Björgvin var raddlaus í fjóra mánuði og óttaðist hið versta Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 13:13 Björgvin Halldórsson söngvari hélt að hann hefði sungið sitt síðasta. Vísir „Meðan ég stend í lappirnar og röddin er í lagi þá held ég bara áfram,“ sagði söngvarinn Björgvin Halldórsson í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði glímt við raddleysi í fjóra mánuði. Björgvin sagði að röddin þurfi að vera í lagi ætli maður að starfa sem söngvari en um jólin síðustu fékk hann svakalega flensu sem fór í röddina. „Ég var ekki alveg 100 prósent þarna um jólin,“ sagði Björgvin.Vísir greindi frá því í vetur að Björgvin hefði lent í vandræðum með röddina í miðri jólatörninni en þá voru fyrirhugaðir fimm tónleikar í Eldborg, Litlu jólin og tónleikar á Hamborgarafabrikkunni. Björgvin söng hins vegar alla þessa tónleika en viðurkenndi að mögulega hafi einhverjir orðið varir við bresti í röddinni. Hann sagði í Bakaríinu í morgun að hann hefði verið afar fegin að komast í gegnum þessa törn en um áramótin sló honum niður. „Og verð svona hrikalega veikur og það fer svona í hálsinn á mér,“ sagði Björgvin. Frá áramótum hefur hann þurft að neita 5 til 6 giggum þangað til hann söng í útför á Akranesi fyrir tveimur vikum síðan. „Þá fór ég og söng lög sem krefjast mikils bara til að tékka hvort röddin væri þarna. Sem betur var hún þarna. Hún er svona 99,9 prósent komin. Það er ekki hægt að gera þetta nema hljóðfærið sé í lagi,“ segir Björgvin. Hann hafði áhyggjur af því að söngferli hans væri lokið og hann lagðist í mikið þunglyndi. „Ég náði ekki falsettunni og fór í innöndun. Svo var kíkt ofan í mig og það var kominn bjúgur á hálsinn og farið að móta fyrir litlu sári á raddböndunum.“ Hann varð veikur fyrir Jólagesta-tónleikaröð sína og kom ekki upp orði. „Þá þyrmdi yfir mig: Jæja, Björgvin minn. Þetta er búið að vera ágætt hjá þér. Þetta var fínt „run“. Fínn ferill, nú ferð þú og vinnur í bókasafninu. Nú átti að endurgreiða alla miðana og slúffa þessu. Ég var á þeim stað,“ segir Björgvin. Gissur Páll Gissurarson, litli tenórinn með stóru röddina, hringdi þá í Björgvin og tilkynnti honum að hann vissi hvað væri að gerast, sótti hann og fór með hann á heilsugæslu í Glæsibæ. Eftir heimsóknina á heilsugæsluna komst hann í gegnum tónleikaröðina. „Ég get ekki lýst því hvað þetta var erfitt af því ég verð aldrei veikur eða hás,“ segir Björgvin. Hefð er fyrir því að Björgvin og gestir hans taki lagið í hádeginu á Þorláksmessu á Hamborgarafabrikkunni en Björgvin var settur í straff og tók Svala dóttir hans þá tónleika. Björgvin segir röddina komna aftur og hann farinn að syngja á ný. Jól Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
„Meðan ég stend í lappirnar og röddin er í lagi þá held ég bara áfram,“ sagði söngvarinn Björgvin Halldórsson í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði glímt við raddleysi í fjóra mánuði. Björgvin sagði að röddin þurfi að vera í lagi ætli maður að starfa sem söngvari en um jólin síðustu fékk hann svakalega flensu sem fór í röddina. „Ég var ekki alveg 100 prósent þarna um jólin,“ sagði Björgvin.Vísir greindi frá því í vetur að Björgvin hefði lent í vandræðum með röddina í miðri jólatörninni en þá voru fyrirhugaðir fimm tónleikar í Eldborg, Litlu jólin og tónleikar á Hamborgarafabrikkunni. Björgvin söng hins vegar alla þessa tónleika en viðurkenndi að mögulega hafi einhverjir orðið varir við bresti í röddinni. Hann sagði í Bakaríinu í morgun að hann hefði verið afar fegin að komast í gegnum þessa törn en um áramótin sló honum niður. „Og verð svona hrikalega veikur og það fer svona í hálsinn á mér,“ sagði Björgvin. Frá áramótum hefur hann þurft að neita 5 til 6 giggum þangað til hann söng í útför á Akranesi fyrir tveimur vikum síðan. „Þá fór ég og söng lög sem krefjast mikils bara til að tékka hvort röddin væri þarna. Sem betur var hún þarna. Hún er svona 99,9 prósent komin. Það er ekki hægt að gera þetta nema hljóðfærið sé í lagi,“ segir Björgvin. Hann hafði áhyggjur af því að söngferli hans væri lokið og hann lagðist í mikið þunglyndi. „Ég náði ekki falsettunni og fór í innöndun. Svo var kíkt ofan í mig og það var kominn bjúgur á hálsinn og farið að móta fyrir litlu sári á raddböndunum.“ Hann varð veikur fyrir Jólagesta-tónleikaröð sína og kom ekki upp orði. „Þá þyrmdi yfir mig: Jæja, Björgvin minn. Þetta er búið að vera ágætt hjá þér. Þetta var fínt „run“. Fínn ferill, nú ferð þú og vinnur í bókasafninu. Nú átti að endurgreiða alla miðana og slúffa þessu. Ég var á þeim stað,“ segir Björgvin. Gissur Páll Gissurarson, litli tenórinn með stóru röddina, hringdi þá í Björgvin og tilkynnti honum að hann vissi hvað væri að gerast, sótti hann og fór með hann á heilsugæslu í Glæsibæ. Eftir heimsóknina á heilsugæsluna komst hann í gegnum tónleikaröðina. „Ég get ekki lýst því hvað þetta var erfitt af því ég verð aldrei veikur eða hás,“ segir Björgvin. Hefð er fyrir því að Björgvin og gestir hans taki lagið í hádeginu á Þorláksmessu á Hamborgarafabrikkunni en Björgvin var settur í straff og tók Svala dóttir hans þá tónleika. Björgvin segir röddina komna aftur og hann farinn að syngja á ný.
Jól Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira