Boðað til Báramótabrennu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2019 16:13 Bára sagðist á dögunum í viðtali við Vísi ætla að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvernig væri best að eyða hljóðupptökunum. Vísir/Vilhelm Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Bára sagðist á Twitter í gær ætla að eyða upptökunum og óskaði eftir hugmyndum hvernig standa ætti að því. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið lög um persónuvernd með upptöku á samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar, í næsta húsi við Alþingi, í nóvember. Þá þyrfti hún eyða upptökunum en Báru er engin refsing gerð. Fram kemur í upplýsingum um viðburðinn að Auður Tinna Arinbjarnardóttir og Ragnar Aðalsteinsson muni sjá um að skrásetja viðburðinn. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, flytur opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. Valdir kaflar upptökunnar verða kvaddir sérstaklega en sá liður viðburðarins er ekki útskýrður nánar. „Upptökum verður svo eytt með viðhöfn og í kjölfarið er fólki frjálst að grípa í míkrófóninn, fyrst til að segja eitthvað uppbyggilegt og svo breytist Gaukurinn í allsherjar karaoke-partý.“ Í úrskurði Persónuverndar sagði að Bára þyrfti að sýna fram á að upptökunum hefði verið eytt með réttum hætti. Ókeypis er inn og óminnismjöður og samviskuskot verða á tilboði, sömuleiðis kokkteill kvöldsins, Blackout36. „Það má koma með eigin upptökutæki og vera í dulargervi. Við hvetjum þó fólk til að reyna að vera meira sexý en í fyrra.“ Viðburðurinn hefst klukkan 21 en nánar má kynna sér viðburðinn hér.Ætla að eyða upptökunum við kjánalega mikla viðhöfn bráðum. Hugmyndir að nafni og lýsingu á atburðinum? Ætti ég að panta lögregluna? Mæta dulbúinn? Lifefeeda? Panta backupdansara? #klusterfuck #eyðinginmikla— Bára Halldórsdóttir (@bee_how) June 3, 2019 Miðflokkurinn Persónuvernd Tímamót Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Bára sagðist á Twitter í gær ætla að eyða upptökunum og óskaði eftir hugmyndum hvernig standa ætti að því. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið lög um persónuvernd með upptöku á samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar, í næsta húsi við Alþingi, í nóvember. Þá þyrfti hún eyða upptökunum en Báru er engin refsing gerð. Fram kemur í upplýsingum um viðburðinn að Auður Tinna Arinbjarnardóttir og Ragnar Aðalsteinsson muni sjá um að skrásetja viðburðinn. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, flytur opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. Valdir kaflar upptökunnar verða kvaddir sérstaklega en sá liður viðburðarins er ekki útskýrður nánar. „Upptökum verður svo eytt með viðhöfn og í kjölfarið er fólki frjálst að grípa í míkrófóninn, fyrst til að segja eitthvað uppbyggilegt og svo breytist Gaukurinn í allsherjar karaoke-partý.“ Í úrskurði Persónuverndar sagði að Bára þyrfti að sýna fram á að upptökunum hefði verið eytt með réttum hætti. Ókeypis er inn og óminnismjöður og samviskuskot verða á tilboði, sömuleiðis kokkteill kvöldsins, Blackout36. „Það má koma með eigin upptökutæki og vera í dulargervi. Við hvetjum þó fólk til að reyna að vera meira sexý en í fyrra.“ Viðburðurinn hefst klukkan 21 en nánar má kynna sér viðburðinn hér.Ætla að eyða upptökunum við kjánalega mikla viðhöfn bráðum. Hugmyndir að nafni og lýsingu á atburðinum? Ætti ég að panta lögregluna? Mæta dulbúinn? Lifefeeda? Panta backupdansara? #klusterfuck #eyðinginmikla— Bára Halldórsdóttir (@bee_how) June 3, 2019
Miðflokkurinn Persónuvernd Tímamót Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59