Tveir sendifulltrúar frá Íslandi taka þátt í að reisa vettvangssjúkrahús í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi Heimsljós kynnir 3. júní 2019 12:30 Rauði krossinn. „Ástandið í Sýrlandi er víða mjög slæmt vegna vopnaðra átaka þar í landi undanfarin átta ár og einna verst er það í Al-Hol búðunum“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjá Rauða krossinum. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á að veita mannúðaraðstoð til Sýrlands undanfarin ár og nágrannaríkja Sýrlands sem hýsa milljónir flóttamanna. Það eru fá eða engin samtök sem hafa viðlíka aðgengi að þolendum átaka innan Sýrlands. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans eru auðvitað heimafólk og þekkja aðstæður betur út og inn. Sömuleiðis hefur Alþjóðaráð Rauða krossins starfað í Sýrlandi frá því í sex daga stríðinu 1967.“ Rauði hálfmáninn í Sýrlandi (SARC), Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði krossinn í Noregi hafa nú reist vettvangssjúkrahús í flóttamannabúðunum Al-Hol í Sýrlandi. Þörfin fyrir að hjúkra sjúklingum sem særst hafa í átökum eða þjást af veikindum fer sífellt vaxandi. Tveir sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi taka þátt í þessu verkefni, þau Orri Gunnarsson, tæknimaður í vatns-, salernis- og hreinlætismálum (WASH) og Jóhanna Elísabet Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Sífellt fleiri flýja stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi og neyðast til þess að setjast að í flóttamannabúðunum Al-Hol. Samkvæmt frétt Rauða krossins á Íslandi búa í dag um 74 þúsund manns í búðunum. Um 90% af fólkinu eru konur og börn. „Aðstæðurnar í Al-Hol eru afar átakanlegar. Fleiri en 63 þúsund manns sem komið hafa í flóttamannabúðirnar síðan í desember, koma frá svæðum þar sem ekkert aðgengi er að heilbrigðisþjónustu vegna átaka, vegna skorts á lyfjum eða vegna þess að heilsugæslur hafa verið lagðar í rúst,“ segir í fréttinni. Sjúkrahúsið var ekki aðeins sett á fót til þess að mæta mannúðarþörfum fólks í flóttamannabúðunum, heldur einnig til þess koma fórnarlömbum flóðanna sem urðu í dreifbýli við borgina Hassakeh í mars og apríl til hjálpar. Þar hafa sjálfboðaliðar sýrlenska hálfmánans verið í kappi við tímann við að reyna að bjarga fólki, segir í fréttinni. „Þar sem sumarið er að ganga í garð, hefur starfsfólk Rauða krossins á svæðinu einnig áhyggjur af þeim áhrifum sem sífellt hækkandi hitastig kann að hafa á fólkið í Al-Hol. Í byrjun mun sjúkrahúsið hýsa 30 rúm, neyðarherbergi, herbergi fyrir aðgerðir og hvíldarherbergi fyrir fólk nýkomið úr aðgerð. Teymi fyrstu vaktarinnar á vettvangssjúkrahúsinu mun samanstanda af heilbrigðisstarfsfólki frá Rauða krossinum Íslandi, Noregi, Danmörku og Finnandi.“ Sendifulltrúarnir tveir hafa báðir starfað á neyðartjaldsjúkrahúsum áður, meðal annars í Bangladess á síðasta ári. Að auki hefur Hólmfríður Garðarsdóttir verið á svæðinu frá því í mars og sinnt störfum sem ráðgjafi í heilbrigðismálum í sendinefnd Alþjóða Rauða krossins. „Neyðartjaldsjúkrahúsið sem nú er sett upp er ætlað til að koma til móts við þarfir þeirra sem hafast við í Al-Hol búðunum og er gott dæmi um hversu öflugt og lífsnauðsynlegt hjálparstarf er unnið á vettvangi vopnaðra átaka í Sýrlandi“, segir Atli Viðar. Sjá nánar frétt og myndband á vef Rauða krossins á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent
„Ástandið í Sýrlandi er víða mjög slæmt vegna vopnaðra átaka þar í landi undanfarin átta ár og einna verst er það í Al-Hol búðunum“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjá Rauða krossinum. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á að veita mannúðaraðstoð til Sýrlands undanfarin ár og nágrannaríkja Sýrlands sem hýsa milljónir flóttamanna. Það eru fá eða engin samtök sem hafa viðlíka aðgengi að þolendum átaka innan Sýrlands. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans eru auðvitað heimafólk og þekkja aðstæður betur út og inn. Sömuleiðis hefur Alþjóðaráð Rauða krossins starfað í Sýrlandi frá því í sex daga stríðinu 1967.“ Rauði hálfmáninn í Sýrlandi (SARC), Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði krossinn í Noregi hafa nú reist vettvangssjúkrahús í flóttamannabúðunum Al-Hol í Sýrlandi. Þörfin fyrir að hjúkra sjúklingum sem særst hafa í átökum eða þjást af veikindum fer sífellt vaxandi. Tveir sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi taka þátt í þessu verkefni, þau Orri Gunnarsson, tæknimaður í vatns-, salernis- og hreinlætismálum (WASH) og Jóhanna Elísabet Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Sífellt fleiri flýja stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi og neyðast til þess að setjast að í flóttamannabúðunum Al-Hol. Samkvæmt frétt Rauða krossins á Íslandi búa í dag um 74 þúsund manns í búðunum. Um 90% af fólkinu eru konur og börn. „Aðstæðurnar í Al-Hol eru afar átakanlegar. Fleiri en 63 þúsund manns sem komið hafa í flóttamannabúðirnar síðan í desember, koma frá svæðum þar sem ekkert aðgengi er að heilbrigðisþjónustu vegna átaka, vegna skorts á lyfjum eða vegna þess að heilsugæslur hafa verið lagðar í rúst,“ segir í fréttinni. Sjúkrahúsið var ekki aðeins sett á fót til þess að mæta mannúðarþörfum fólks í flóttamannabúðunum, heldur einnig til þess koma fórnarlömbum flóðanna sem urðu í dreifbýli við borgina Hassakeh í mars og apríl til hjálpar. Þar hafa sjálfboðaliðar sýrlenska hálfmánans verið í kappi við tímann við að reyna að bjarga fólki, segir í fréttinni. „Þar sem sumarið er að ganga í garð, hefur starfsfólk Rauða krossins á svæðinu einnig áhyggjur af þeim áhrifum sem sífellt hækkandi hitastig kann að hafa á fólkið í Al-Hol. Í byrjun mun sjúkrahúsið hýsa 30 rúm, neyðarherbergi, herbergi fyrir aðgerðir og hvíldarherbergi fyrir fólk nýkomið úr aðgerð. Teymi fyrstu vaktarinnar á vettvangssjúkrahúsinu mun samanstanda af heilbrigðisstarfsfólki frá Rauða krossinum Íslandi, Noregi, Danmörku og Finnandi.“ Sendifulltrúarnir tveir hafa báðir starfað á neyðartjaldsjúkrahúsum áður, meðal annars í Bangladess á síðasta ári. Að auki hefur Hólmfríður Garðarsdóttir verið á svæðinu frá því í mars og sinnt störfum sem ráðgjafi í heilbrigðismálum í sendinefnd Alþjóða Rauða krossins. „Neyðartjaldsjúkrahúsið sem nú er sett upp er ætlað til að koma til móts við þarfir þeirra sem hafast við í Al-Hol búðunum og er gott dæmi um hversu öflugt og lífsnauðsynlegt hjálparstarf er unnið á vettvangi vopnaðra átaka í Sýrlandi“, segir Atli Viðar. Sjá nánar frétt og myndband á vef Rauða krossins á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent