Brotum fjölgað á vinnumarkaði í tengslum við erlenda glæpahópa Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2019 20:15 Enginn hefur verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi og telur aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ það vera vegna lélegrar löggjafar. Brotum hefur fjölgað á vinnumarkaði síðustu ár í tengslum við aukin umsvif erlendra glæpahópa. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í lok maí segir að skipulögð brotastarfsemi sé ein alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Þar kom fram að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Helstu brotaflokkarnir séu fíkniefnasala og innflutningur, smygl á fólki, mansal og vændi, vinnumarkaðsafbrot, peningaþvætti, skattsvik og spilling og svo farandbrotahópar. Halldór Grönvold, aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ, segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru hópar sem voru kannski áður fyrst og fremst að einbeita sér að eiturlyfjasölu og vændi hafa núna bætt vinnumansalinu við. Ástæðan er sú að þarna eru miklir fjármunir. Sérstaklega í löndum eins og á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Ástæðan er líklega að enn sem komið er eru viðurlögin gangvart þessum brotum allt önnur og vægari heldur en gagnvart hinum brotunum sem ég nefndi. Bara nefna sem dæmi, það hefur enginn verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi,“ segir hann. Í tengslum við gerð kjarasamninga skilgreindi ríkistjórnin 11 aðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eitt af því er að skoða vinnumansal og hvernig takast eigi á við það. Halldór telur mansal sé algengara en fólk geri sér grein fyrir. „Eðli starfseminnar er þannig að hún er meira og minna neðanjarðar. Þetta er einangruð starfsemi sem er oft erfitt að sjá. Þetta eru oft hópar sem að koma á vegum mafíustarfsemi þarna úti. Þeir eru gjarnan hafðir einangraðir og við sjáum það að þeir eru ekki að fá laun eða önnur starfskjör í neinu samræmi við það sem að hér gildir. Vandinn er hins vegar sá að það er erfitt að sækja þessi mál. Það ræðst meðal annars á því að löggjöfin hér er þannig að skilgreining á mansali er mjög þröng. Opinberir aðilar hafa í raun ekki treyst sér til að fylgja þessum málum eftir áþeim grundvelli,“ segir hann. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira
Enginn hefur verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi og telur aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ það vera vegna lélegrar löggjafar. Brotum hefur fjölgað á vinnumarkaði síðustu ár í tengslum við aukin umsvif erlendra glæpahópa. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í lok maí segir að skipulögð brotastarfsemi sé ein alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Þar kom fram að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Helstu brotaflokkarnir séu fíkniefnasala og innflutningur, smygl á fólki, mansal og vændi, vinnumarkaðsafbrot, peningaþvætti, skattsvik og spilling og svo farandbrotahópar. Halldór Grönvold, aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ, segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru hópar sem voru kannski áður fyrst og fremst að einbeita sér að eiturlyfjasölu og vændi hafa núna bætt vinnumansalinu við. Ástæðan er sú að þarna eru miklir fjármunir. Sérstaklega í löndum eins og á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Ástæðan er líklega að enn sem komið er eru viðurlögin gangvart þessum brotum allt önnur og vægari heldur en gagnvart hinum brotunum sem ég nefndi. Bara nefna sem dæmi, það hefur enginn verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi,“ segir hann. Í tengslum við gerð kjarasamninga skilgreindi ríkistjórnin 11 aðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eitt af því er að skoða vinnumansal og hvernig takast eigi á við það. Halldór telur mansal sé algengara en fólk geri sér grein fyrir. „Eðli starfseminnar er þannig að hún er meira og minna neðanjarðar. Þetta er einangruð starfsemi sem er oft erfitt að sjá. Þetta eru oft hópar sem að koma á vegum mafíustarfsemi þarna úti. Þeir eru gjarnan hafðir einangraðir og við sjáum það að þeir eru ekki að fá laun eða önnur starfskjör í neinu samræmi við það sem að hér gildir. Vandinn er hins vegar sá að það er erfitt að sækja þessi mál. Það ræðst meðal annars á því að löggjöfin hér er þannig að skilgreining á mansali er mjög þröng. Opinberir aðilar hafa í raun ekki treyst sér til að fylgja þessum málum eftir áþeim grundvelli,“ segir hann.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira