Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 14:26 Greiða þarf fyrir bílastæði í miðborginni á sunnudögum verði tillögurnar að veruleika. Vísir/Vilhelm Stýrihópur um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum leggur til að lengja gjaldskyldutíma í Reykjavík auk þess að taka upp gjaldskyldu á sunnudögum. Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Þá er lagt til að gjaldskrá verði breytt árlega og verðbreytingar taki mið af gögnum sem safnað sé árlega og sýni nýtingu stæða. Verðið á að stuðla að því að bílastæðanýting sé um 85 prósent eða 1-2 laus bílastæði á skilgreindum götulegg eða svæði. Sérfræðingur segir 30 prósent af umferð í miðborgum vegna leitar að bílastæðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg undir yfirskriftinni „Fjölbreyttir ferðamátar, meira pláss fyrir fólk og betri nýting á landi“. Er vísað til fundar skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í gær þar sem mál tengd gangandi vegfarendum og vistvænum fararmátum hafi verið áberandi. Nefna má verklagsreglur um stýringu gjaldskyldra bílastæða, uppbyggingu hjólaskýla við HR, skipulagslýsingu fyrir varanlega göngugötu á Laugavegi og verklagsreglur um starfsemi hjólaleiga í borgarlandi. Frá Laugaveginum. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Þaðan má aka upp Laugaveg að Frakkastíg.Vísir/vilhelm Stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum Stýrihópur um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum fékk þau verkefni í fyrra að leggja fram a) ný viðmið um fjölda bíla- og hjólastæða fyrir skipulagsgerð og við útgáfu byggingarleyfa, b) verklag við fjölgun gjaldskyldusvæða í borginni, c) endurskoðun gjaldskrár og gjaldskyldutíma bílastæða. Hópurinn hefur nú skilað af sér skýrslu um málið. Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur hjá Eflu var ráðgjafi hópsins og kynnti tillögur hópsins sem var síðan vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði. Haft er eftir Daða að 30 prósent umferðar í borgum stafaði af leit ökumanna að bílastæðum og því sé brýnt að stýra bílastæðum með skilvirkum hætti. Markmið með stýringu bílastæða á borgarlandi er að bæta lífsgæði og skapa tækifæri fyrir fjölbreyttari noktun borgarlands, styðja við verslun og fyrirtæki og bæta aðgengi íbúa að bílastæðum nærri heimilum. Auk þess að draga úr umferðartöfum, mengun og auka öryggi. Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson Kvöð um hámarkstíma ökutækja í stæðum Stýrihópurinn leggur til bætta stefnu í stýringu bílastæða í borgarlandi sem felur m.a. í sér eftirfarandi: -Verð gjaldskyldra bílastæða stuðli að því að bílastæðanýting á borgarlandi sé um 85%, eða 1-2 laust bílastæði á skilgreindum götulegg/svæði. Fjölmargir nota Leggja appið til að greiða fyrir bílastæði. -Gjaldskyldutíminn sé lengdur og gjaldskylda tekin upp á sunnudögum þar sem þörf er á til að stýra bílastæðanýtingu með skilvirkari hætti en í dag eru fjölmargar verslanir, veitingastaðir og kaffihús opin í miðbænum á sunnudögum, ólíkt því sem áður var. -Gjaldskrá bílastæða verði breytt árlega byggt á gögnum sem safnað er reglulega. -Setja megi kvöð um hámarkstíma ökutækja í bílastæðum til að tryggja að bílastæði við verslanir og þjónustu séu fyrst og fremst nýtt af viðskiptavinum. Segja gjaldskyldu öflugt vopn Meirihluti ráðsins telur að stýring og gjaldskylda bílastæða sé öflugasta verkfæri borga til að stýra landnotkun og tryggja sjálfbæra þróun lands sem er gríðarlega mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar og til að ná fram breyttum ferðavenjum. „Það eru spennandi tímar í gangi hér í borginni þar sem fólk og fjölbreyttir fararmátar fá sífellt meira vægi,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. „Frábært dæmi um það er sú göngugötuvæðing sem hafin er og svo það að von bráðar geta borgarbúar ferðast um á rafmagnshjólum og rafmagnshlaupahjólum sem þeir eiga ekki sjálfir heldur taka tímabundið á leigu. Rafmagnshlaupahjól eru víða í borgum erlendis. Þau eru rekin af sérstökum fyrirtækjum sem rukka notendur í gegnum app.Getty/MarioGuti Stöðvarlausar hjólaleigur Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að mikil aukning hafi orðið á stöðvarlausum hjólum (hjólum, rafhlaupahjólum) í borgum nágrannalandanna og séu þau orðin þáttur í samgöngukerfi þeirra. „Hjólin eru handhægur ferðamáti sem flestir ráða við og nýtast vel sem samgöngubót „síðasta spölinn“ heim og að heiman. Tilgangur þessara verklagsreglna er að tryggja gagnsætt og opið verklag þegar þjónustuaðili óskar eftir að starfrækja stöðvalausa hjólaleigu með reiðhjólum, hlaupahjólum eða öðrum sambærilegum léttum farartækjum, án fastra hjólastöðva innan borgarlands Reykjavíkur.“ Þetta var samþykkt og er vísað til borgarráðs. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór Skipulagslýsing fyrir Laugaveg sem göngugötu „Hvern einasta daga erum við að byggja upp og bæta innviði fyrir vistvæna fararmáta í borginni og gefa þeim meira pláss, því að framtíðin felst í fjölbreytileikanum,“ segir Sigurborg Ósk. Samþykkt var á fundinum að kynna framlagða lýsingu skipulagsfulltrúa vegna nýs deiliskipulags fyrir Laugaveginn sem göngugötu og er það í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur. Markmiðið er að skipuleggja varanlegar göngugötur á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg. Unnið er samhliða að forhönnun og undirbúningi í samráði við hagsmunaaðila. „Við undirbúning varanlegra göngugatna í Reykjavík hefur víðtækt samráð verið leiðarstef, svo verður áfram. Nefna má opið samráð í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 28. janúar til 3. febrúar og opinn samráðsfund með veitingafólki, verslunarrekendum, ferðaþjónustu- og vöruflutningaaðilum. Borgin hefur átt gott samtali við Öryrkjabandalag Íslands og fleiri hagsmunafélög auk þess sem á vegum borgarinnar starfar öflug aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Aðgengisfulltrúar ÖBÍ hafa þegar gert úttekt á aðgengismálum á neðri hluta Laugavegs og mun sú vinna nýtast við hönnun á götunni.“ Háskólinn í Reykjavík, HR Skýli fyrir 350 hjól við HR Á fundinum var lögð fram umsókn Arkís arkitekta varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst að afmarkaðir eru þrír byggingarreitir fyrir hjólaskýli á lóð háskólans. Samþykkti fundurinn að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda. Eftir byggingu þeirra verður pláss fyrir 350 hjól í þeim. Einnig er gert ráð fyrir jafnmörgum hjólum í stæðum utan skýlanna. Göngugötur Bílastæði Samgöngur Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Stýrihópur um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum leggur til að lengja gjaldskyldutíma í Reykjavík auk þess að taka upp gjaldskyldu á sunnudögum. Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Þá er lagt til að gjaldskrá verði breytt árlega og verðbreytingar taki mið af gögnum sem safnað sé árlega og sýni nýtingu stæða. Verðið á að stuðla að því að bílastæðanýting sé um 85 prósent eða 1-2 laus bílastæði á skilgreindum götulegg eða svæði. Sérfræðingur segir 30 prósent af umferð í miðborgum vegna leitar að bílastæðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg undir yfirskriftinni „Fjölbreyttir ferðamátar, meira pláss fyrir fólk og betri nýting á landi“. Er vísað til fundar skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í gær þar sem mál tengd gangandi vegfarendum og vistvænum fararmátum hafi verið áberandi. Nefna má verklagsreglur um stýringu gjaldskyldra bílastæða, uppbyggingu hjólaskýla við HR, skipulagslýsingu fyrir varanlega göngugötu á Laugavegi og verklagsreglur um starfsemi hjólaleiga í borgarlandi. Frá Laugaveginum. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Þaðan má aka upp Laugaveg að Frakkastíg.Vísir/vilhelm Stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum Stýrihópur um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum fékk þau verkefni í fyrra að leggja fram a) ný viðmið um fjölda bíla- og hjólastæða fyrir skipulagsgerð og við útgáfu byggingarleyfa, b) verklag við fjölgun gjaldskyldusvæða í borginni, c) endurskoðun gjaldskrár og gjaldskyldutíma bílastæða. Hópurinn hefur nú skilað af sér skýrslu um málið. Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur hjá Eflu var ráðgjafi hópsins og kynnti tillögur hópsins sem var síðan vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði. Haft er eftir Daða að 30 prósent umferðar í borgum stafaði af leit ökumanna að bílastæðum og því sé brýnt að stýra bílastæðum með skilvirkum hætti. Markmið með stýringu bílastæða á borgarlandi er að bæta lífsgæði og skapa tækifæri fyrir fjölbreyttari noktun borgarlands, styðja við verslun og fyrirtæki og bæta aðgengi íbúa að bílastæðum nærri heimilum. Auk þess að draga úr umferðartöfum, mengun og auka öryggi. Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson Kvöð um hámarkstíma ökutækja í stæðum Stýrihópurinn leggur til bætta stefnu í stýringu bílastæða í borgarlandi sem felur m.a. í sér eftirfarandi: -Verð gjaldskyldra bílastæða stuðli að því að bílastæðanýting á borgarlandi sé um 85%, eða 1-2 laust bílastæði á skilgreindum götulegg/svæði. Fjölmargir nota Leggja appið til að greiða fyrir bílastæði. -Gjaldskyldutíminn sé lengdur og gjaldskylda tekin upp á sunnudögum þar sem þörf er á til að stýra bílastæðanýtingu með skilvirkari hætti en í dag eru fjölmargar verslanir, veitingastaðir og kaffihús opin í miðbænum á sunnudögum, ólíkt því sem áður var. -Gjaldskrá bílastæða verði breytt árlega byggt á gögnum sem safnað er reglulega. -Setja megi kvöð um hámarkstíma ökutækja í bílastæðum til að tryggja að bílastæði við verslanir og þjónustu séu fyrst og fremst nýtt af viðskiptavinum. Segja gjaldskyldu öflugt vopn Meirihluti ráðsins telur að stýring og gjaldskylda bílastæða sé öflugasta verkfæri borga til að stýra landnotkun og tryggja sjálfbæra þróun lands sem er gríðarlega mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar og til að ná fram breyttum ferðavenjum. „Það eru spennandi tímar í gangi hér í borginni þar sem fólk og fjölbreyttir fararmátar fá sífellt meira vægi,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. „Frábært dæmi um það er sú göngugötuvæðing sem hafin er og svo það að von bráðar geta borgarbúar ferðast um á rafmagnshjólum og rafmagnshlaupahjólum sem þeir eiga ekki sjálfir heldur taka tímabundið á leigu. Rafmagnshlaupahjól eru víða í borgum erlendis. Þau eru rekin af sérstökum fyrirtækjum sem rukka notendur í gegnum app.Getty/MarioGuti Stöðvarlausar hjólaleigur Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að mikil aukning hafi orðið á stöðvarlausum hjólum (hjólum, rafhlaupahjólum) í borgum nágrannalandanna og séu þau orðin þáttur í samgöngukerfi þeirra. „Hjólin eru handhægur ferðamáti sem flestir ráða við og nýtast vel sem samgöngubót „síðasta spölinn“ heim og að heiman. Tilgangur þessara verklagsreglna er að tryggja gagnsætt og opið verklag þegar þjónustuaðili óskar eftir að starfrækja stöðvalausa hjólaleigu með reiðhjólum, hlaupahjólum eða öðrum sambærilegum léttum farartækjum, án fastra hjólastöðva innan borgarlands Reykjavíkur.“ Þetta var samþykkt og er vísað til borgarráðs. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór Skipulagslýsing fyrir Laugaveg sem göngugötu „Hvern einasta daga erum við að byggja upp og bæta innviði fyrir vistvæna fararmáta í borginni og gefa þeim meira pláss, því að framtíðin felst í fjölbreytileikanum,“ segir Sigurborg Ósk. Samþykkt var á fundinum að kynna framlagða lýsingu skipulagsfulltrúa vegna nýs deiliskipulags fyrir Laugaveginn sem göngugötu og er það í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur. Markmiðið er að skipuleggja varanlegar göngugötur á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg. Unnið er samhliða að forhönnun og undirbúningi í samráði við hagsmunaaðila. „Við undirbúning varanlegra göngugatna í Reykjavík hefur víðtækt samráð verið leiðarstef, svo verður áfram. Nefna má opið samráð í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 28. janúar til 3. febrúar og opinn samráðsfund með veitingafólki, verslunarrekendum, ferðaþjónustu- og vöruflutningaaðilum. Borgin hefur átt gott samtali við Öryrkjabandalag Íslands og fleiri hagsmunafélög auk þess sem á vegum borgarinnar starfar öflug aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Aðgengisfulltrúar ÖBÍ hafa þegar gert úttekt á aðgengismálum á neðri hluta Laugavegs og mun sú vinna nýtast við hönnun á götunni.“ Háskólinn í Reykjavík, HR Skýli fyrir 350 hjól við HR Á fundinum var lögð fram umsókn Arkís arkitekta varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst að afmarkaðir eru þrír byggingarreitir fyrir hjólaskýli á lóð háskólans. Samþykkti fundurinn að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda. Eftir byggingu þeirra verður pláss fyrir 350 hjól í þeim. Einnig er gert ráð fyrir jafnmörgum hjólum í stæðum utan skýlanna.
Göngugötur Bílastæði Samgöngur Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira