Saga þeirra byrjar á bónorði Kristjana Björn Guðbrandsdóttir skrifar 8. júní 2019 10:00 Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndaleikstjóri kynntist hjónunum Steinu og Woody. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona kynntist hjónunum Steinu og Woody Vasulka þegar hún var við nám í kvikmyndagerð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. „Þau eru frumkvöðlar í vídeólist í heiminum, ég ætlaði upphaflega að gera myndina um Steinu en eftir að hafa kynnst þeim nánar og kynnst því hversu samofin þau eru þá ákvað ég að myndin skyldi vera um þau tvö,“ segir Hrafnhildur um tilurð heimildarmyndarinnar Vasúlka áhrifin sem hún frumsýnir á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði. Myndin er samvinnuverkefni Krumma Films og Sagafilm og Margrét Jónasdóttir er framleiðandi myndarinnar. Steina (Steinunn Bjarnadóttir) er fædd og uppalin í Reykjavík en fór til Prag á sjötta áratugnum í framhaldsnám í fiðluleik. Þar kynntist hún verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasúlka. „Líf þeirra saman hefur verið ein löng uppákoma sem hófst með því að þau hittust fyrir tilviljun á heimavist listaskóla í Prag. Woody heilsaði Steinu og sagði: Sæl og blessuð, ég heiti Woody, viltu giftast mér? Og hún sagði já. Þetta voru þeirra fyrstu kynni og þannig hófst þeirra saga, á bónorði,“ segir Hrafnhildur frá. Steina og Woody giftu sig og fluttu til New York þar sem þau einbeittu sér að vídeólist. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village á Manhattan, sem er nú meðal virtustu margmiðlunarstöðva í heimi. Þau fluttu fáeinum árum seinna til Buffalo, þar sem rekin var leiðandi háskóladeild í margmiðlunarfræðum, þar gegndu þau prófessorsstöðu við skólann. Þaðan fluttu þau til Santa Fe í Nýju-Mexíkó þar sem þau búa enn. New York var pínu villt borg á þessum tíma og þau Steina og Woody opnuðu þetta batterí sem heitir Kitchen á Manhattan vegna þess að það var enginn staður sem var vettvangur fyrir vídeólist, þörfin var greinilega mikil því á Kitchen voru uppákomur á hverju kvöldi. Kitchen verður fimmtíu ára á næsta ári og lifir góðu lífi, þar hófu margir listamenn feril sinn, til dæmis Philip Glass og Laurie Anderson.Steina og Woody stofnuðu The Kitchen í New York.Slypp og snauð Hrafnhildur kynntist hjónunum vel á námsárum sínum og hélt vinskap sínum við þau. Hún heimsótti hjónin þegar hún var á ferðalagi í Santa Fe fyrir fimm árum. „Ég komst þá að því að þau voru í miklum fjárkröggum,“ segir Hrafnhildur. „Þau voru komin á ellilaun í Bandaríkjunum og voru að reyna að selja húsið sitt og koma því þannig fyrir að bankinn fengi að hirða það að þeim látnum. En það gekk ekki upp hjá þeim, bankinn hafði ekki áhuga á að kaupa af þeim húsið. Því það var ekki eins og hús eru flest, heldur bara mest opið vinnurými. Það var ekki einu sinni sófi í húsinu þeirra,“ segir hún frá og segist hafa orðið hugsi um þessi tímamót sem hjónin stóðu á. Þarna hafi þessir merku brautryðjendur staðið uppi slyppir og snauðir eftir allt sitt framlag til listheimsins. „Þau voru ekki álitin hluti af listsamfélaginu og verk þeirra voru ekki gerð með hvatningu listasafna eða listaverkasala. Þau fengu að vera í friði og voru þess vegna mjög hrein í sinni framleiðslu. Þau deildu verkum sínum fólki að kostnaðarlausu. Ég ákvað að fylgja þeim eftir og gerði umsókn til kvikmyndasjóðs um vinnslu heimildarmyndarinnar árið 2014.“Þeim Steinu og Woody skaut skyndilega upp á stjörnuhimininn.Skaut upp á stjörnuhimininn Á meðan Hrafnhildur fylgdi þeim hjónum eftir gerðist nokkuð undravert. Þau voru enduruppgötvuð af listaheiminum og skaut upp á stjörnuhimininn. Gæfan varð þeim hliðholl og þau þurftu ekki á því að halda að biðla til bankans til að skrimta. „Það verður sífellt meiri eftirspurn eftir verkum þeirra. Þau fá umboðsmann og stór listasöfn kaupa verk eftir þau, til að mynda London Tate og New York Modern. Þau komust á græna grein og hafa engar fjárhagsáhyggjur lengur sem er dásamlegt því þau eru engin unglömb lengur, hún er 79 ára og hann 83 ára.“ Hrafnhildur vonar að myndin komi fólki rækilega á óvart. „Þetta er mögnuð saga og ævintýraleg. Þau voru í samskiptum við marga af þekktustu og virtustu listamönnum þess tíma, Andy Warhol og leikkonu á hans vegum, Jackie Curtis, Salvador Dalí og fleiri. Lífshlaup þeirra blessaðist vel og samstarf þeirra er merkilegt,“ segir Hrafnhildur. Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona kynntist hjónunum Steinu og Woody Vasulka þegar hún var við nám í kvikmyndagerð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. „Þau eru frumkvöðlar í vídeólist í heiminum, ég ætlaði upphaflega að gera myndina um Steinu en eftir að hafa kynnst þeim nánar og kynnst því hversu samofin þau eru þá ákvað ég að myndin skyldi vera um þau tvö,“ segir Hrafnhildur um tilurð heimildarmyndarinnar Vasúlka áhrifin sem hún frumsýnir á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði. Myndin er samvinnuverkefni Krumma Films og Sagafilm og Margrét Jónasdóttir er framleiðandi myndarinnar. Steina (Steinunn Bjarnadóttir) er fædd og uppalin í Reykjavík en fór til Prag á sjötta áratugnum í framhaldsnám í fiðluleik. Þar kynntist hún verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasúlka. „Líf þeirra saman hefur verið ein löng uppákoma sem hófst með því að þau hittust fyrir tilviljun á heimavist listaskóla í Prag. Woody heilsaði Steinu og sagði: Sæl og blessuð, ég heiti Woody, viltu giftast mér? Og hún sagði já. Þetta voru þeirra fyrstu kynni og þannig hófst þeirra saga, á bónorði,“ segir Hrafnhildur frá. Steina og Woody giftu sig og fluttu til New York þar sem þau einbeittu sér að vídeólist. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village á Manhattan, sem er nú meðal virtustu margmiðlunarstöðva í heimi. Þau fluttu fáeinum árum seinna til Buffalo, þar sem rekin var leiðandi háskóladeild í margmiðlunarfræðum, þar gegndu þau prófessorsstöðu við skólann. Þaðan fluttu þau til Santa Fe í Nýju-Mexíkó þar sem þau búa enn. New York var pínu villt borg á þessum tíma og þau Steina og Woody opnuðu þetta batterí sem heitir Kitchen á Manhattan vegna þess að það var enginn staður sem var vettvangur fyrir vídeólist, þörfin var greinilega mikil því á Kitchen voru uppákomur á hverju kvöldi. Kitchen verður fimmtíu ára á næsta ári og lifir góðu lífi, þar hófu margir listamenn feril sinn, til dæmis Philip Glass og Laurie Anderson.Steina og Woody stofnuðu The Kitchen í New York.Slypp og snauð Hrafnhildur kynntist hjónunum vel á námsárum sínum og hélt vinskap sínum við þau. Hún heimsótti hjónin þegar hún var á ferðalagi í Santa Fe fyrir fimm árum. „Ég komst þá að því að þau voru í miklum fjárkröggum,“ segir Hrafnhildur. „Þau voru komin á ellilaun í Bandaríkjunum og voru að reyna að selja húsið sitt og koma því þannig fyrir að bankinn fengi að hirða það að þeim látnum. En það gekk ekki upp hjá þeim, bankinn hafði ekki áhuga á að kaupa af þeim húsið. Því það var ekki eins og hús eru flest, heldur bara mest opið vinnurými. Það var ekki einu sinni sófi í húsinu þeirra,“ segir hún frá og segist hafa orðið hugsi um þessi tímamót sem hjónin stóðu á. Þarna hafi þessir merku brautryðjendur staðið uppi slyppir og snauðir eftir allt sitt framlag til listheimsins. „Þau voru ekki álitin hluti af listsamfélaginu og verk þeirra voru ekki gerð með hvatningu listasafna eða listaverkasala. Þau fengu að vera í friði og voru þess vegna mjög hrein í sinni framleiðslu. Þau deildu verkum sínum fólki að kostnaðarlausu. Ég ákvað að fylgja þeim eftir og gerði umsókn til kvikmyndasjóðs um vinnslu heimildarmyndarinnar árið 2014.“Þeim Steinu og Woody skaut skyndilega upp á stjörnuhimininn.Skaut upp á stjörnuhimininn Á meðan Hrafnhildur fylgdi þeim hjónum eftir gerðist nokkuð undravert. Þau voru enduruppgötvuð af listaheiminum og skaut upp á stjörnuhimininn. Gæfan varð þeim hliðholl og þau þurftu ekki á því að halda að biðla til bankans til að skrimta. „Það verður sífellt meiri eftirspurn eftir verkum þeirra. Þau fá umboðsmann og stór listasöfn kaupa verk eftir þau, til að mynda London Tate og New York Modern. Þau komust á græna grein og hafa engar fjárhagsáhyggjur lengur sem er dásamlegt því þau eru engin unglömb lengur, hún er 79 ára og hann 83 ára.“ Hrafnhildur vonar að myndin komi fólki rækilega á óvart. „Þetta er mögnuð saga og ævintýraleg. Þau voru í samskiptum við marga af þekktustu og virtustu listamönnum þess tíma, Andy Warhol og leikkonu á hans vegum, Jackie Curtis, Salvador Dalí og fleiri. Lífshlaup þeirra blessaðist vel og samstarf þeirra er merkilegt,“ segir Hrafnhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira