Gerð nýjustu Men in Black-myndarinnar var þjökuð af innbyrðis deilum Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2019 11:33 Tessa Thompson og Chris Hemsworth leika aðalhluverkin í nýju Men in Black-myndinni. Sony Nýjasta myndin um fulltrúa á vegum leynistofnunarinnar Men in Black er komin í kvikmyndahús en viðbrögð áhorfenda hafa valdið framleiðendum hennar þó nokkrum vonbrigðum. Þessi vonbrigði virðast þó að einhverju leyti hafa verið viðbúin ef marka má grein Hollywood Reporter þar sem rakinn er mikill vandræðagangur að baki gerð myndarinnar.Hollywood Reporter segir framleiðslu myndarinnar hafa verið þjakaða af innbyrðis deilum og breytingum á handritinu sem urðu til þess að leikstjóri hennar, F. Gary Gray, reyndi að hætta. Fyrsta Men In Black-myndin leit dagsins ljós árið 1997 og skartaði þá Will Smith og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum. Myndin naut talsverðra vinsælda og fylgdu tvær framhaldsmyndir, sú þriðja og síðasta kom út árið 2012 og hlaut ágætis viðtökur. Myndirnar þrjár höfðu tekið samtals inn rúmlega 1,6 milljarð Bandaríkjadala í miðasölu kvikmyndahúsa en myndirnar höfðu hver um sig tekið inn rúmlega 50 milljónir dollara á frumsýningarhelgum. Kvikmyndaverið Sony framleiðir Men in Black-myndirnar og sá fram á dvínandi vinsældir þessara mynda með Will Smith og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum. Var talið að næsta mynd með þeim í aðalhlutverkum myndi taka inn um 30 milljónir dala til 38 milljónir dala á frumsýningarhelgi, sem var ekki ásættanlegt að mati Sony. Árið 2016 stóð Sony því frammi fyrir tveimur valkostum, annað hvort að endurræsa seríuna með nýjum leikurum í aðalhlutverki og fá þannig inn nýja aðdáendur eða tengja svartklæddu mennina við annan kvikmyndabálk og var horft til 21 Jump Street með þeim Channing Tatum og Jonah Hill í aðalhlutverkum. Fyrri kosturinn varð fyrir valinu og var veðjað á Chris Hemsworth og Tessu Thompson í aðalhlutverkum þar sem þau höfðu náð vel saman í ofurhetjumyndinni Thor: Ragnarok.Það gekk þó ekki eftir að vekja áhuga nýrra áhorfenda á þessum sagnabálki um svartklæddu mennina sem verja jörðina fyrir geimverum. Nýjasta myndin þénaði 30 milljónir dollara á frumsýningarhelginni sem var langt undir væntingum Sony. Kvikmyndaverið bjóst við miklu af þessari mynd, sér í lagi vegna þess að handritið lofaði svo góðu. Hollywood Reporter segir að Sony hefði aldrei fengið Chris Hemsworth og Tessu Thompson að þessu verkefni án þess að vera með gott handrit. Hins vegar sagði sá sem sá um Men In Black fyrir Sony, David Beaubaire, upp störfum í fyrra sumar og tók enginn við keflinu. Eftir að hann fór upphófst mikið reiptog á milli leikstjórans F. Gary Gray, sem á að baki Straight Outta Compton og The Fate of the Furious, og framleiðandans Walter Parkes sem er trúnaðarvinur leikstjórans Steven Spielberg sem hjálpaði til að við að gera fyrstu myndina. Átökin á milli Gray og Parkes voru mikil að sögn Hollywood Reporter og voru þeir hreint ekki sammála um hvernig myndin átti að vera. Upphaflega handritið þótti í takt við tímann og var meðal annars komið inn á málefni innflytjenda í þeirri sögu. Hollywood Reporter hefur heimildir fyrir því að illmenni myndarinnar áttu að vera geimverur sem höfðu tekið sér ásýnd heimsfrægrar hljómsveitar, í ætt við Bítlana.Leikstjórinn F. Gary Gray, leikararnir Kumail Nanjiani, Chris Hemsworth, Tessa Thompson, og framleiðendurnir Walter Parkes og Laurie MacDonald við kynningu á myndinni í Lundúnum.Vísir/GettyParkes er sagður hafa tekið sér hlutverk handritshöfundar áður en tökur myndarinnar hófust og á meðan þeim stóð. Tók handritið stöðugum breytingum og fengu leikarar nýja útgáfu af handritinu daglega í nokkurn tíma, sem olli mikilli ringulreið á tökustað. Hollywood Reporter hefur eftir tveimur heimildarmönnum að Parkes hafi nokkrum sinnum hreinlega tekið sér hlutverk leikstjóra, þó svo að það hafi ekki brotið gegn reglum sambands leikstjóra í Bandaríkjunum. Er Gray sagður nokkrum sinnum hafa reynt að segja sig frá myndinni, en var sannfærður um að halda áfram. Eftirvinnsla myndarinnar gekk þó nokkuð áfallalaust fyrir sig, að því er fram kemur í grein Hollywood Reporter, og var ekki í nánd í líkingu við það sem átti sér stað við eftirvinnslu X-Men: Dark Phoenix þar sem heilu kaflarnir voru teknir upp aftur. Sony ákvað að halda prufusýningar á útgáfu leikstjórans Gary á nýju Men in Black-myndinni og útgáfu Parkes en útgáfa Parkes varð að lokum fyrir valinu. Myndin er metin 25 prósent fersk á Rotten Tomatoes af gagnrýnendum en fær 65 prósent frá áhorfendum. Samhljóða álit gagnrýnenda er að myndin sé viðmótsþýð en þó ekki eftirminnileg. Hollywood Reporter hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að þrátt fyrir vonbrigðin þá sé sagnaheimi Men in Black ekki lokið. Um sé að ræða skemmtilega hugmynd sem muni fá framhald í einhverskonar formi, hvort sem það verða sjónvarpsþættir eða hreinlega önnur kvikmynd. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýjasta myndin um fulltrúa á vegum leynistofnunarinnar Men in Black er komin í kvikmyndahús en viðbrögð áhorfenda hafa valdið framleiðendum hennar þó nokkrum vonbrigðum. Þessi vonbrigði virðast þó að einhverju leyti hafa verið viðbúin ef marka má grein Hollywood Reporter þar sem rakinn er mikill vandræðagangur að baki gerð myndarinnar.Hollywood Reporter segir framleiðslu myndarinnar hafa verið þjakaða af innbyrðis deilum og breytingum á handritinu sem urðu til þess að leikstjóri hennar, F. Gary Gray, reyndi að hætta. Fyrsta Men In Black-myndin leit dagsins ljós árið 1997 og skartaði þá Will Smith og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum. Myndin naut talsverðra vinsælda og fylgdu tvær framhaldsmyndir, sú þriðja og síðasta kom út árið 2012 og hlaut ágætis viðtökur. Myndirnar þrjár höfðu tekið samtals inn rúmlega 1,6 milljarð Bandaríkjadala í miðasölu kvikmyndahúsa en myndirnar höfðu hver um sig tekið inn rúmlega 50 milljónir dollara á frumsýningarhelgum. Kvikmyndaverið Sony framleiðir Men in Black-myndirnar og sá fram á dvínandi vinsældir þessara mynda með Will Smith og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum. Var talið að næsta mynd með þeim í aðalhlutverkum myndi taka inn um 30 milljónir dala til 38 milljónir dala á frumsýningarhelgi, sem var ekki ásættanlegt að mati Sony. Árið 2016 stóð Sony því frammi fyrir tveimur valkostum, annað hvort að endurræsa seríuna með nýjum leikurum í aðalhlutverki og fá þannig inn nýja aðdáendur eða tengja svartklæddu mennina við annan kvikmyndabálk og var horft til 21 Jump Street með þeim Channing Tatum og Jonah Hill í aðalhlutverkum. Fyrri kosturinn varð fyrir valinu og var veðjað á Chris Hemsworth og Tessu Thompson í aðalhlutverkum þar sem þau höfðu náð vel saman í ofurhetjumyndinni Thor: Ragnarok.Það gekk þó ekki eftir að vekja áhuga nýrra áhorfenda á þessum sagnabálki um svartklæddu mennina sem verja jörðina fyrir geimverum. Nýjasta myndin þénaði 30 milljónir dollara á frumsýningarhelginni sem var langt undir væntingum Sony. Kvikmyndaverið bjóst við miklu af þessari mynd, sér í lagi vegna þess að handritið lofaði svo góðu. Hollywood Reporter segir að Sony hefði aldrei fengið Chris Hemsworth og Tessu Thompson að þessu verkefni án þess að vera með gott handrit. Hins vegar sagði sá sem sá um Men In Black fyrir Sony, David Beaubaire, upp störfum í fyrra sumar og tók enginn við keflinu. Eftir að hann fór upphófst mikið reiptog á milli leikstjórans F. Gary Gray, sem á að baki Straight Outta Compton og The Fate of the Furious, og framleiðandans Walter Parkes sem er trúnaðarvinur leikstjórans Steven Spielberg sem hjálpaði til að við að gera fyrstu myndina. Átökin á milli Gray og Parkes voru mikil að sögn Hollywood Reporter og voru þeir hreint ekki sammála um hvernig myndin átti að vera. Upphaflega handritið þótti í takt við tímann og var meðal annars komið inn á málefni innflytjenda í þeirri sögu. Hollywood Reporter hefur heimildir fyrir því að illmenni myndarinnar áttu að vera geimverur sem höfðu tekið sér ásýnd heimsfrægrar hljómsveitar, í ætt við Bítlana.Leikstjórinn F. Gary Gray, leikararnir Kumail Nanjiani, Chris Hemsworth, Tessa Thompson, og framleiðendurnir Walter Parkes og Laurie MacDonald við kynningu á myndinni í Lundúnum.Vísir/GettyParkes er sagður hafa tekið sér hlutverk handritshöfundar áður en tökur myndarinnar hófust og á meðan þeim stóð. Tók handritið stöðugum breytingum og fengu leikarar nýja útgáfu af handritinu daglega í nokkurn tíma, sem olli mikilli ringulreið á tökustað. Hollywood Reporter hefur eftir tveimur heimildarmönnum að Parkes hafi nokkrum sinnum hreinlega tekið sér hlutverk leikstjóra, þó svo að það hafi ekki brotið gegn reglum sambands leikstjóra í Bandaríkjunum. Er Gray sagður nokkrum sinnum hafa reynt að segja sig frá myndinni, en var sannfærður um að halda áfram. Eftirvinnsla myndarinnar gekk þó nokkuð áfallalaust fyrir sig, að því er fram kemur í grein Hollywood Reporter, og var ekki í nánd í líkingu við það sem átti sér stað við eftirvinnslu X-Men: Dark Phoenix þar sem heilu kaflarnir voru teknir upp aftur. Sony ákvað að halda prufusýningar á útgáfu leikstjórans Gary á nýju Men in Black-myndinni og útgáfu Parkes en útgáfa Parkes varð að lokum fyrir valinu. Myndin er metin 25 prósent fersk á Rotten Tomatoes af gagnrýnendum en fær 65 prósent frá áhorfendum. Samhljóða álit gagnrýnenda er að myndin sé viðmótsþýð en þó ekki eftirminnileg. Hollywood Reporter hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að þrátt fyrir vonbrigðin þá sé sagnaheimi Men in Black ekki lokið. Um sé að ræða skemmtilega hugmynd sem muni fá framhald í einhverskonar formi, hvort sem það verða sjónvarpsþættir eða hreinlega önnur kvikmynd.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið