Sönn íslensk makamál: Kynbundinn tárakvóti Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. júní 2019 17:00 Hver er ástæðan fyrir því að karlmenn gráti yfirleitt minna en konur? Í bíómyndum þegar karlmenn gráta þá hefur það stundum snert mig meira en þegar konur gráta (ég t.d öskurgrét þegar Ryan Gosling grét í Notebook). Það er eins og þegar karlmenn brotni niður sé það sorglegra og tilfinningaþrungnara en þegar það gerist fyrir konur. Er það vegna þess að þeir gráta sjaldnar? Þessi gamla úrelta hugsun að karlmenn séu andlega sterkari og gráti ekki nema í ítrustu nauðsyn. Ekki fyrr en ástandið er orðið löglega alvarlegt og tilfinningaþrungið. Svona GUÐ BLESSI ÍSLAND tilfinningaþrungið. Sjálf er ég með táraframleiðslu sem er það öflug að það væri ábyggilega hægt að virkja á mér augun á góðum degi. Ástæðan er ekki sú að mér finnist allt svona sorglegt eða að ég sé alltaf að ganga í gegnum erfiðleika. Þvert á móti. Tárin eru bara mjög fljót að koma þegar ég finn miklar tilfinningar. Hvort sem þær eru góðar, sorglegar eða bara innilegar. Ég hef lent í því að þegar tárin mín byrja að streyma, þá hefur fólki stundum brugðið. Oftar en ekki hef ég gripið til þess snilldarráðs að ljúga því blákalt að þetta sé ofnæmi og stend í þeirri einlægu trú að allir kaupi þessa frábæru útskýringu.En af hverju erum við svona ólík hvað grát varðar? Ég hef oft velt þessu fyrir mér, þá sérstaklega varðandi muninn á konum og körlum. Ég get orðið virkilega reið og móðguð þegar maður sem ég er í ástarsambandi með grætur ekki þegar ég græt. Þegar ég er búin að ákveða upp á mitt einsdæmi að einhverjar aðstæður séu það óbærilega sorglegar og nú skuli fólk gráta. Ég man sérstaklega eftir einum aðstæðum þar sem ástarsambandi var að ljúka. Tilfinningaþrungin nótt og skyndilega var ákveðið að enda sambandið sem hafði staðið í nokkra mánuði. Ég brotnaði niður, tárin ruddust fram og röddin brast. Hann bara fraus, engin tár, varla svipbrigði.Ég fann fyrir svo mikilli vanmáttarkennd yfir því að ég væri að brotna niður, en ekki hann. Ég taldi mig vita að þetta væri jafn erfitt fyrir hann og mig svo að ég reyndi því auðvitað eftir fremsta megni að knýja fram tár hjá honum. Ég lagði mjög mikinn metnað í að kveðja hann á eins dramatískasta máta eins og ég gat. Vandaði vel orðin mín svo að hann gerði sér nú fyllilega grein fyrir því að þetta væri jú algjörlega „THE LAST GOODBYE” og að ég væri farin!„Þú veist að þú átt aldrei eftir að kyssa mig aftur!?”„Þú gerir þér grein fyrir því að ég mun aldrei liggja í fanginu þínu aftur!?” Þetta sagði ég með óhugnalega rólegri og mjúkri röddu meðan ég strauk honum ljúft um hnakkann svo innilega tilbúin í að taka fagnandi á móti sorgartárum hans. Þrátt fyrir þessi miklu tilþrif mín þá haggaðist minn maður ekki. Hvað gerði ég þá? Sármóðguð rauk ég á dyr í fússi, EIN með öll þessi tár. Eins og maður gerir þegar maður getur ekki grætt menn eftir hentisemi. Ég vissi innst inni að það væri það rétta að enda sambandið á þessu stigi, en hefði það drepið hann að sýna mér eins og eitt, tvö tár, svona rétt í blálokin?Svo eru það tilvikin þar sem karlmennirnir brotna niður. Þá er nú aldeilis hátíð í bæ! Ég hef þá staðið sjálfa mig að því að segja vinkonu minni lúmskt stolt frá því þegar „..hann brotnaði bara niður og grét..” með einhverjum vafasömum sigurblæ í röddinni. Eins og það væri sönnun þess hversu sterkar tilfinningar maðurinn bar til mín. Hversu galið er það?Kikkið þegar þú loksins nærð að græta karlmann! BRAVÓ!Þegar ég fór að grúska aðeins í þessum málum, mjög óvísindalega vil ég taka fram, komst ég að því að konur eru með töluvert meira magn en karlar af hormóni sem heitir Prolactin. Hormónið örvar m.a. grát vegna tilfinninga. Fyrir kynþroskaaldur er magn þessa hormóns svipað hjá báðum kynjum. Þetta útskýrir kannski að fyrir þann tíma þá er varla greinanlegur munur á tíðni gráts milli kynjanna. Við fæðingu barns eykst þetta hormón til muna hjá móður því ásamt því að hafa þessi áhrif á tárin þá hjálpar það líka til við brjóstamjólkina. Grátandi nýbakaðar mæður að gefa brjóst í boði Prolactin.En auðvitað er útskýringin á þessu ekki einungis líffræðileg, það væri ofureinföldun. Ekki nóg með að karlmenn séu með minna magn af þessu hormóni, þá er þessi tímaskekkta, samfélagslega, steríótýpu nálgun okkar ábyggilega ein stærsta ástæðan.Ef karlmenn loksins brotna niður og leyfa sér að gráta eða hvað þá gerast svo djarfir að sýna tilfinningar sínar opinberlega, þá látum við eins og fífl!Annað hvort hrósum happi yfir að hafa grætt þessa blessuðu menn eða jafnvel finnum okkur knúin til að dúndra því í fyrirsagnir. Fyrirsagnir frétta sem tengjast þeim yfirleitt lítið sem ekkert. Bæði líffræðilega og samfélagslega er eins og karlmönnum hafi hreinlega verið úthlutaður minni tárakvóti. Og þessi litli kvóti sem þeir þó hafa er mögulega bundinn flóknari reglum en sjálft íslenska kvótakerfið. Sönn íslensk makamál Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hvað syngur í Dadda Disco? Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Í bíómyndum þegar karlmenn gráta þá hefur það stundum snert mig meira en þegar konur gráta (ég t.d öskurgrét þegar Ryan Gosling grét í Notebook). Það er eins og þegar karlmenn brotni niður sé það sorglegra og tilfinningaþrungnara en þegar það gerist fyrir konur. Er það vegna þess að þeir gráta sjaldnar? Þessi gamla úrelta hugsun að karlmenn séu andlega sterkari og gráti ekki nema í ítrustu nauðsyn. Ekki fyrr en ástandið er orðið löglega alvarlegt og tilfinningaþrungið. Svona GUÐ BLESSI ÍSLAND tilfinningaþrungið. Sjálf er ég með táraframleiðslu sem er það öflug að það væri ábyggilega hægt að virkja á mér augun á góðum degi. Ástæðan er ekki sú að mér finnist allt svona sorglegt eða að ég sé alltaf að ganga í gegnum erfiðleika. Þvert á móti. Tárin eru bara mjög fljót að koma þegar ég finn miklar tilfinningar. Hvort sem þær eru góðar, sorglegar eða bara innilegar. Ég hef lent í því að þegar tárin mín byrja að streyma, þá hefur fólki stundum brugðið. Oftar en ekki hef ég gripið til þess snilldarráðs að ljúga því blákalt að þetta sé ofnæmi og stend í þeirri einlægu trú að allir kaupi þessa frábæru útskýringu.En af hverju erum við svona ólík hvað grát varðar? Ég hef oft velt þessu fyrir mér, þá sérstaklega varðandi muninn á konum og körlum. Ég get orðið virkilega reið og móðguð þegar maður sem ég er í ástarsambandi með grætur ekki þegar ég græt. Þegar ég er búin að ákveða upp á mitt einsdæmi að einhverjar aðstæður séu það óbærilega sorglegar og nú skuli fólk gráta. Ég man sérstaklega eftir einum aðstæðum þar sem ástarsambandi var að ljúka. Tilfinningaþrungin nótt og skyndilega var ákveðið að enda sambandið sem hafði staðið í nokkra mánuði. Ég brotnaði niður, tárin ruddust fram og röddin brast. Hann bara fraus, engin tár, varla svipbrigði.Ég fann fyrir svo mikilli vanmáttarkennd yfir því að ég væri að brotna niður, en ekki hann. Ég taldi mig vita að þetta væri jafn erfitt fyrir hann og mig svo að ég reyndi því auðvitað eftir fremsta megni að knýja fram tár hjá honum. Ég lagði mjög mikinn metnað í að kveðja hann á eins dramatískasta máta eins og ég gat. Vandaði vel orðin mín svo að hann gerði sér nú fyllilega grein fyrir því að þetta væri jú algjörlega „THE LAST GOODBYE” og að ég væri farin!„Þú veist að þú átt aldrei eftir að kyssa mig aftur!?”„Þú gerir þér grein fyrir því að ég mun aldrei liggja í fanginu þínu aftur!?” Þetta sagði ég með óhugnalega rólegri og mjúkri röddu meðan ég strauk honum ljúft um hnakkann svo innilega tilbúin í að taka fagnandi á móti sorgartárum hans. Þrátt fyrir þessi miklu tilþrif mín þá haggaðist minn maður ekki. Hvað gerði ég þá? Sármóðguð rauk ég á dyr í fússi, EIN með öll þessi tár. Eins og maður gerir þegar maður getur ekki grætt menn eftir hentisemi. Ég vissi innst inni að það væri það rétta að enda sambandið á þessu stigi, en hefði það drepið hann að sýna mér eins og eitt, tvö tár, svona rétt í blálokin?Svo eru það tilvikin þar sem karlmennirnir brotna niður. Þá er nú aldeilis hátíð í bæ! Ég hef þá staðið sjálfa mig að því að segja vinkonu minni lúmskt stolt frá því þegar „..hann brotnaði bara niður og grét..” með einhverjum vafasömum sigurblæ í röddinni. Eins og það væri sönnun þess hversu sterkar tilfinningar maðurinn bar til mín. Hversu galið er það?Kikkið þegar þú loksins nærð að græta karlmann! BRAVÓ!Þegar ég fór að grúska aðeins í þessum málum, mjög óvísindalega vil ég taka fram, komst ég að því að konur eru með töluvert meira magn en karlar af hormóni sem heitir Prolactin. Hormónið örvar m.a. grát vegna tilfinninga. Fyrir kynþroskaaldur er magn þessa hormóns svipað hjá báðum kynjum. Þetta útskýrir kannski að fyrir þann tíma þá er varla greinanlegur munur á tíðni gráts milli kynjanna. Við fæðingu barns eykst þetta hormón til muna hjá móður því ásamt því að hafa þessi áhrif á tárin þá hjálpar það líka til við brjóstamjólkina. Grátandi nýbakaðar mæður að gefa brjóst í boði Prolactin.En auðvitað er útskýringin á þessu ekki einungis líffræðileg, það væri ofureinföldun. Ekki nóg með að karlmenn séu með minna magn af þessu hormóni, þá er þessi tímaskekkta, samfélagslega, steríótýpu nálgun okkar ábyggilega ein stærsta ástæðan.Ef karlmenn loksins brotna niður og leyfa sér að gráta eða hvað þá gerast svo djarfir að sýna tilfinningar sínar opinberlega, þá látum við eins og fífl!Annað hvort hrósum happi yfir að hafa grætt þessa blessuðu menn eða jafnvel finnum okkur knúin til að dúndra því í fyrirsagnir. Fyrirsagnir frétta sem tengjast þeim yfirleitt lítið sem ekkert. Bæði líffræðilega og samfélagslega er eins og karlmönnum hafi hreinlega verið úthlutaður minni tárakvóti. Og þessi litli kvóti sem þeir þó hafa er mögulega bundinn flóknari reglum en sjálft íslenska kvótakerfið.
Sönn íslensk makamál Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hvað syngur í Dadda Disco? Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira