Minna er stundum meira Jónas Sen skrifar 13. júní 2019 14:00 Kantata Sigurðar Sævarssonar vakti talsverða lukku. Fréttablaðið/Valli Kirkjulistahátíð endaði ekki með hvelli heldur kjökri, svo vitnað sé í hið fræga ljóð T. S. Eliots. Byrjun hátíðarinnar, frumflutningur Óratóríu Hafliða Hallgrímssonar, var vissulega stórfenglegur hvellur, en Hvítasunnukantata Sigurðar Sævarssonar, sem var aðalatriði lokatónleikanna á mánudaginn, var miklu minni um sig. Kjökur er þó líklega ekki nákvæm lýsing; andvarp væri nærri lagi, og þá í kosmískum skilningi. Textinn samanstendur af hinu fræga ákalli frá miðöldum, Veni, Sancte Spiritus, eða Kom, heilagur andi. Inn á milli voru ritningarstaðir til hugleiðingar. Tónlistin var mínímalísk, þ.e. byggðist að nokkru leyti á mörgum endurtekningum lítilla hendinga, ekki ósvipuð tónlistinni eftir Philip Glass, Steve Reich og John Adams. Stemningin var myndræn og verkið myndi sóma sér ágætlega sem kvikmyndatónlist. Stefin voru grípandi og endurtekningarnar gerðu allt miklu auðskiljanlegra. Það var engin flókin framvinda í músíkinni, andrúmsloftið var eins og í hugleiðslu, en samt tregafullt. Einfaldleikinn virkaði í gríðarlegri endurómun Hallgrímskirkju, hún líkt og spilaði með tónlistinni fremur en að fletja hana út. Sterk stemning myndaðist, enda vakti kantatan talsverða lukku áheyrenda.Söng af smekkvísi og fágun Flutningurinn var fínn. Benedikt Kristjánsson tenór söng flesta ritningarstaðina og gerði það af smekkvísi og fágun. Hildigunnur Einarsdóttir alt kom einnig fram, og var það í hápunkti tónsmíðarinnar, þegar heilagur andi yfirskyggir postulana og þeir tala tungum. Hildigunnur söng prýðilega, af krafti og innileika, tær röddin kom einstaklega vel út. Kórinn Schola cantorum söng sömuleiðis af hrífandi einlægni, og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju var með allt á hreinu. Þrjár hvítasunnukantötur eftir Bach (BWV 172, 6 og 34) voru ekki eins skemmtilegar. Hljómsveitin spilaði þá verr, hver svo sem ástæðan var. Margt var vissulega fallegt, heildarhljómurinn var þýður og áheyrilegur, en ýmsar einleiksstrófur voru lítt áheyrilegar. Munaði mest um þrjá trompetleikara sem hittu ekki alltaf á rétta tóna. Kórinn, Schola cantorum, auk Mótettukórs kirkjunnar, sem bættist við í síðustu kantötunni, söng þó ágætlega, söngurinn var ávallt þéttur og fókuseraður. En ósannfærandi hljómsveitarleikurinn gerði að verkum að heildarmyndin hitti aldrei í mark, jafvel þótt einsöngvararnir stæðu sig yfirleitt eins og best verður á kosið. Tónleikarnir voru nokkuð langir. Þeir hófust klukkan fimm. Gestir sem sátu hægra megin í kirkjunni máttu þola sólina í andlitið allan tímann, þeir voru nánast steiktir lifandi. Auðvitað var ekki hægt að spá fyrir um veðrið þegar dagskráin var plönuð, en minna hefði svo sannarlega verið meira hér.Veni, Sancte Spiritus eftir Sigurð Sævarsson var góð skemmtun, en þrjár kantötur eftir Bach voru síðri. Tónlist Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kirkjulistahátíð endaði ekki með hvelli heldur kjökri, svo vitnað sé í hið fræga ljóð T. S. Eliots. Byrjun hátíðarinnar, frumflutningur Óratóríu Hafliða Hallgrímssonar, var vissulega stórfenglegur hvellur, en Hvítasunnukantata Sigurðar Sævarssonar, sem var aðalatriði lokatónleikanna á mánudaginn, var miklu minni um sig. Kjökur er þó líklega ekki nákvæm lýsing; andvarp væri nærri lagi, og þá í kosmískum skilningi. Textinn samanstendur af hinu fræga ákalli frá miðöldum, Veni, Sancte Spiritus, eða Kom, heilagur andi. Inn á milli voru ritningarstaðir til hugleiðingar. Tónlistin var mínímalísk, þ.e. byggðist að nokkru leyti á mörgum endurtekningum lítilla hendinga, ekki ósvipuð tónlistinni eftir Philip Glass, Steve Reich og John Adams. Stemningin var myndræn og verkið myndi sóma sér ágætlega sem kvikmyndatónlist. Stefin voru grípandi og endurtekningarnar gerðu allt miklu auðskiljanlegra. Það var engin flókin framvinda í músíkinni, andrúmsloftið var eins og í hugleiðslu, en samt tregafullt. Einfaldleikinn virkaði í gríðarlegri endurómun Hallgrímskirkju, hún líkt og spilaði með tónlistinni fremur en að fletja hana út. Sterk stemning myndaðist, enda vakti kantatan talsverða lukku áheyrenda.Söng af smekkvísi og fágun Flutningurinn var fínn. Benedikt Kristjánsson tenór söng flesta ritningarstaðina og gerði það af smekkvísi og fágun. Hildigunnur Einarsdóttir alt kom einnig fram, og var það í hápunkti tónsmíðarinnar, þegar heilagur andi yfirskyggir postulana og þeir tala tungum. Hildigunnur söng prýðilega, af krafti og innileika, tær röddin kom einstaklega vel út. Kórinn Schola cantorum söng sömuleiðis af hrífandi einlægni, og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju var með allt á hreinu. Þrjár hvítasunnukantötur eftir Bach (BWV 172, 6 og 34) voru ekki eins skemmtilegar. Hljómsveitin spilaði þá verr, hver svo sem ástæðan var. Margt var vissulega fallegt, heildarhljómurinn var þýður og áheyrilegur, en ýmsar einleiksstrófur voru lítt áheyrilegar. Munaði mest um þrjá trompetleikara sem hittu ekki alltaf á rétta tóna. Kórinn, Schola cantorum, auk Mótettukórs kirkjunnar, sem bættist við í síðustu kantötunni, söng þó ágætlega, söngurinn var ávallt þéttur og fókuseraður. En ósannfærandi hljómsveitarleikurinn gerði að verkum að heildarmyndin hitti aldrei í mark, jafvel þótt einsöngvararnir stæðu sig yfirleitt eins og best verður á kosið. Tónleikarnir voru nokkuð langir. Þeir hófust klukkan fimm. Gestir sem sátu hægra megin í kirkjunni máttu þola sólina í andlitið allan tímann, þeir voru nánast steiktir lifandi. Auðvitað var ekki hægt að spá fyrir um veðrið þegar dagskráin var plönuð, en minna hefði svo sannarlega verið meira hér.Veni, Sancte Spiritus eftir Sigurð Sævarsson var góð skemmtun, en þrjár kantötur eftir Bach voru síðri.
Tónlist Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira