara kemur og spilar. Stemningin snýst ekki um að verða frægur, meika’ða, komast á samning hjá plötufyrirtæki eða neitt svoleiðis. Allt snýst bara um tónlistina og hvenær við getum hist og spilað.“ Linus telur þjóðlagahefðina á Íslandi lítið áberandi miðað við í löndunum í kringum okkur. „Hér hefur aldrei verið sú hljóðfærahefð sem víða er. Sterkasta hefðin okkar er kringum kvæðin og rímurnar og hún rétt heldur lífsmarki. Við sem höfum ánetjast henni grínumst stundum með það að Ísland ætti að vera miðstöð fyrir þjóðlagatónlist Norður-Atlantshafslandanna, það mundi passa svo vel landfræðilega að við héldum utan um tónlistararf Norður-Ameríku og Norður-Evrópu.“ Gýa, hópurinn sem Linus Orri er í hittist vikulega og spilar á Bar-Ananas á Klapparstíg. „Við höfum gert það næstum í fjögur ár og það er opið hús. Þar spilum við mikið af írskri tónlist. En á Vöku annað kvöld erum við í rauninni að koma í fyrsta skipti opinberlega fram og frumflytja það sem við höfum verið að búa til og það er rammíslenskt. Ég hef verið að taka alls konar stef úr íslenskri sönghefð og búa til hljóðfæratónlist úr því. Meðal þess sem ég hef notað er stemma úr Hænsna-Þórisrímum og líka sönglag úr Melódíu sem er handrit frá 1666. Við hlökkum til að kynna þessa afurð. Það er alltaf áhugavert þegar maður fær strax tilfinninguna fyrir því að eitthvað sé íslenskt, að það sé þannig bragur á því.“ Vaka stendur semsagt í þrjá daga. „Þess vegna köllum við þetta þjóðlagahelgi en ekki hátíð,“ segir Linus Orri. „Við fengum inni í tungumálaskólanum Dósaverksmiðjunni. Hljómsveitin Mandólín hefur haldið tvenna tónleika þar og gengið vel. Það sem ég er spenntastur fyrir um helgina er dansinn. Því að á laugardeginum eru tvö dansnámskeið og þá getur fólk lært sporin og eftir tónleikana um kvöldið verður spilað fyrir dansi svo þá gefst því tækifæri til að spreyta sig og nýta þekkinguna.“ Hann segir stemninguna um helgina verða heimilislega. „Það er meira að segja kvöldmatur fyrir tónleikana og ef ég mætti ráða mundum við öll bara gista þarna! Ég vil að þetta sé þannig að fólk komi í dag og verði fram á sunnudag!“ Fram að þessu hefur Vaka verið haldin á Akureyri og Linus segist eiga góðar minningar þaðan, meðal annars af stuðinu á tjaldstæðinu. „En reynum að hafa prógrammið okkar þannig að fólk geti mætt og verið alla helgina.“ Dagskrána í heild sinni má kynna sér á vakareykjavik.is. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Markmið Vöku er að styrkja þjóðlagasenuna á Íslandi og deila tónum og sporum,“ segir Linus Orri Gunnarsson sem er talsmaður þjóðlagahelgarinnar Vöku sem haldin verður í Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1 í Reykjavík, og hefst í kvöld. Tvennir tónleikar verða haldnir, í kvöld og annað kvöld, þar sem fram koma: Ragnheiður Gröndal, Skuggamyndir frá Býsans, Voces Thules, Umbra, Funi, Mandólín og Gýa. Sjálfur er Linus í síðasttalda bandinu. „Ég hef stússast í alls konar músík og held ég geti spilað hvaða tónlist sem er en lenti alveg óvart í þjóðlagatónlistinni og það er gaman, menningin í kringum hana er svo lýðræðisleg, maður bara kemur og spilar. Stemningin snýst ekki um að verða frægur, meika’ða, komast á samning hjá plötufyrirtæki eða neitt svoleiðis. Allt snýst bara um tónlistina og hvenær við getum hist og spilað.“ Linus telur þjóðlagahefðina á Íslandi lítið áberandi miðað við í löndunum í kringum okkur. „Hér hefur aldrei verið sú hljóðfærahefð sem víða er. Sterkasta hefðin okkar er kringum kvæðin og rímurnar og hún rétt heldur lífsmarki. Við sem höfum ánetjast henni grínumst stundum með það að Ísland ætti að vera miðstöð fyrir þjóðlagatónlist Norður-Atlantshafslandanna, það mundi passa svo vel landfræðilega að við héldum utan um tónlistararf Norður-Ameríku og Norður-Evrópu.“ Gýa, hópurinn sem Linus Orri er í hittist vikulega og spilar á Bar-Ananas á Klapparstíg. „Við höfum gert það næstum í fjögur ár og það er opið hús. Þar spilum við mikið af írskri tónlist. En á Vöku annað kvöld erum við í rauninni að koma í fyrsta skipti opinberlega fram og frumflytja það sem við höfum verið að búa til og það er rammíslenskt. Ég hef verið að taka alls konar stef úr íslenskri sönghefð og búa til hljóðfæratónlist úr því. Meðal þess sem ég hef notað er stemma úr Hænsna-Þórisrímum og líka sönglag úr Melódíu sem er handrit frá 1666. Við hlökkum til að kynna þessa afurð. Það er alltaf áhugavert þegar maður fær strax tilfinninguna fyrir því að eitthvað sé íslenskt, að það sé þannig bragur á því.“ Vaka stendur semsagt í þrjá daga. „Þess vegna köllum við þetta þjóðlagahelgi en ekki hátíð,“ segir Linus Orri. „Við fengum inni í tungumálaskólanum Dósaverksmiðjunni. Hljómsveitin Mandólín hefur haldið tvenna tónleika þar og gengið vel. Það sem ég er spenntastur fyrir um helgina er dansinn. Því að á laugardeginum eru tvö dansnámskeið og þá getur fólk lært sporin og eftir tónleikana um kvöldið verður spilað fyrir dansi svo þá gefst því tækifæri til að spreyta sig og nýta þekkinguna.“ Hann segir stemninguna um helgina verða heimilislega. „Það er meira að segja kvöldmatur fyrir tónleikana og ef ég mætti ráða mundum við öll bara gista þarna! Ég vil að þetta sé þannig að fólk komi í dag og verði fram á sunnudag!“ Fram að þessu hefur Vaka verið haldin á Akureyri og Linus segist eiga góðar minningar þaðan, meðal annars af stuðinu á tjaldstæðinu. „En reynum að hafa prógrammið okkar þannig að fólk geti mætt og verið alla helgina.“ Dagskrána í heild sinni má kynna sér á vakareykjavik.is.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira