Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júlí 2019 12:15 Frans Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnar ESB frá 2014. Útlit er fyrir að áform um að hann verði forseti framkvæmdastjórnarinnar nái ekki fram að ganga. Vísir/EPA Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. Á G20 fundinum í Osaka í Japan á föstudag, fundi leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims, náði Angela Merkel kanslari Þýskalands samkomulagi við Frakka, Spánverja og Hollendinga um að sósíalistinn Frans Timmermans yrði eftirmaður Jean-Claude Juncker sem forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en í staðinn yrði Manfred Weber, leiðtogi blokkar íhaldsflokka á Evrópuþinginu, forseti Evrópuþingsins. Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnarinnar frá 2014. Financial Times greinir hins vegar frá því að þessi áform hafi runnið út í sandinn á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær þegar í ljós kom á meðal leiðtoga íhaldsflokka á Evrópuþinginu hafi Merkel í raun verið sú eina sem styddi Timmermanns í embættið. FT hefur eftir Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, að Merkel sé leiðtogi Sambands kristilegra demókrata í Þýskalandi en hún stýri ekki bandalagi íhaldsflokka á Evrópuþinginu. Innan leiðtogaráðs ESB er líka andstaða við Timmermans en þar hafa Pólland, Ungverjaland og Tékkland lagst gegn því að hann verði fyrir valinu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að tillaga um að gera Timmermans að forseta framkvæmdastjórnarinnar sé „niðurlægjandi.“ Nú þegar hafa verði haldnar tvær ríkjaráðstefnur til að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar, forseta leiðtogaráðsins og seðlabankastjóra Evrópu en ekki liggur fyrir samkomulag um hver eigi að gegna neinu þessara embætta. Það má því segja að það sé komin upp ákveðin pattstaða við að manna æðstu embætti stofnana Evrópusambandsins. Í fundinum í Osaka á föstudag ræddu leiðtogar Evrópuríkja einnig um hver kæmi til með að taka við af Mario Draghi sem seðlabankastjóri Evrópu. Rætt hefur verið um að eftirmaður hans verði franskur ríkisborgari. FT hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að skipun í embættið kunni að verða frestað eitthvað. Ljóst er að skipa þarf í embættið fyrir 31. október næstkomandi en þá rennur kjörtímabil Draghis út. Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. Á G20 fundinum í Osaka í Japan á föstudag, fundi leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims, náði Angela Merkel kanslari Þýskalands samkomulagi við Frakka, Spánverja og Hollendinga um að sósíalistinn Frans Timmermans yrði eftirmaður Jean-Claude Juncker sem forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en í staðinn yrði Manfred Weber, leiðtogi blokkar íhaldsflokka á Evrópuþinginu, forseti Evrópuþingsins. Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnarinnar frá 2014. Financial Times greinir hins vegar frá því að þessi áform hafi runnið út í sandinn á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær þegar í ljós kom á meðal leiðtoga íhaldsflokka á Evrópuþinginu hafi Merkel í raun verið sú eina sem styddi Timmermanns í embættið. FT hefur eftir Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, að Merkel sé leiðtogi Sambands kristilegra demókrata í Þýskalandi en hún stýri ekki bandalagi íhaldsflokka á Evrópuþinginu. Innan leiðtogaráðs ESB er líka andstaða við Timmermans en þar hafa Pólland, Ungverjaland og Tékkland lagst gegn því að hann verði fyrir valinu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að tillaga um að gera Timmermans að forseta framkvæmdastjórnarinnar sé „niðurlægjandi.“ Nú þegar hafa verði haldnar tvær ríkjaráðstefnur til að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar, forseta leiðtogaráðsins og seðlabankastjóra Evrópu en ekki liggur fyrir samkomulag um hver eigi að gegna neinu þessara embætta. Það má því segja að það sé komin upp ákveðin pattstaða við að manna æðstu embætti stofnana Evrópusambandsins. Í fundinum í Osaka á föstudag ræddu leiðtogar Evrópuríkja einnig um hver kæmi til með að taka við af Mario Draghi sem seðlabankastjóri Evrópu. Rætt hefur verið um að eftirmaður hans verði franskur ríkisborgari. FT hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að skipun í embættið kunni að verða frestað eitthvað. Ljóst er að skipa þarf í embættið fyrir 31. október næstkomandi en þá rennur kjörtímabil Draghis út.
Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira