Bone-orðin 10: Diljá Ámunda vill hlátur en ekki hrútskýringar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. júlí 2019 11:45 Diljá kann að meta fólk sem spyr spurninga og sýnir áhuga en gefur lítið fyrir fordóma og dómhörku. Diljá Ámundadóttir Zoëga er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún er þekkt fyrir að vera mikil gleðisprengja og hrókur alls fagnaðar hvert sem hún stígur niður fæti. Þessa dagana nýtur hún þess að vera í fæðingarorlofi með litlu tunglstelpunni sinni henni Lunu sem er nýorðin eins árs gömul. Diljá byrjar að vinna aftur í september eftir fæðingarorlof og ætla þær mæðgur að nýta tímann þangað til í að ferðast og skoða heiminn. Makamál fengu að heyra hver Bone-orðin hennar Diljá eru. ON: 1. Fólk sem er heiðarlegt og auðmjúkt er líka fullt af sjálfsöryggi og sjálfstrausti. Þetta helst svo fallega í hendur. Og verður fyrir vikið mjög aðlaðandi manneskja. 2. Fólk sem fær mig til að rifna úr hlátri er besta fólkið. 3. Fólk sem spyr réttu spurninganna, af áhuga, og hlustar svo á það sem ég hef að segja lætur mig hvíla vel í sjálfri mér. Það er gott. 4. Að vera heilsteyptur er að vera ekki krumpaður. Fólk sem hefur aðeins kíkt inn á við og skoðað, ræktað sjálfið, kveikt ljósin og náð tengingu við sig og aðra. Það fólk hrífur mig. 5. Lífið má ekki að vera of flatt og leiðinlegt. Það þarf að vera smá hamagangur, ævintýragirni og spenna líka.OFF: 1. Það er fátt sem stuðar mig jafn mikið og besservisserar og hrútskýrendur. Á sama tíma finn ég líka til með þessum sem iðka þá hegðun. Finn til með þeim fyrir að liggja á þessum ömurlega botni mennskunnar. 2. Ég greindi sjálfa mig með röskunina “Misophonia” samkvæmt einhverjum leiðbeiningum á netinu. Ákveðin hljóð eins og smjatt geta gjörsamlega gengið frá mér. Afhverju er fullorðið fólk líka að smjatta? Hvað er að? 3. Fullorðinn karlmaður með “man-flu” að vorkenna sér er eins langt frá því að fá vorkunn frá mér og hægt er. Sérstaklega ef hann myndi segja hluti eins og “Mér er illt í mallanum og þarf að lúlla í koddann minn”. 4. Ég hef nú yfirleitt ekkert mikið út á útlit og fatastíl fólks að setja. En ef ég þyrfti að velja eitthvað þá myndi ég gefa mönnum með mjög sítt goatee-skegg og í kvartbuxum rauða spjaldið. 5. Fólk sem er uppfullt af fórdómum og dómhörku er að öllum líkindum líka fáfrótt, þröngsýnt og jafnvel mjög reitt fólk. Allir þessir eiginleikar hræða mig.Diljá segir heiðarleika og sjálfstraust vera fallega blöndu og kann hún mjög vel að meta fólk sem fær hana til að rifna úr hlátri.Makamál þakka Diljá kærlega fyrir spjallið og óska þeim mæðgum lukku í komandi ferðalögum og ævintýrum í sumar. Bone-orðin 10 Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hefur þú upplifað framhjáhald? Þeir sem hafa upplifað framhjáhald eru flestir sammála um að það er eitt það erfiðasta sem fólk tekst á við í sambandi. Aðilinn sem heldur framhjá burðast yfirleitt með mikla skömm og samviskubit meðan hinn þarf að gera upp við sig hvort að hann er tilbúinn til að reyna að treysta aftur. 28. júní 2019 08:00 Þriðjungur svarenda í opnu sambandi eða langar til að prófa Opið samband telst vera það þegar leyfilegt er að sænga hjá öðrum en makanum. 28. júní 2019 14:00 Bone-orðin 10: Gígja Dögg er veik fyrir ilmandi iðnaðarmönnum Gígja Dögg Einarsdóttir er 39 ára ljósmyndari og búfræðingur. Hún er einna þekktust fyrir hestamyndirnar sínar sem hún hefur verið að selja bæði til HM og Urban Outfitters. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orðin hennar Gígju eru. 27. júní 2019 11:30 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Diljá Ámundadóttir Zoëga er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún er þekkt fyrir að vera mikil gleðisprengja og hrókur alls fagnaðar hvert sem hún stígur niður fæti. Þessa dagana nýtur hún þess að vera í fæðingarorlofi með litlu tunglstelpunni sinni henni Lunu sem er nýorðin eins árs gömul. Diljá byrjar að vinna aftur í september eftir fæðingarorlof og ætla þær mæðgur að nýta tímann þangað til í að ferðast og skoða heiminn. Makamál fengu að heyra hver Bone-orðin hennar Diljá eru. ON: 1. Fólk sem er heiðarlegt og auðmjúkt er líka fullt af sjálfsöryggi og sjálfstrausti. Þetta helst svo fallega í hendur. Og verður fyrir vikið mjög aðlaðandi manneskja. 2. Fólk sem fær mig til að rifna úr hlátri er besta fólkið. 3. Fólk sem spyr réttu spurninganna, af áhuga, og hlustar svo á það sem ég hef að segja lætur mig hvíla vel í sjálfri mér. Það er gott. 4. Að vera heilsteyptur er að vera ekki krumpaður. Fólk sem hefur aðeins kíkt inn á við og skoðað, ræktað sjálfið, kveikt ljósin og náð tengingu við sig og aðra. Það fólk hrífur mig. 5. Lífið má ekki að vera of flatt og leiðinlegt. Það þarf að vera smá hamagangur, ævintýragirni og spenna líka.OFF: 1. Það er fátt sem stuðar mig jafn mikið og besservisserar og hrútskýrendur. Á sama tíma finn ég líka til með þessum sem iðka þá hegðun. Finn til með þeim fyrir að liggja á þessum ömurlega botni mennskunnar. 2. Ég greindi sjálfa mig með röskunina “Misophonia” samkvæmt einhverjum leiðbeiningum á netinu. Ákveðin hljóð eins og smjatt geta gjörsamlega gengið frá mér. Afhverju er fullorðið fólk líka að smjatta? Hvað er að? 3. Fullorðinn karlmaður með “man-flu” að vorkenna sér er eins langt frá því að fá vorkunn frá mér og hægt er. Sérstaklega ef hann myndi segja hluti eins og “Mér er illt í mallanum og þarf að lúlla í koddann minn”. 4. Ég hef nú yfirleitt ekkert mikið út á útlit og fatastíl fólks að setja. En ef ég þyrfti að velja eitthvað þá myndi ég gefa mönnum með mjög sítt goatee-skegg og í kvartbuxum rauða spjaldið. 5. Fólk sem er uppfullt af fórdómum og dómhörku er að öllum líkindum líka fáfrótt, þröngsýnt og jafnvel mjög reitt fólk. Allir þessir eiginleikar hræða mig.Diljá segir heiðarleika og sjálfstraust vera fallega blöndu og kann hún mjög vel að meta fólk sem fær hana til að rifna úr hlátri.Makamál þakka Diljá kærlega fyrir spjallið og óska þeim mæðgum lukku í komandi ferðalögum og ævintýrum í sumar.
Bone-orðin 10 Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hefur þú upplifað framhjáhald? Þeir sem hafa upplifað framhjáhald eru flestir sammála um að það er eitt það erfiðasta sem fólk tekst á við í sambandi. Aðilinn sem heldur framhjá burðast yfirleitt með mikla skömm og samviskubit meðan hinn þarf að gera upp við sig hvort að hann er tilbúinn til að reyna að treysta aftur. 28. júní 2019 08:00 Þriðjungur svarenda í opnu sambandi eða langar til að prófa Opið samband telst vera það þegar leyfilegt er að sænga hjá öðrum en makanum. 28. júní 2019 14:00 Bone-orðin 10: Gígja Dögg er veik fyrir ilmandi iðnaðarmönnum Gígja Dögg Einarsdóttir er 39 ára ljósmyndari og búfræðingur. Hún er einna þekktust fyrir hestamyndirnar sínar sem hún hefur verið að selja bæði til HM og Urban Outfitters. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orðin hennar Gígju eru. 27. júní 2019 11:30 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Hefur þú upplifað framhjáhald? Þeir sem hafa upplifað framhjáhald eru flestir sammála um að það er eitt það erfiðasta sem fólk tekst á við í sambandi. Aðilinn sem heldur framhjá burðast yfirleitt með mikla skömm og samviskubit meðan hinn þarf að gera upp við sig hvort að hann er tilbúinn til að reyna að treysta aftur. 28. júní 2019 08:00
Þriðjungur svarenda í opnu sambandi eða langar til að prófa Opið samband telst vera það þegar leyfilegt er að sænga hjá öðrum en makanum. 28. júní 2019 14:00
Bone-orðin 10: Gígja Dögg er veik fyrir ilmandi iðnaðarmönnum Gígja Dögg Einarsdóttir er 39 ára ljósmyndari og búfræðingur. Hún er einna þekktust fyrir hestamyndirnar sínar sem hún hefur verið að selja bæði til HM og Urban Outfitters. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orðin hennar Gígju eru. 27. júní 2019 11:30