Dragkeppni Íslands snýr aftur Sólrún Freyja Sen skrifar 18. júlí 2019 06:15 Gógó Starr er ríkjandi Dragdrottning Íslands og telur tíma til kominn að fá einhverjum öðrum titilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/Stefán Í ár er 20 ára afmæli Hinsegin in daga og því verður heldur betur fagnað. Meðal annars ætlar Gógó Starr að halda Dragkeppni Íslands aftur eftir fjögurra ára hlé. Dragsenan á Íslandi blómstrar í dag en það sama var ekki hægt að segja fyrir aðeins nokkrum árum. Gógó segir að dragsenan hafi lifnað við eftir að sýningar Drag-Súgs hófust. „Með sínum mánaðarlegu sýningum opnaði Drag-Súgur sviðið fyrir fleiri dragdrottningum og dragkóngum, þannig að allir sem hafa áhuga á þessu fengu loksins svið til að koma oftar fram á. Fyrir utan Drag-Súg var það bara Dragkeppni Íslands einu sinni á ári.“ Dragkeppni Íslands hefur ekki verið haldin í fjögur ár en Gógó er meðal þeirra sem standa að skipulagningu keppninnar í ár. „Ég er seinasta krýnda Dragdrottning Íslands og búin að fá að halda kórónunni í nokkur ár, ég held það sé kominn tími til að fá einhverjum öðrum titilinn.“ Gógó útskýrir að ástæðan fyrir svo löngu hléi á keppninni sé sú að aðilinn sem hélt keppnina á hverju ári flutti úr landi og enginn var tilbúinn að taka við skipulaginu fyrr en nú.Flipp sem vatt upp á sig Ferill Gógó Starr hófst á Akureyri fyrir tæpum tíu árum. „Þá var ég í framhaldsskóla og að koma út úr skápnum almennilega. Ég gerðist meðlimur í Hinsegin Norðurland, samtökum hinsegin fólks á landsbyggðinni. Við ákváðum að setja upp dragkeppni eiginlega bara upp á flippið. Þá verður fyrst til Dragkeppni Norðurlands, sem við rukkuðum einhverjar 500 krónur inn á. Við ætluðum bara að hafa gaman með vinum okkar, en svo mætti allt í einu fólk sem vildi koma og sjá. Þannig að þetta vatt upp á sig, varð árlegur viðburður sem er nú orðinn að dragsýningu sem Hinsegin Norðurland heldur ár hvert,“ segir Gógó. „Síðan flutti ég suður, ákvað að vinna Dragkeppni Íslands og gerði það auðvitað. Þá langaði mig að nýta titilinn einhvern veginn. Mig langaði að sjá fleiri dragsýningar á Íslandi.“ Gógó Starr var ekki ein um það og úr varð að Gógó ásamt sterkum hópi af fólki stofnaði Drag-Súg. Í dag heldur Drag-Súgur stærstu dragsýningarnar á Íslandi. Drag-Súgur er með tvær mánaðarlegar sýningar á Gauknum í miðbæ Reykjavíkur, hin samnefndu og íburðarmiklu Drag-Súgskvöld annars vegar og Drag-Lab hins vegar. „Drag-Lab eru fríar sýningar þar sem fólk kemur til að spreyta sig á sviðinu. Til dæmis fólk sem er að koma fram í fyrsta skipti eða draglistamenn sem eru að prufukeyra ný atriði.“Dragdrottningin Gógó Starr byrjaði með dragsýningar fyrir tæpum 10 árum þegar hún var enn í framhaldsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/StefánEkki bara einhver klúbbalæti Gógó hefur fundið fyrir því að viðhorf almennings til drags hefur breyst mikið. „Fólki fannst þetta vera bara eitthvert kynferðislegt partístand til að byrja með. Maður fann fyrir frekar sterkum fordómum.“ Nú er öldin önnur, dragsýningar eru tíðari og dragmenningin vinsælla fjölmiðlaefni með til dæmis vinsældum RuPaul’s Drag Race og Drag-Súgs. „Það að dragdrottningar eru farnar að koma fram í stórum tónlistarmyndböndum og auglýsingum gerir það að verkum að fólk er farið að sjá þetta í sínu daglega lífi og líta á dragdrottningar sem skemmtikrafta í sama flokki og uppistandarar og tónlistarmenn. Fólk er almennt farið að sjá drag sem sviðslist, en ekki bara einhver klúbbalæti. Ég vil að fólk sjái dragið sem listina og skemmtunina sem það er. Vegna vinsælda drags gat ég til dæmis verið Fjallkonan í fyrra,“ en Gógó er fyrsta Fjallkonan sem er jafnframt Dragdrottning Íslands. Meðalmaðurinn tilbúnari að stíga út fyrir kassann Gógó vill meina að auknar vinsældir drags séu ekki bara skref fram á við fyrir dragsamfélagið heldur allt hinsegin samfélagið. „Ég vil að lítið, skrýtið fólk eins og ég var, geti séð einhverjar litlar, skrýtnar furðuverur vera áberandi í samfélaginu og standa sig vel í lífinu. Ég held það sé mjög hvetjandi.“ Upprunalega var búist við að áhorfendahópur Drag-Súgs yrði úr hinsegin samfélaginu. „Það kom hins vegar mjög fljótlega í ljós að stærsti áhorfendahópurinn er ungir kvenmenn sem finnst þetta æðislegt. Mér finnst það vera ótrúlega jákvætt hvað það eru margir ólíkir hópar sem dýrka þetta og klæða sig upp sem persónur í einhverjum brjáluðum búningum. Meðalmaðurinn er tilbúnari að opna kassann, stíga út fyrir hann og víkka sjóndeildarhring sinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Í ár er 20 ára afmæli Hinsegin in daga og því verður heldur betur fagnað. Meðal annars ætlar Gógó Starr að halda Dragkeppni Íslands aftur eftir fjögurra ára hlé. Dragsenan á Íslandi blómstrar í dag en það sama var ekki hægt að segja fyrir aðeins nokkrum árum. Gógó segir að dragsenan hafi lifnað við eftir að sýningar Drag-Súgs hófust. „Með sínum mánaðarlegu sýningum opnaði Drag-Súgur sviðið fyrir fleiri dragdrottningum og dragkóngum, þannig að allir sem hafa áhuga á þessu fengu loksins svið til að koma oftar fram á. Fyrir utan Drag-Súg var það bara Dragkeppni Íslands einu sinni á ári.“ Dragkeppni Íslands hefur ekki verið haldin í fjögur ár en Gógó er meðal þeirra sem standa að skipulagningu keppninnar í ár. „Ég er seinasta krýnda Dragdrottning Íslands og búin að fá að halda kórónunni í nokkur ár, ég held það sé kominn tími til að fá einhverjum öðrum titilinn.“ Gógó útskýrir að ástæðan fyrir svo löngu hléi á keppninni sé sú að aðilinn sem hélt keppnina á hverju ári flutti úr landi og enginn var tilbúinn að taka við skipulaginu fyrr en nú.Flipp sem vatt upp á sig Ferill Gógó Starr hófst á Akureyri fyrir tæpum tíu árum. „Þá var ég í framhaldsskóla og að koma út úr skápnum almennilega. Ég gerðist meðlimur í Hinsegin Norðurland, samtökum hinsegin fólks á landsbyggðinni. Við ákváðum að setja upp dragkeppni eiginlega bara upp á flippið. Þá verður fyrst til Dragkeppni Norðurlands, sem við rukkuðum einhverjar 500 krónur inn á. Við ætluðum bara að hafa gaman með vinum okkar, en svo mætti allt í einu fólk sem vildi koma og sjá. Þannig að þetta vatt upp á sig, varð árlegur viðburður sem er nú orðinn að dragsýningu sem Hinsegin Norðurland heldur ár hvert,“ segir Gógó. „Síðan flutti ég suður, ákvað að vinna Dragkeppni Íslands og gerði það auðvitað. Þá langaði mig að nýta titilinn einhvern veginn. Mig langaði að sjá fleiri dragsýningar á Íslandi.“ Gógó Starr var ekki ein um það og úr varð að Gógó ásamt sterkum hópi af fólki stofnaði Drag-Súg. Í dag heldur Drag-Súgur stærstu dragsýningarnar á Íslandi. Drag-Súgur er með tvær mánaðarlegar sýningar á Gauknum í miðbæ Reykjavíkur, hin samnefndu og íburðarmiklu Drag-Súgskvöld annars vegar og Drag-Lab hins vegar. „Drag-Lab eru fríar sýningar þar sem fólk kemur til að spreyta sig á sviðinu. Til dæmis fólk sem er að koma fram í fyrsta skipti eða draglistamenn sem eru að prufukeyra ný atriði.“Dragdrottningin Gógó Starr byrjaði með dragsýningar fyrir tæpum 10 árum þegar hún var enn í framhaldsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/StefánEkki bara einhver klúbbalæti Gógó hefur fundið fyrir því að viðhorf almennings til drags hefur breyst mikið. „Fólki fannst þetta vera bara eitthvert kynferðislegt partístand til að byrja með. Maður fann fyrir frekar sterkum fordómum.“ Nú er öldin önnur, dragsýningar eru tíðari og dragmenningin vinsælla fjölmiðlaefni með til dæmis vinsældum RuPaul’s Drag Race og Drag-Súgs. „Það að dragdrottningar eru farnar að koma fram í stórum tónlistarmyndböndum og auglýsingum gerir það að verkum að fólk er farið að sjá þetta í sínu daglega lífi og líta á dragdrottningar sem skemmtikrafta í sama flokki og uppistandarar og tónlistarmenn. Fólk er almennt farið að sjá drag sem sviðslist, en ekki bara einhver klúbbalæti. Ég vil að fólk sjái dragið sem listina og skemmtunina sem það er. Vegna vinsælda drags gat ég til dæmis verið Fjallkonan í fyrra,“ en Gógó er fyrsta Fjallkonan sem er jafnframt Dragdrottning Íslands. Meðalmaðurinn tilbúnari að stíga út fyrir kassann Gógó vill meina að auknar vinsældir drags séu ekki bara skref fram á við fyrir dragsamfélagið heldur allt hinsegin samfélagið. „Ég vil að lítið, skrýtið fólk eins og ég var, geti séð einhverjar litlar, skrýtnar furðuverur vera áberandi í samfélaginu og standa sig vel í lífinu. Ég held það sé mjög hvetjandi.“ Upprunalega var búist við að áhorfendahópur Drag-Súgs yrði úr hinsegin samfélaginu. „Það kom hins vegar mjög fljótlega í ljós að stærsti áhorfendahópurinn er ungir kvenmenn sem finnst þetta æðislegt. Mér finnst það vera ótrúlega jákvætt hvað það eru margir ólíkir hópar sem dýrka þetta og klæða sig upp sem persónur í einhverjum brjáluðum búningum. Meðalmaðurinn er tilbúnari að opna kassann, stíga út fyrir hann og víkka sjóndeildarhring sinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira