Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2019 10:18 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. Í gær kom fram í tilkynningu Eflingar að Eldum rétt hafi hafnað sáttarboði Eflingar í sáttafundi í máli félagsins gegn fyrirtækinu vegna meðferðar á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð og nam sáttatilboðið fjórum milljónum króna að sögn Eflingar.Sjá einnig: Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Fjögur fyrirtæki sem eru sögð hafa keypt vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu fengu kröfu frá Eflingu með vísun í lög um keðjuábyrgð. Hin þrjú fyrirtækin féllust á hana án andmæla, og voru þau þess vegna ekki hluti af stefnu Eflingar. Starfsmennirnir sem um ræðir unnu að sögn framkvæmdastjóra Eldum rétt, hjá fyrirtækinu í fjóra daga. Í tilkynningu frá Eldum rétt segir að Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða kr. 4.404.295 vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur.Hafnaði öllum tillögum Eldum rétt Eldum rétt segir að málið snúist í raun um hvort starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu hafi verið heimilt að draga frá launum verkamannanna kostnað vegna þjónustu auk fyrirframgreiddra launa. Endurgreiðsla á þeim fjárhæðum feli í sér tvígreiðslur og nái ákvæði laga um keðjuábyrgð ekki til slíkra krafna. Þá hafi Efling hafnað að veita frekari upplýsingar sem Eldum rétt óskaði eftir og hafi einnig hafnað öllum frekari tillögum Eldum rétt til að ljúka málinu á fundinum. Fréttatilkynningu Eldum rétt ehf. má lesa hér að neðanVegna tilkynningar Eflingar frá því fyrr í gær vill Eldum rétt koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Á föstudaginn átti framkvæmdastjóri Eldum rétt ehf. fund með framkvæmdastjóra og formanni Eflingar vegna þess dómsmáls sem hefur verið höfðað af fjórum rúmenskum einstaklingum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. og Eldum rétt ehf.Tilgangur fundarins var að reyna að leysa málið í sátt og samlyndi með Eflingu. Á fundinum lagði Efling fram tilboð, sem fól í sér að Eldum rétt ætti að greiða kr. 4.404.295 vegna málsins. Af þeirri fjárhæð voru 3 milljónir kr. í miskabætur. Efling tók skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu.Eldum rétt vill koma á framfæri að málið snýst í raun um hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum þessara einstaklinga kostnað vegna þjónustu, sem þeir nutu og fyrirframgreidd laun, sem óumdeilt er að þeir fengu. Endurgreiðsla á þessum fjárhæðum til einstaklinganna felur í sér tvígreiðslur til þeirra og ákvæði laga um keðjuábyrgð nær ekki til slíkra fjárkrafna.Stærsti hluti kröfunnar var um miskabætur vegna aðstæðna og aðbúnaðar starfsmannanna. Vert er að taka fram að ekki er um að ræða sömu starfsmenn Manna í vinnu ehf. og komið hafa fram í fjölmiðlum hingað til. Þar sem athugasemdir Eflingar um aðstæður starfsmannanna beindust ekki að starfsumhverfi eða aðstæðum hjá Eldum rétt, óskaði Eldum rétt eftir því að fá nánari upplýsingar þar um. Starfsmennirnir höfðu aðspurðir, staðfest við Eldum rétt að þeirra hagir væru í lagi. Efling hafnaði að veita frekari upplýsingar um aðstæður starfsmannanna. Engin gögn liggja því til grundvallar að starfsmenn sem unnu hjá Eldum rétt hafi verið látnir sæta ósæmilegri meðferð eða brotið gegn réttindum þeirra, eins og látið er liggja að í tilkynningu Eflingar. Efling hafnaði öllum frekari tillögum Eldum rétt til að ljúka málinu á fundinum.Í lok dagsins sendi framkvæmdastjóri Eldum rétt tölvupóst til framkvæmdastjóra Eflingar, þar sem afstaða Eldum rétt var rakin og samningsvilji ítrekaður. Það sé einlægur vilji Eldum rétt að standa undir keðjuábyrgð sem notendafyrirtæki samkvæmt lögum um starfsmannaleigur beri. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. 6. júlí 2019 11:58 Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Efling gagnrýnir viðbrögð framkvæmdastjóra Eldum rétt við stefnu vegna fjögurra rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar MIV. 3. júlí 2019 16:16 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. Í gær kom fram í tilkynningu Eflingar að Eldum rétt hafi hafnað sáttarboði Eflingar í sáttafundi í máli félagsins gegn fyrirtækinu vegna meðferðar á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð og nam sáttatilboðið fjórum milljónum króna að sögn Eflingar.Sjá einnig: Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Fjögur fyrirtæki sem eru sögð hafa keypt vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu fengu kröfu frá Eflingu með vísun í lög um keðjuábyrgð. Hin þrjú fyrirtækin féllust á hana án andmæla, og voru þau þess vegna ekki hluti af stefnu Eflingar. Starfsmennirnir sem um ræðir unnu að sögn framkvæmdastjóra Eldum rétt, hjá fyrirtækinu í fjóra daga. Í tilkynningu frá Eldum rétt segir að Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða kr. 4.404.295 vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur.Hafnaði öllum tillögum Eldum rétt Eldum rétt segir að málið snúist í raun um hvort starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu hafi verið heimilt að draga frá launum verkamannanna kostnað vegna þjónustu auk fyrirframgreiddra launa. Endurgreiðsla á þeim fjárhæðum feli í sér tvígreiðslur og nái ákvæði laga um keðjuábyrgð ekki til slíkra krafna. Þá hafi Efling hafnað að veita frekari upplýsingar sem Eldum rétt óskaði eftir og hafi einnig hafnað öllum frekari tillögum Eldum rétt til að ljúka málinu á fundinum. Fréttatilkynningu Eldum rétt ehf. má lesa hér að neðanVegna tilkynningar Eflingar frá því fyrr í gær vill Eldum rétt koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Á föstudaginn átti framkvæmdastjóri Eldum rétt ehf. fund með framkvæmdastjóra og formanni Eflingar vegna þess dómsmáls sem hefur verið höfðað af fjórum rúmenskum einstaklingum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. og Eldum rétt ehf.Tilgangur fundarins var að reyna að leysa málið í sátt og samlyndi með Eflingu. Á fundinum lagði Efling fram tilboð, sem fól í sér að Eldum rétt ætti að greiða kr. 4.404.295 vegna málsins. Af þeirri fjárhæð voru 3 milljónir kr. í miskabætur. Efling tók skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu.Eldum rétt vill koma á framfæri að málið snýst í raun um hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum þessara einstaklinga kostnað vegna þjónustu, sem þeir nutu og fyrirframgreidd laun, sem óumdeilt er að þeir fengu. Endurgreiðsla á þessum fjárhæðum til einstaklinganna felur í sér tvígreiðslur til þeirra og ákvæði laga um keðjuábyrgð nær ekki til slíkra fjárkrafna.Stærsti hluti kröfunnar var um miskabætur vegna aðstæðna og aðbúnaðar starfsmannanna. Vert er að taka fram að ekki er um að ræða sömu starfsmenn Manna í vinnu ehf. og komið hafa fram í fjölmiðlum hingað til. Þar sem athugasemdir Eflingar um aðstæður starfsmannanna beindust ekki að starfsumhverfi eða aðstæðum hjá Eldum rétt, óskaði Eldum rétt eftir því að fá nánari upplýsingar þar um. Starfsmennirnir höfðu aðspurðir, staðfest við Eldum rétt að þeirra hagir væru í lagi. Efling hafnaði að veita frekari upplýsingar um aðstæður starfsmannanna. Engin gögn liggja því til grundvallar að starfsmenn sem unnu hjá Eldum rétt hafi verið látnir sæta ósæmilegri meðferð eða brotið gegn réttindum þeirra, eins og látið er liggja að í tilkynningu Eflingar. Efling hafnaði öllum frekari tillögum Eldum rétt til að ljúka málinu á fundinum.Í lok dagsins sendi framkvæmdastjóri Eldum rétt tölvupóst til framkvæmdastjóra Eflingar, þar sem afstaða Eldum rétt var rakin og samningsvilji ítrekaður. Það sé einlægur vilji Eldum rétt að standa undir keðjuábyrgð sem notendafyrirtæki samkvæmt lögum um starfsmannaleigur beri.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. 6. júlí 2019 11:58 Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Efling gagnrýnir viðbrögð framkvæmdastjóra Eldum rétt við stefnu vegna fjögurra rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar MIV. 3. júlí 2019 16:16 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. 6. júlí 2019 11:58
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26
Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Efling gagnrýnir viðbrögð framkvæmdastjóra Eldum rétt við stefnu vegna fjögurra rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar MIV. 3. júlí 2019 16:16