Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 11:15 Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Instagram Ferðamaðurinn sem gerðist sekur um alvarleg spjöll á Bjarnarflagi í Mývatnssveit í gær, með því að aka utan vegar, á yfir höfði sér að lágmarki 350 þúsund króna sekt. Lögreglan á Húsavík yfirheyrði manninn í gær sem gekkst við brotum sínum en að sögn viðstaddra var enga iðrun að sjá á ferðamanninum og föruneyti hans. Umræddur ferðamaður hefur verið boðaður á lögreglustöðina á Akureyri í dag þar sem honum verður boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Samkvæmt lögum um náttúruvernd geta alvarleg spjöll á náttúru landsins varðað sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum. Sektin gæti því orðið mun hærri enda mat manna að um verulega alvarleg spjöll á náttúru sé að ræða vegna einbeitts brotavilja mannsins. Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. View this post on InstagramПоздравьте, сегодня я попал на кругленькую сумму и чуть не окончил наш трип на второй день $$$ :) Подробности в видео A post shared by Alexander Tikhomirov (@sashatikhomirov) on Jun 2, 2019 at 2:05pm PDT Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifar Alexander Tikhomirov þar sem hann deilir þessum kveðjum Íslendinga.Skjáskot af Instagram reikningi ökumannsins.InstagramTikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson er einn landeigenda Reykjahlíðar, en hann segir í samtali við Vísi að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Hann veltir einnig fyrir sér hver áhrif þessa aksturs eigi eftir að vera til langs tíma, og nefnir í því samhengi myndband tónlistarmannsins Justin Bieber í Fjaðrárgljúfri. „Þar sem frægar persónur hafa komið og stillt sér upp fylgja gjarnan aðrir í kjölfarið. Ég veit ekki hvernig við náum að laga þetta,“ segir Sigurður Jónas. Hann segir þetta mikil vonbrigði þegar reynt er að ganga vel um landið. „Þá koma svona kjánar og halda að þeir geti keyrt um allar trissur. Það var enga iðrun að sjá,“ segir Sigurður Jónas. Lögreglumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Ferðamaðurinn sem gerðist sekur um alvarleg spjöll á Bjarnarflagi í Mývatnssveit í gær, með því að aka utan vegar, á yfir höfði sér að lágmarki 350 þúsund króna sekt. Lögreglan á Húsavík yfirheyrði manninn í gær sem gekkst við brotum sínum en að sögn viðstaddra var enga iðrun að sjá á ferðamanninum og föruneyti hans. Umræddur ferðamaður hefur verið boðaður á lögreglustöðina á Akureyri í dag þar sem honum verður boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Samkvæmt lögum um náttúruvernd geta alvarleg spjöll á náttúru landsins varðað sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum. Sektin gæti því orðið mun hærri enda mat manna að um verulega alvarleg spjöll á náttúru sé að ræða vegna einbeitts brotavilja mannsins. Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. View this post on InstagramПоздравьте, сегодня я попал на кругленькую сумму и чуть не окончил наш трип на второй день $$$ :) Подробности в видео A post shared by Alexander Tikhomirov (@sashatikhomirov) on Jun 2, 2019 at 2:05pm PDT Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifar Alexander Tikhomirov þar sem hann deilir þessum kveðjum Íslendinga.Skjáskot af Instagram reikningi ökumannsins.InstagramTikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson er einn landeigenda Reykjahlíðar, en hann segir í samtali við Vísi að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Hann veltir einnig fyrir sér hver áhrif þessa aksturs eigi eftir að vera til langs tíma, og nefnir í því samhengi myndband tónlistarmannsins Justin Bieber í Fjaðrárgljúfri. „Þar sem frægar persónur hafa komið og stillt sér upp fylgja gjarnan aðrir í kjölfarið. Ég veit ekki hvernig við náum að laga þetta,“ segir Sigurður Jónas. Hann segir þetta mikil vonbrigði þegar reynt er að ganga vel um landið. „Þá koma svona kjánar og halda að þeir geti keyrt um allar trissur. Það var enga iðrun að sjá,“ segir Sigurður Jónas.
Lögreglumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira