Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 10:39 Parísarbúar baða sig í gosbrunni á Trocadero-torgi við Eiffel-turninn í ágúst í fyrra þegar önnur hitabylgja gekk yfir. Vísir/EPA Bráðabirgðagosbrunnar hafa verið settir upp og almenningssundlaugar verða opnar fram á kvöld í París til að hjálpa borgarbúum að takast á við allt að fjörutíu stiga hita sem spáð er í vikunni. Hitabylgjan nær einnig til Þýskalands, Sviss og Belgíu þar sem met gætu fallið. Hitinn á að ná 35 stigum í norðanverðu Frakklandi í dag en búist er við að hann nái hámarki undir lok vikunnar á fimmtudag og föstudag. Mikill raki í lofti þýðir að raunhitinn í París gæti verið nær 47°C síðar í vikunni. Mögulegt er talið að hitamet fyrir júní gætu fallið þar og í nágrannaríkjunum. Yfirvöld ætla að dreifa vatni og virkja áætlanir til að aðstoða viðkvæma hópa eins og aldraða. Parísarborg er nú á þriðja viðbúnaðarstigi vegna öfgahita en fjórða stigið hefur aldrei verið notað. Þannig hafa borgaryfirvöld skilgreint 900 „svala staði“ eins og garða, loftkældar opinberar byggingar og svæði þar sem tímabundnum gosbrunnum hefur verið komið fyrir. Þrettán almenningsgörðum verður einnig haldið opið lengur en vanalega enda spáir franska veðurstofan því að hitinn fari ekki undir tuttugu gráður víða, jafnvel að nóttu til.Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur hitabylgjunni nú verið líkt við þá sem dró hátt í 15.000 manns til dauða í ágúst árið 2003. Hitinn var þá yfir fjörutíu gráðum í rúma viku sums staðar. Flestir þeirra sem létust af völdum hitans voru eldri borgarar. Hitabylgjan nú er rakin til háþrýstisvæðis yfir Atlantshafi sem dælir heitu lofti frá norðanverðri Afríku og Spáni yfir meginlandið. Á Spáni er gert ráð fyrir hita yfir 35 gráðum víðast til og sums staðar allt að 42 gráðum. Frakkland Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Mögnuð ljósmynd sýnir afleiðingar hlýindanna á Grænlandi Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. 18. júní 2019 20:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bráðabirgðagosbrunnar hafa verið settir upp og almenningssundlaugar verða opnar fram á kvöld í París til að hjálpa borgarbúum að takast á við allt að fjörutíu stiga hita sem spáð er í vikunni. Hitabylgjan nær einnig til Þýskalands, Sviss og Belgíu þar sem met gætu fallið. Hitinn á að ná 35 stigum í norðanverðu Frakklandi í dag en búist er við að hann nái hámarki undir lok vikunnar á fimmtudag og föstudag. Mikill raki í lofti þýðir að raunhitinn í París gæti verið nær 47°C síðar í vikunni. Mögulegt er talið að hitamet fyrir júní gætu fallið þar og í nágrannaríkjunum. Yfirvöld ætla að dreifa vatni og virkja áætlanir til að aðstoða viðkvæma hópa eins og aldraða. Parísarborg er nú á þriðja viðbúnaðarstigi vegna öfgahita en fjórða stigið hefur aldrei verið notað. Þannig hafa borgaryfirvöld skilgreint 900 „svala staði“ eins og garða, loftkældar opinberar byggingar og svæði þar sem tímabundnum gosbrunnum hefur verið komið fyrir. Þrettán almenningsgörðum verður einnig haldið opið lengur en vanalega enda spáir franska veðurstofan því að hitinn fari ekki undir tuttugu gráður víða, jafnvel að nóttu til.Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur hitabylgjunni nú verið líkt við þá sem dró hátt í 15.000 manns til dauða í ágúst árið 2003. Hitinn var þá yfir fjörutíu gráðum í rúma viku sums staðar. Flestir þeirra sem létust af völdum hitans voru eldri borgarar. Hitabylgjan nú er rakin til háþrýstisvæðis yfir Atlantshafi sem dælir heitu lofti frá norðanverðri Afríku og Spáni yfir meginlandið. Á Spáni er gert ráð fyrir hita yfir 35 gráðum víðast til og sums staðar allt að 42 gráðum.
Frakkland Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Mögnuð ljósmynd sýnir afleiðingar hlýindanna á Grænlandi Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. 18. júní 2019 20:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Mögnuð ljósmynd sýnir afleiðingar hlýindanna á Grænlandi Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. 18. júní 2019 20:58