„Fáum 10-15 íslenska leikmenn í sterkustu deildirnar á næstu 3-4 árum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2019 19:30 Arnar Freyr er með marga þekkta handboltamenn á sínum snærum. mynd/stöð 2 Arnar Freyr Theodórsson hefur getið sér gott orð sem umboðsmaður handboltamanna á síðustu árum. Meðal leikmanna sem hann er með á sínum snærum eru Sander Sagosen, Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson. Arnar segir áhuga félaga á Norðurlöndunum á íslenskum leikmönnum mikinn og deildirnar þar séu góður stökkpallur fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn. „Við virðumst henta mjög vel í þennan skandinavíska bolta. Við erum með góða tæknikunnáttu sem þarf í þessum deildum en vantar oft líkamsstyrk. En við náum að búa okkur undir stærri og sterkari deildir í Skandinavíu. Það virðist henta okkur ungu leikmönnum mjög vel að byrja sinn atvinnumannaferil í þar,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnar hefur trú á því að íslenskum leikmönnum í sterkustu deildum heims, í Þýskalandi og Frakklandi, muni fjölga á næstu árum. „Við vorum með mjög sterkt landslið þegar flestir okkar leikmanna voru að spila í þessum deildum en það skapaðist svolítið getubil á milli bestu íslensku leikmannanna og þeirra sem spiluðu á Íslandi. Þeir voru ekki nógu sterkir til að koma í þessar deildir. En núna er útlit fyrir að við verðum með marga leikmenn í þessum deildum á komandi árum. Mér finnst vera 10-15 leikmenn sem munu fara í þessar deildir á næstu 3-4 árum,“ sagði Arnar. „Ef allt fer eins og á horfir verðum við með nokkra leikmenn nálægt heimsklassa eða í heimsklassa þannig að framtíðin er björt í íslenskum handbolta að mínu mati.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikill áhugi á íslenskum leikmönnum Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Arnar Freyr Theodórsson hefur getið sér gott orð sem umboðsmaður handboltamanna á síðustu árum. Meðal leikmanna sem hann er með á sínum snærum eru Sander Sagosen, Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson. Arnar segir áhuga félaga á Norðurlöndunum á íslenskum leikmönnum mikinn og deildirnar þar séu góður stökkpallur fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn. „Við virðumst henta mjög vel í þennan skandinavíska bolta. Við erum með góða tæknikunnáttu sem þarf í þessum deildum en vantar oft líkamsstyrk. En við náum að búa okkur undir stærri og sterkari deildir í Skandinavíu. Það virðist henta okkur ungu leikmönnum mjög vel að byrja sinn atvinnumannaferil í þar,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnar hefur trú á því að íslenskum leikmönnum í sterkustu deildum heims, í Þýskalandi og Frakklandi, muni fjölga á næstu árum. „Við vorum með mjög sterkt landslið þegar flestir okkar leikmanna voru að spila í þessum deildum en það skapaðist svolítið getubil á milli bestu íslensku leikmannanna og þeirra sem spiluðu á Íslandi. Þeir voru ekki nógu sterkir til að koma í þessar deildir. En núna er útlit fyrir að við verðum með marga leikmenn í þessum deildum á komandi árum. Mér finnst vera 10-15 leikmenn sem munu fara í þessar deildir á næstu 3-4 árum,“ sagði Arnar. „Ef allt fer eins og á horfir verðum við með nokkra leikmenn nálægt heimsklassa eða í heimsklassa þannig að framtíðin er björt í íslenskum handbolta að mínu mati.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikill áhugi á íslenskum leikmönnum
Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira